Nýjar kvöldvökur - 01.04.1918, Blaðsíða 3
Hetjan í Klondyke.
Eftir Jack London.
4. KAFLI.
t*að var harðtroðin slóð á fljótinu og þurfti
því ekki á þrúgum að halda. Hundarr.ir hlupu
sex mílur á klukkutímanum til jafnaðar. Þeir
Harnish urðu að hlaupa til þess að fylgja þeim
eftir. Peir skiftust á að stýra sleðanum, því
það var erfitt verk. Sá, er hélt um stjórnvöl-
inn, varð að ganga á undan sleðanum og varð
því oft að gæta mestu varúðar að hann rækist
ekki á hæla sér, er hart var farið. Sá, er ekki
stýrði, drógst löngum aftur úr. Stundum settisl
hann á sleðann og hvíldi sig um hríð.
Þetta var erfitt ferðalag, en eigi að síður
sérlega skemtilegt. Feir geystust áfram og hin
harðtroðna slóð varð þeim að miklu liði. En
þegar að því kæmi, að þefr þyrftu að troða
slóð á undan hundunum, þá var ekki til þess
að hugsa, að fara harðar en þrjár mílur á
klukkustund. Pá kom ekki til mála að tylla sér
á sleðanum og þá var ekki hægt að hlaupa.
t*á varð annar altaf að ganga á undan hund-
unum og troða slóð og það var engan veg-
inn létt verk eða skemtilegt. Þá var eina hvíld-
in, sem þeir fengu, að halda um stjórnvölinn,
því það var þó miklu léttara heldur en að
troða slóð. Svo komu kaflar á leiðinni stund-
um svo mílum skifti, þar sem þeir urðu að
fara yfir jakahrúgur, og mátti gott heita, ef þeir
kæmust tvær mílur á klukkustund. Stundum
voru jakahrúgur þessar svo ósléttar, að þeir
komust ekki nema eina mílu á klukkutímanum
og urðu þó allþreyttir.
Þeir ræddust fátt við Harnish og Kama.
Störfum þeirra var þann veg farið, að þeim
gafst ekki tóm til þess, enda voru þeir engir
málskrafsmenn að eðlisfari, og síst þegar öðru
N. Kv. XII. 4.-5.
var að sinna, Þeir skiftust á einsatkvæðisorðum
við og við, er brýn nauðsyn bar til og leið
langt í milli, og Kama Iét sér oftast nægja að
rymja, er á hann var yrt. Einstaka sinnum
heyrðist urr og skrækir í einhverjum hundanna,
en annars fóru þeir Iöngum þegjandi. Þá heyrð-
ist ekkert annað en brestirnir í sleðanum og
brakið í snjónum. Það var eins og Elam Harn-
ish hefði orðið fyrir þeim undrum, er gamlar
þjóðsögur skýra frá, að hent hefði margan
mann, er þeir duttu ofan í djúpan brunn og
voru þá staddir í nýrri veröld. Auðnin og
kyrðin voru svo gagnólík hávaðanum og gaura-
ganginum á gildaskálanum. Alt var kyrt. Jukan
svaf vært undir þriggja feta þykkri ísbreiðunni.
Það var stafalogn og enginn blaktandi gufu-
hjúpur ulan um stofna grenitrjánna, sem uxu
báðumegin fljótsins. Trén stóðu eins og stein-
gerfingar undir snjódyngjunni, sem hlaðist hafði
á hinar mjóu greinar með slíkum þunga að
lá við broti. Við hinn minsta titring mundi
snjórinn hafa hrunið niður, en hann bifaðist
hvergi. Sleðinn var hið eina í þessari hátíð-
legu kyrð, sem virtist hafa líf og hreyfingu og
svarrhljóðið í meiðunum, sem fram kom er
þeir nudduðust við ísinn, gjörðu kyrðina um-
hverfis enti áhrifameiri. Auðnin var lífvana og
allir voru þar litir daufir. Enginn raki í lofti,
engin þoka, eða móða og þó var himininn
eins og náhjúpur. Þarna var að vísu engum
skýjum um að kenna, er drægju úr dagsbirt-
unni, en það vantaði sól til að auka hana. í
suðri fetaði sólin hægum öruggum skrefum að
hádegisstað, en jarðbungan olli því, að skugga
bar á Jukon-svellin. Þar var rökkur allan dag-
9