Nýjar kvöldvökur - 01.07.1955, Blaðsíða 11

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1955, Blaðsíða 11
N. Kv. UM SUMARDAG 95 um Imga minn á þessum augnablikum, sem bíllinn er að síga undan brekkunni í áttina að dýkinu. Hann sígur og sígur og það er ekki efa- mál að hverju stefnir. Svo fer hann að hallast stillt og rólega, liann hallast meir og meir, þar til hann leggst alveg á hliðina, hægt og mjúklega. Hann leggst á hægri hliðina, þeim megin sem Marsibil situr og það leiðir af sjálfu sér, að ég halla mér upp að henni. Þetta fer allt svo hægt og mildilega fram, að það minnir fremur á háttatíma en slys. Það fer að renna inn í bílinn og þefur- inn segir til sín. Eg er eins og dáleiddur, rígheld mér í stýrið til að létta þunga mínum af Marsibil, og það er sem mér finnist að nú sé öllu lok- ið og ekkert þurfi framar að aðhafast. En það er hún Marsibil, sem áttar sig á hlutunum og vill berjast fyrir lífinu íil hins ítrasta. — Reyndu að koma þér ofan af mér, maður, og hafa þig út úr bílnum, segir hún. Og ég læt mér að kenningu verða. Mér tekst að opna hurðina og skríða út á fram- lijólið. Og hamingjunni sé lof. Ég er nokk- urn veginn þurr og sennilega óbrotinn. Svo fer ég að toga í Marsibil. Þetta gengur von- um betur. Hún er brátt kornin út og stendur upp á afturhjólinu. Hún kveðst vera ó- meidd, en hún er aftur á móti rennandi hlaut á þeirri hliðinni, sem niður sneri, allt frá skrauthatti niður á lakkskó. Forin og bleytan lekur af henni, og ég get ekki að því gert að mér rennur til rifja að sjá, hvernig hún er útleikin. En hún Marsibil er ekki klökk. Nú svell- ur henni móður. Ég á ekki að þurfa að bíða lengi eftir reikningsskilunum. — Mikill endemis bölvaður klaufi og slysarokkur geturðu verið, Kristmundur. Þetta skaltu sannarlega fá borgað, afglap- inn þinn. Við þessa ádrepu stæltist ég í skapi og sú meðaumkun, sem ég hafði fundið til, hverf- ur sem dögg fyrir sólu. Ég svara fullum hálsi og læt ekki standa upp á mig: — Þetta vildir þú. Varst það ekki þú, sem heimtaðir að fara í Vaglaskóg ög hing- að í þetta vilpukot? Vildir þú ekki kaupa bíl og sagðir þú ekki, að ég gæti áreiðan- lega lært að aka bíl? Ég segi bara ekki annað, en þér er þetta and.........mátu- legt. ___*____ Lausavísur. Magnús Runólfsson bóndi í Litla-Dun- haga í Hörgárdal og síðar í Stóru-Brekku og Grund í Möðruvallasókn, var allvel hag- örður. Þegar hann flutti frá Stóru-Brekku að Grund, kvað hann: Á brúnura hesti burt ég ríð. meS brjóstið fullt af ekka. Far vel gæfa, far vel stríð, far vel Stóra-Brekka. Um Ólaf Ólafsson í Pálmholti kvað hann:: Olafur Bakkaeyri frá árarakka lætur gá. Vanur flakki um sævarsjá, svipinn bnakka fríðan á! Um Guðmund son sinn, síðar bónda í Arnarnesi, kvað Magnús: Nýju-Grundar-Guðmundur gasprið stundar kappsamur, ölduhundi áríður, einu pundi sá veldur. Kona Magnúsar var Þorbjörg Guðmunds- dóttir, hreppstjóra í Litla-Dunhaga, Hall- dórssonar. tí/r vísnasafni G. Fr.)

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.