Nýjar kvöldvökur - 01.07.1955, Síða 10
94
UM SUMARDAG
N.Kv.
Hvernig í ósköpunum átti maður að geta
snúið bíl á þessum hlaðskratta, sem ekkert
var, og auk þess snarhallandi og skreipur
af forardrullu.
Eg stritast við að hugsa og reikna út:
Leggja fyrst á til hægri, taka aftur á bak,
leggja á til vinstri — nei, fyrst til vinstri,
svo til hægri og taka áfram, nei, fyrst til
vinstri aftur á bak------.
Ég verð svo ruglaður af þessum heila-
brotum, að ég veit varla mitt rjúkandi ráð
og svara út í hött, ef á mig er yrt.
Svo þökkum við fyrir okkur og búurnst
til brottferðar.
Ég set í gang og hyrja að gera tilraun að
snúa bílnum, legg á til skiptis, tek áfram
og aftur á bak, slabbast og spóla í svaðinu,
en allt kemur fyrir ekki, ég er nákvæmlega
á sama stað og þegar ég byrjaði, þegar ég
uppgefst við að komast úr kreppunni.
Loks sér Marsibil, að ekki má við svo
búið standa, snarast út og beitir sér fyrir
hestkerruna og færir hana til hliðar.
Nú horfir vænlegar. Mér tekst að snúa
bílnum hálfhring, en þá strandar á fjand-
ans ekki sen taðkvörninni.
Ég sé ekki fram á annað en þú verðir að
taka skítavélina líka, Marsibil, segi ég.
Þegar bóndi sér, hvar frúin er farin að bisa
við kvörnina, kenmr hann loks til aðstoð-
ar. Síðan sezt Marsibil inn í bílinn hjá mér,
og ég geri lokaatrennuna.
Það vantar aðeins herzlumuninn, að ég
nái beygjunni á vegarnefnunni. En það er
nóg sem nóg er. Svigrúmið er of lítið, hall-
inn er of mikill, og sleipan gerir illt verra.
Bíllinn sígur sífellt undan brekkunni.
Hægt og hægt skrikar hann út á hliðina í
áttina að haugstæðinu. Brattinn verður
meiri og meiri, og ég finn mér til mestu
skelfingar, að bíllinn hallast meir og meir.
Mér hefur verið sagt, að hver sem stadd-
ur sé í lífsháska, sjái alla sína liðnu ævi og
viðburði hennar endurspeglast sér fyrir
hugarsjónum á augnabliki dauðastundar-
innar.
Nú sannfærist ég um, að þetta sé satt. A
einu augnabliki skynja ég í sjónhending,
ekki einungis alla fortíðina, heldur allar
aðstæður líðandi stundar og langt fram í
nánustu framtíð.
— Þetta bílfargan var aldrei annað en
bílvað flan og ráðleysi og nú fengi maður
að súpa fyrsta seyðið af þeirri ráðabreytni.
Ég hefði átt að setja hnefann í borðið og
neita, þegar Marsibil tók upp á því að fara
að láta mig læra á bíl, manninn á meir en
miðjum aldri.
Það fór ekki hjá því, að bíllinn hlyti að
velta niður í haugstæðið, sennilega stöðv-
ast á toppnum og forarvellan renna inn um
opnar rúðurnar og fylla bílinn á auga-
bragði, og vel gæti svo farið, að við drukkn-
uðum þarna, bæði tvö.
En þó að svo kynni að fara, að við kæm-
umst lífs af, voru kringumstæðurnar þó
alls ekki neitt glæsilegar.
Það mundi þurfa hesta, traktora eða
kranabíl til að ná bílnum upp, og hann
mundi lykta óþægilega um ófyrirsjáanlega
framtíð.
Nestið okkar góða, það yrði ekki kræsi-
legt, þegar það kæmi upp úr þessu og apo-
tekið varla tiltækilegt. Sparifötin okkar,
þau fengju sitt vel útilátið og engan mundi
langa í partý með okkur í þeim fyrst um
sinn. Stórkostlegt efamál, að Gufupressan
fengist til að taka þau í hreinsun. Þetta
mundi fréttast um allan bæ, samstundis, og
við mundum þurfa að þola háð, spott og
svívirðingar, það sem eftir væri ævinnar,
— ef nokkuð yrði þá eftir — já, ef nokkuð
yrði þá eftir.
Allt þetta og margfalt fleira flýgur gegn-