Nýjar kvöldvökur - 01.07.1955, Blaðsíða 4
ÚTVEGUM blöð og tímarit
hvaðanæfa úr heiminum.
Látum senda beint til áskrifenda.
BÓ
I Sími 1444. — Pósthólf 53. — Akureyri.
----------------------------------------------------------♦
----------------------------------------
AKUREYRI - höfuðstaður Norðurlands
nefnist bók ein, sem nýkomin er í bókaverzlanir.
Er þetta myndabók frá Akureyri, sams konar og
ísland í myndum og Reykjavík fyrr og nú. Hefir
hún að geyma rúmar 80 myndir, er flestar taka yf-
ir eina s ðu í bókinni. Flestar eru myndirnai tekn-
ar í bænum, en einnig eru þar myndir frá stór-
býlum og sögustöðum í Eyjafirði og frá nokkrum
stöðum í Þingeyjarsýslu, er ferðamenn um Norð-
urland leggja helzt le'.S sína um. Myndirnar eru
flestar teknar árið 1948 af Edvard Sigurgeirssyni,
en einnig eru þar eldri myndir, eftir Hallgrím Ein-
arsson og fleiri.
Útgáfuna hefur Steindór Steindórsson, mennta-
skólakennari, annazt, og ritar hann greinargóðan
inngang að bókinni, þar sem lýst er legu og skip-
S
an bæjarins og umhverfis hans, menningar- og fé-
lagslífi og atvinnuháttum bæjarbúa auk annáls
yfir helztu atburði í sögu bæjarins frá 1580-1954.
Þessi inngangur er þar einnig í enskri þýðingu
Sigurðar L. Pálssonar, menntaskólakennara.
Útgáfan hefur verið nokkuð lengi á uppsiglingu,
og eru því ekki myndir í bókinni yngri en 5-7 ára
(að einni undantekinni). Þrátt fyrir það er bókin
hin skemmtilegasta eign, myndirnar vel teknar,
og fylgir þeim texti á 3 tungumálum: íslenzku,
ensku og dönsku. Bókin er handhæg og smekkleg
vinargjöf og mun eflaust verða keypt sem slík. Út-
gefandi er írafoldarprentsmiðja h.f., en framkv.-
stjóri hennar nú er Pétur Ólafsson (Bjömssonai
ritstjóra). Verð bókarinnar er 95 krónur, og verð-
ur það að teljast mjög hóflegt.
r
Isafoldarprentsmiðja h.f.