Nýjar kvöldvökur - 01.07.1955, Blaðsíða 31
N.Kv.
PITCAIRN-EYJAN
115
hús Christians. Brown kom síðastur. Þegar
hann var seztur hjá hinum, stóð Christian
upp, og skvaldrið í hópnum þagnaði.
— William, hefur þú sagt hinum livers
vegna við erum komin hér saman?
— Nei, herra. Eg áleit að það væri bezt,
að þii segðir þeim það.
Christian kinkaði kolli. — Eg hef kallað
ykkur öll saman, sagði hann, — til þess að
leysa vandamál, sem snertir hvern einasta
mann og konu hér á eyjunni. Williams hef-
ur misst konuna sína. Hann segir, að hann
verði að fá aðra konu. Hann þagnaði og
einhverjir heyrðust segja. — Hann fær
aldrei okkar konur.
— Hann vill fá Hutia, konu Tararns,
sagði Christian.
— Hana hefnr liann haft, þegar hann
hefur viljað, skaut einhver inn í.
— Williams reis snögglega upp og ætl-
aði að svara, en Christian stöðvaði hann.
— Það kemur okkur ekki við. En nú
krefst hann að fá liana á heimili sitt. Hann
krefst þess að hún yfirgefi mann sinn og
verði framvegis talin kona sín, og hann hef-
ur beðið mig að bera þetta mál undir at-
kvæði ykkar. Löngun hans til að fá konuna
er eðlileg. Undir venjulegnm kringumstæð-
um hefði það verið mál, sem honum einum
við kom, en eins og nú stendur á hjá okk-
ur, er það ekki einkamál. Deilur um kven-
fólk eru alltaf hættulegar, en í litlu þjóðfé-
lagi, eins og okkar, geta þær orðið örlaga-
ríkar. Maður þessarar konu er ættingi Mi-
narii, sem, eins og þið öll vitið, er siða-
vandur maður og höfðingi meðal sinnar
þjóðar. Haldið þið, að hann geti sætt sig
við að Williams taki konu Tararns, og hvað
mun Tararn sjálfur hugsa. Réttlætið er það
sama gagnvart okkur öllum. Blökkumenn-
irnir eru jafn næmir fyrir óréttlæti og Eng-
lendingar. Hér eru tveir þjóðflokkar og
ennþá hefur ekki komið til blóðugra á-
rekstra á milli okkar. Ef til orrustu kæmi
yrði afleiðingin algerð tortíming okkar
allra.
Christian þagnaði. Lágt skvaldur heyrð-
ist frá mönnunum, sem lágu í grasinu. Mills
talaði fyrstur máli vinar síns.
Ég er algerlega með John. Við erum þó
alltaf fremri blökkumönnunum.
— Alveg rétt, sagði Martin.
— Rétt? endurtók Mc Coy, — það get
ég ekki fallist á. Ég er algerlega á sama
máli og Christian. Það er ekki John að
þakka, þótt ekki hafi ennþá komið til á-
rekstra. Ég er ekki smásálarlegur. Williams
getur notið Mary með mér, ef liann vill.
— Hafðu Mary sjálfur, hreytti Willi-
ams út úr sér.
— Eruð þið tilbúnir til þess að greiða
atkvæði? spurði Christian. Munið að að-
eins einu sinni verður greitt atkvæði um
þetta mál. Við erum allir ákveðnir að hlýða
atkvæðagreiðslunni hvernig sem hún fer.
Þið, sem samþykkið að Williams fái konu
Tararnfe, réttið upp hendina. Aðeins Mills
og Martin réttu upp hendurnar.
— Við erurn sex á móti þremur Willi-
ams, sagði Christian. — Ég býst við, að þú
verðir síðar meir ánægður yfir þessum úr-
slitum.
— Ég skal beygja mig fyrir þessum úr-
slitum, sagði járnsmiðurinn dræmt.
Maí leið. í júnímánuði byrjaði veturinn.
Kaldir suðvestan stormar blésu án afláts.
Eftir sólarlag varð svo kalt í veðri, að fólk-
ið var fegið að halda sér innan dyra.
A þessuin kvöldum var ekki mikil glað-
værð í húsi járnsmiðsins. Frá þeim degi er
atkvæðagreiðslan fór fram, hafði hann ver-
ið fátalaður og þunglyndur. Mills reyndi
árangurslaust að lífga liann upp, en að lok-