Nýjar kvöldvökur - 01.07.1955, Blaðsíða 25
N. Kv.
PITCAIRN-EYJAN
109
WiIIiams á leið lieim til bústaðar Mc Coy.
Flestir voru gengnir til svefns, en Mary sat
á gólfinu með krosslagða fætur og fléttaði
mottu úr pandarusblöðum. Hún var 25 ára
gömul og þjáðist ákaflega af heimþrá.
Williams kallaði lágt til hennar:
— Heyrðu Mary! Sefur Will?
Mc Coy reis upp og gekk til dyra. —
John, sagði hann, — ég var að hvíla mig.
Við Matt vorum dauðþreyttir.
— Komdu lit! Hafið þið séð Fasto?
— Nei, livað hefur komið fyrir?
•— Hún fór að ná í egg. Það var áður en
ég fór í baðið, og ég hef ekki séð hana síð-
an. Ég skammaði hana og sagði, að hún
væri löt. Guð veit að ég.er hræddur um, að
hún hafi orðið fyrir einhverju slysi. Og ég
sem bar á hana að hún væri löt. Hún sem
er iðjusamasta og duglegasta konan hér á
eynni, þó að hún sé ekki eins lagleg og
Iiinar.
— Ég hef ekkert séð til liennar, sagði
Mc Coy. — Bíddu við, ég ætla að spyrja
Mary.
Hann fór inn í húsið og Williams heyrði
þau tala saman í lágum hljóðum. Stuttu
síðar kom hann út aftur.
— Jú, Mary hefur séð hana. Hún fór hér
framhjá seint í dag. Mary kallaði til henn-
ar, en hún leit ekki við. Hún hélt á eggja-
körfunni sinni í hendinni. Ég hugsa, að hún
hafi farið út á klettana.
Járnsmiðurinn stóð dálitla stund óákveð-
inn fyrir framan hann. — Þakka þér fyrir,
Will. Nú ætla ég að fara heim, og ef hún
verður ekki komin heim snemma í fyrra-
málið, þá fer ég að leita að henni.
Hann var hryggur í huga og áhyggjufull-
ur, þegar hann gekk í gegnum kjarrið heim
á leið í tunglskininu. Og þó að hann litlu
síðar legðist til hvílu í mjúkt og hreint rúm,
sem Fasto hafði búið um, gat hann ekki
sofnað.
Við sólarupprás lagði hann af stað með
Martiu og einum Tahitibúa. Þeir tóku
minnsta villimannabálinn og reru honum
fram á milli skerjanna. Þeir reru framhjá
cddanum við lendingarstaðinn og gættu
vandlega upp í klettana. Þegar þeir vom
komnir framhjá austasta odda eyjarinnar,
reru þeir inn á víkina, sem liggur við rætur
hæstu klettanna. Um leið og báturinn lyfti
sér á báru, hrópaði Tahitibúinn upp og
benti á ströndina undir klettunum, þar sem
einhver þústa lá við hliðina á litlu panda-
rustré.
— Róið upp að ströndinni, skipaði járn-
smiðurinn hörkulega.
— Williams horfði starandi augum á
þessa þústu. Hann stökk út úr bátnum áður
en hann kenndi grunns, og á meðan hinir
mennirnir reyndu að varna því, að báturinn
tæki út í útsogunum, hljóp hann til panda-
rustrésins.
Víkin þarna var afskekkt og eyðileg, girt
á alla vegu af mörg hundruð feta háum
hömrum. Sólin varpaði geislum sínum á
klettana vestan við víkina, sem voru þétt-
setnir þúsundum fagurfjaðraðra sjófugla.
Williams reikaði í spori, þegar hann
kom aftur að bátnum, tók kápu úr tapa-
klæði og fór með hana að pandarustrénu.
Hann breiddi kápuna yfir limlest og blóð-
stokkið lík Fasto og kraup niður við hlið
þess. Þegar hann heyrði fótatak Martins
bak við sig, gaf hann honum bendingu um
að fara burt.
Hinir mennirnir stóðu þögulir um stund.
Síðan reikuðu þeir afsíðis eftir fjörunni
meðfram hömrunum. Eftir stutta stund kall-
aði Williams á þá. Hann stóð við bátinn
með lík Fasto í faðmi sér. Hann lagði lík-