Nýjar kvöldvökur - 01.07.1955, Blaðsíða 6
90
UM SUMARDAG
N.Kv.
degi, að ég fæ svona traustsyfirlýsingu frá
Marsibil.
Já, þú segir nokkuð, Marsibil mín. Þú
segir nokkuð. Já, hví ætli eg geti ekki lært
á bíl eins og hver annar.
Já, það segi ég nú bara. Þetta eru svo
sem ekki allt neinir merkismenn, eða séní,
sem aka hérna um göturnar. Eg er viss um,
að í þeim hópi eru margir alveg eins
heimskir og þú.
Mér líkar ekki allskostar þessi talsmáli
en læt þó ekki á neinu bera.
— Eg skil ekki í öðru, en eg mundi sóma
mér við stýri, rétt eins og hver annar, og
þetta getur ekki verið sá óskapa vandi að
aka bíl, segi ég.
— Eg gæti nú líka aðstoðað þig, segir
Marsibil, dálítið hugsandi og íbyggin.
— Þú? Gætir þú aðstoðað mig? Þú?
Kannt þú kanski að aka bíl?
— Nei, ekki kannski beinlínis að aka
bíl. En eg gæti haft auga með umferðinni
og minnt þig á beygjur og hættumerki.
— Jæja, kannski það. En eg hef nú alltaf
heyrt, að bezt væri að hafa ekki fleiri en
einn formann á hverri skútu. Ef ég er
ekki maður til að fara með bíl, einn og
hjálparlaust, þá er réttast að eg hugsi ekk-
ert um þá hluti, þú getur þá lært sjálf og
stjórnað eins og þér sýnist.
— Nei — þú lærir. Það er ákveðið mál.
Eg held, að það verði réttast, að ég láti þig
byrja strax í dag.
Hann Sigmundur í Bótinni gæti kennt
þér. Þið eruð nú alltaf svo samrýmdir, og
hann er víst ekki svo afleitur bílstjóri, hvað
sem annars má um hann segja.
Aldrei hef ég vitað aðra eins stökkbreyt-
ingu á nokkrum manni eins og þá, sem varð
á honum Sigmundi vini mínum við það að
vera settur yfir mig sem kennari og leið-
beinandi.
Þarna skiptir hann svo gjörsamlega höm-
um úr ljúfum alþýðumanni, vini og jafn-
ingja, í einstrengingslegan harðstjóra og
hrokafullan yfirburðamann. Það er eins og
hann njóti þess með næstum því illmann-
legri ánægju að láta mig finna sem allra
átakanlegast til yfirburða sinna á þessu
sviði og auðmýkja mig og lítillækka eftir
því, sem hans litla vit leyfir honum. En
þetta líður hjá, og þegar hann hefur unnið
það kraftaverk að koma mér stórslysalaust
gegnum bílprófið og útvega mér gamlan
jeppaskrjóð að auki, þá get ég ekki annað
en fyrirgefið honum allt hitt.
— Eg er ráðin í því, að við förum aust-
ur í Vaglaskóg í bílnum núna um helgina,
segir Marsibil við mig um leið og hún hall-
ar sér á koddann hjá mér, föstudagskvöldið
eftir að ég tók prófið.
— Jæja. þú segir það. En gáðu að því,
að Vaðlaheiðin er ekkert barnameðfæri.
Hefurðu nokkuð hugsað út í það. Held-
urðu, að það væri ekki skynsamlegra að
fara eitthvað sem er vandaminna. Hvernig
væri til dæmis að bregða sér hérna út á
Náströnd?
En Marsibil hefur fengið óbilandi traust
á ökumannshæfileikum mínum.
— Það er skrítið, ef þú getur ekki
klöngrast hérna yfir heiðina, rétt eins og
hver annar. Eg anza þessu ekki. Þú skalt
austur.
Eg sá mitt óvænna. Jæja, þú verður lík-
lega að ráða þessu. En nmndu það, að á-
byrgðin hvílir á þér ef illa fer.
— 0, ábyrgðin hvílir nú lield eg á bíl-
stjóranum, ekki skil eg í öðru, segir hún
drýgindalega.