Nýjar kvöldvökur - 01.07.1955, Blaðsíða 19

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1955, Blaðsíða 19
N. Kv. SJÓNARVOTTUR 103 „Lögregla, lögregla! Hjálp, hjálp!“ Lögregluþjónninn kom hægum skrefum í áttina til þeirra. Barn, sem kallaði á hjálp — það var ekki það sama og ef fullorðinn gerði það, — ekki eins þýðingarmikið. Hann gægðist inn í bílinn til þeirra gegn- um rúðuna. Hann studdist auk heldur fram á rúðukarminn. Hann var ekki á verði. Það gat ekki boðað neitt sérstakt, eða haft neina þýðingu þótt strákpatti kallaði á lögregl- una út úr leigubíl. Þessir pörupiltar. „Nokkuð að?“ spurði hann. „Hvers vegna vælir drengurinn svona?“ „Hann veit á hverju hann á von, þegar heim kemur; það er allt og sumt,“ svaraði konan háðslega. „Og þú mátt æpa á lög- regluna eins og þig lystir, drengur minn, það hjálpar ekki hætishót.“ „Hræddur við flengingu, ha?“ sagði lög- regluþjónninn. „Nokkrir skellir hafa aldrei skaðað neinn. Eg man, að eg fékk margan snoppunginn, eins og hver annar, þegar eg var strákur . . . . “ Hann hló glaðlega við. „En þetta er í fyrsta skipti, sem eg heyri strák hrópa á lögregluna af ótta við að fá rassskellingu heima. Eg verð að segja, að unglingarnir á vorum dögum . . . . “ „Einu sinni hringdi hann á brunaliðið, í þeirri veiku von, að eg hætti við að gefa honum ráðningu, sem hann verðskuldaði,“ mælti „faðirinn“ og hristi áhyggjufullur höfuðið. Lögregluþjónninn flautaði. I sama mund snéri vagnstjórinn sér að lionum og skaut inn í umræðuna: „Eg á sjálfur tvo yrmlinga heima. En ef þeir hefðu einhverntíma leikið mig jafn grátt og þessi pattormur hefur leikið for- eldra sína, síðan þeir kölluðu á mig, þá hefði eg talið mig hafa ástæðu til að hand- fjalla þessa drengi mína sérstaklega eftir- minnilega. Það getið þið bölvað yður upp á.“ „Þau myrtu mann í fyrri nótt,“ stamaði Buddy, „myrtu hann með hníf og skáru hann í bita, og. . . .“ „Nei, eru það nú hugsanir!“ sagði lög- regluþjónninn með vanþóknun í rómnum. „En bíðum annars við, — hef ég ekki séð þig fyrr, drengur minn?“ Það var grafarþögn stutta stund. Buddy jókst hugur að nýju. Loksins, loksins .... „Jú, reyndar, nú kannast eg við þig. Það varst þú, sem komst á stöðina í morgun með þessa sömu sögu. Eyðilagðir fyrir okkur dýrmætan tíma. Brundage sendi auk heldur mann til að rannsaka alla málavexti. Þvílíkur glópur! En þið hefðuð átt að sjá svip hans á eftir. Tómur þvættingur allt saman. Já, víst var það þú, eg sá þig sjálfur á stöðinni. Það féll í hlut eins félaga míns að fylgja þér heim .... Svo þið eruð for- eldrar kauðans?“ „Við mundum varla hafa blandað okk- ur í þennan skrípaleik að öðrum kosti,“ svaraði Jói ergilegur. „Já, já. Eg get fullvissað ykkur um, að eg hefi samúð með ykkur,“ mælti lögreglu- þjónninn. Hann bandaði fyrirlitlega með hendinni. „Og eg mun sannarlega ekki öf- unda ykkur af þessum syni.“ Leiguhíllinn hélt áfram lielför sinni. Buddy sat í hnipri milli fjandmanna sinna, sljór og yfirkominn af örvæntingu. Var eng- inn sá maður í veröld hinna fullorðnu, sem gat trúað honum? Varð maður að vera fullorðinn sjálfur, til þess að vera trúað, — til þess að fá einhvern til að hindra að maður yrði myrtur? Hann gerði ekki fram- ar nokkra tilraun til að kalla út um bíl- gluggann til vegfarenda, þótt einhverjir væru á stjái. Til hvers var það? Þeir vildu

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.