Nýjar kvöldvökur - 01.07.1955, Blaðsíða 37

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1955, Blaðsíða 37
N. Kv. PITCAIRN-EYJAN 121 — Eg þori ekki að tefja, þegar svona stendur á hjá okkur. Christian hristi höfuðið. — Þvaður, Smith, Jenny og Nanai eru hér, og þær geta hjálpað ef með þarf. Það verður regluleg hátíð hjá þeim og Balhadi. Konum þykir alltaf gaman að hátíðahöldum, hvort sem þær eru hvítar eða dökkar. Fæðingar og dauðsföll eru viðburðir, sem þær hafa á- huga fyrir. Komdu nú inn fyrir. — Þakka þér fyrir, herra. Eg er með fiskstykki handa John. — Eg ætla að hengja það í skuggann. — Hann fór héðan fyrir tíu mínútum síðan. Kjallaradyrnar eru búnar og það er framúrskarandi vel unnið. — Já, John er ágætur við það, sem hann gerir. Eftir tillögu frá Mc Coy, sem af mikilli kostgæfni sá um það litla, sem þeir áttu af vínföngum, höfðu uppreisnarmennirnir grafið kjallara í brekkunni fyrir neðan hús Christians, og Williams hafði sett slag- brand fyrir hlerann og lokað honum með hengilás, sem var fyrir víngeymslunni á Bounty. Christian geymdi lykilinn. I kjall- aranum voru líka geymdir nokkrir kassar af söltuðu svínaketi, sem einstaka sinnurn var framreitt til liátíðabrigða, og fjögur eða fimm hundruð pund af þurrkuðum ert- um, sem var algengur matur á borðum hjá sjómönnum. Christian leiddi Smitli inn í húsið. Komdu inn fyrir og hvíldu þig, áður en við Ijorðum. Við fáum eitthvað tilreitt úr fisk- inum. Getur þú borðað hann eins og blökku- mennirnir matreiða hann? — Já, herra, áreiðanlega. — Það get eg líka, sérstaklega þegar saft úr kókoshnetum er borin með. Við á- lítum þá villimenn, en samt sem áður get- um við mikið af þeim lært. — Eg veit ekki hvað við getum gert án þeirra. Við getum ekki veitt fisk, án þeirra, því að þeir kenna okkur hvernig við eigum að fara að því, og hvað stúlkunum viðkem- ur, þá held eg að við mundum deyja úr hungri, ef þær væru ekki. Þeir sátu við borðið í herbergi Christi- ans. Maimiti gat ekki lengur komist upp stigann upp í herbergið fyrir ofan, og þess vegna hafði hún fengið borðstofúna íil um- ráða. Þeir sátu þögulir um stund og ekkert hljóð heyrðist nema í klukkunni við hliðina á þeim. Christian horfði á skífuna á henni, sem sýndi tímann í Greenwich, og hugur hans hvarflaði aftur í tímann, til æskudaga hans í Cumberland, til eyjunnar Man og íil fyrstu daga hans á sjónum. Ef þessi gamla klukka gæti talað, sagði hann, gæti hún áreiðanlega sagt okkur merkilega sögu. Hún var skipsfélagi kap- teins Cooks á tveimur ferðum hans, og hún hefur ferðast þúsundir sjómílna yfir höf, sem við þekkjum mjög lítið. Hún var smíð- uð í London og síðustu dagar hennar munu enda hér á Pitcairn-eyjunni. Smith kinkaði kolli. — Alveg eins og ég, herra. — Ert þú fæddur í London? Eg hélt að þú værir úr sveit. — Nei, herra. Eg er'fæddur þar og al- inn upp á munaðarleysingjaheimili. Eigin- lega verð eg að viðurkenna, að eg geng undir fölsku nafni. Mitt rétta nafn er John Adams, félagar mínir kölluðu mig vitlausa Jack. Eg hafði verið riðinn við ýmsar meiri háttar óeirðir og áleit hyggilegra að skipta um nafn og heita Alexander Smith, það, sem eftir var ævinnar. Christian kinkaði kolli og spurði svo eftir stundarþögn. — Segðu mér, Smith, ertu ánægður með að vera hér? — Það er eg, herra. Fjölskylda mín er

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.