Nýjar kvöldvökur - 01.01.1953, Qupperneq 43

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1953, Qupperneq 43
N. Kv. ÍSLENZAR SAGNIR 35 II. Eg kunni manna bezt að venja fjárhunda, enda átti eg þá betri en llestir aðrir. Þó var einn þeirra langbeztur, því að svo mátti heita, að hann hefði mannsvit; en til þess var sérstök ástæða. Svo stóð á, að konan mín fékk illt í brjóstið eftir barnsburð. Eátt var þá um lækna á Austurlandi og langt til þeirra, svo að menn urðu oftast að bjarga sér sjálfir. Eg þóttist vita, að þarna væri ein- hver ófögnuður, sem þyrfti að nást burtu, en til þess þekktust engin ráð. Það vildi svo til, að tík, sem eg átti, hafði nýlega alið hvolpa. Eg tók því einn hvolpinn og lét hann sjúga veika brjóstið á konunni. Það brá svo við, að henni batnaði og varð jafngóð eftir fáa daga; hvolpurinn hafði sogið burtu mein- semdina. En hann hafði líka fengið manns- vit með mjólkinni. Þenna hund átti eg lengi, og tók hann öllum öðrum hundum fram að vitsmunum. Hann hét Snati. III. Einu sinni fór eg upp að Asi í Fellum að finna séra Sigfús minn. Þá var svo mikill lausasnjór á jörðu, að flestum fannst ófært bæja í milli. Þó hafði dregið nokkuð af hæð- um, en fyllt allar lautir. Mér var vel tekið þar að vanda og sat á tali við prest um kvöld- ið. Sagði hann mér þá meðal annars, að smalamann sinn hefði vantað tólf sauði full- orðna, þegar snjóinn gerði; væri nú enginn vegur til að leita þeirra vegna ófærðar, svo að þeir væru sér tapaðir. Eg sagði, að ekki væri nú ómögulegt að þeir kynnu að finnast, og féll svo það tal niður. Um dagsetursbilið gekk eg út einsamall og sagði Snata mínum að fara og leita að sauðunum. Hann fór af stað, en eg gekk inn aftur og hafði ekki orð á þessu. Um miðja vöku gekk eg út aftur og heyrði þá Snata gelta langt uppi í fjalli. Vissi eg þá, að hann mundi hafa fundið sauðina. I vökulokin bað eg prest að ganga með mér út á hlað, og þá heyrðum við Snata gelta uppi á klifinu fyrir ofan bæinn, Þá var svo þykkur skafl þar í dokkinni, að slétt var af klifinu ofan að bæ, en svo var hann laus í sér, að liann hefði engri skepnu haldið. Við prestur stóðum þarna stundarkorn og vor- um að tala saman; en þegar minnst varði, kom Snati með alla sauðina til okkar. Hann hafði rekið þá undir fönninni! Þá varð prestur feginn og borgaði mér vel fyrir vikið. JÓHANNES ÁRNASON. (Handrit Halldórs Stefánssonar, fyrrv. alþm.). Á síðasta hluta 19. aldar var á vist á ýms- um bæjum í Fljótsdal maður, sem Jóhann hét, sonur Árna bónda á Urriðavatni í Fell- um, Bessasonar og Ingveldar konu hans Brynjólfsdóttur. Jóhannes var lítill maður vexti og heldur orkusmár til verka, en trúr og dyggur þjónn. Hann þótti fremur vit- grannur og bögumæltur. Til marks um það eru tvær eftirfarandi skrítlur: Það var eitt sinn að fregn barst um það, að maður nokkur nafnkunnur hefði látizt o«' O orðið bráðkvaddur. Þá varð Jóhannesi að orði: „Það vildi eg að guð gæfi, að eg yrði ekki sjálfdauður." Annað sinn var það, að Jóhannes kvart- aði um höfuðverk og fórust svo orð: „Eg held, að eg sé búinn að höfuðverk í höfuðið.“ Jóhannes var líka orðhákur og gat þá stundum komið vel fyrir sig orði. Eitt sinn var hann á vist á Val}:>jófsstað hjá séra Pétri Jónssyni. Er svo sagt, að hann hafi þá eitt sinn sagt konu prests að halda kjafti; kvartaði hún undan því við prest. Séra Pétur hugðist að gjöra Jóhannesi áminningu fyrir þetta ósæmilega orðbragð, lét kalla hann fyrir sig og sagði með alvöru- bragði: „Er það satt, Jóhannes minn, að þú hafir skipað konunni minni að halda kjafti?“ Jóhannes svaraði að bragði:

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.