Nýjar kvöldvökur - 01.04.1918, Blaðsíða 4

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1918, Blaðsíða 4
66 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. inn. Fjórðung stundar fyrir hádegi komu þeir þar að, er bugða mikil varð á fljótinu og mátti þaðan sjá alllangt til suðurs. Sást þá of- urlítil rönd af sólunni yfir sjónarbaug. Og hún komst aldrei svo hátt á loft að hún sæist öll. Hún var litdauf og óskýr og kendi einkis yls í geislunum. Enginn fékk ofbirtu í augun af því að horfa á hana. Undir eins og hún var komin í hádegisstað, breytti hún stefnu og lötraði skáhalt ofan fyrir sjónarhringinn. Fjórð- ung stundar eftir hádegi skall rökkrið á ný. Mennirnir og hundarnir héldu lengra og lengra áleiðis. Harnish og Kama Iíktust báðir villumönnum í því, hve óreglulega þeir neyttu matar síns. Þeir gátu etið á ýmsum tímum. Stundum.átu þeir ákaflega mikið og stundum gengu þeir ákaflegan langan veg og neyttu einskis. Hundunum var aðeins einusinni á dag gefið að eta og fengu sjaldan meira en eitt pund af þurrum fiski hver. Reir voru oft hræði- lega hungraðir, en dugðu þó ágætlega. Peir höfðu það sameiginlegt við úlfana, forfeður sína, að meltingarfæri þeirra voru í fyrirtaks góðu lagi. Ekkert af fæðunni fór forgörðum. Hver einasta stnáögn matarins breyttist í orku. Harnish og Kama voru eins gjörðir að þessu leyti. Forfeður þeirra höfðu verið þrautsegir og sú þrautsegja hafði gengið að erfðum rnann fram af manni alt ti! þeirra. Hagspeki þeirra var ofur einföld og blátt áfram og hafði þær verkanir, að þeir gátu afkastað ótrúlega núklu, þó fæða þeirra væri af skornum skamti. Ekk- ert fór til ónýtis. Merglaus mentamaður, sem vanastur var að sitja við skrifborðið, mundi hafa mist allan þrótt og kjark, ef hann hefði átt að sæta annari eins meðferð og þeir Kama, þó þeim liði vel og væru til alls færir. Þeir vissu hverju máli það skifti, að vera altaf mátu- lega svangur, svo þeir gætu etið hvenær, sem vera vildi. Þetta hefir skriffinnarinn enga hug- mynd um! Þeir höfðu alla jafna góða matar- lyst og átu með græðgi alt, sem tönn á festi og aldrei veitti þeim örðugt að melta. Um nónbilið skall nátlmyrkrið á. Stjörn- arnar komu í ljós tindrandi skærar og virtust allnærri, og menti og hundar héldu leiðar sinn- ar í Ijósi þeirra eftir ísnum. Reir voru óþreyt- andi. Og það var ekki því að heilsa, að þeir þyrftu að flýta svona mikið för sinni aðeins þennan eina dag, heldur fóru á eftir fimmtíu og níu slíkir dagar. Það var ekkj á Elam Harn- ish að sjá, að hann hefði vakað alla nóttina við dans og svall. Tvær orsakir voru til þess. í fyrsta lagi hið óvenjulega þrek hans og í öðru lagi það, að slíkar nætur voru honum sjaldgæfar. Og þá komum við aftur að skrif- stofumanninum. Það mundi hafa haft verri á- hrif á hann að drekka einn kaftibolla að kveldi dags, heldur en heillar nætur sukk og svall hafði á Elam Harnish. Þeir félagar höfðu ekkert úr meðferðis, en undirvitundin hjáipaði Elam Harnish til að vita hvað tímanum Ieið. Þegar hann gjörði ráð fyrir að klukkan væri orðin sex, fór hann að litast um eftir náttstað. Þó varð hann fyrst að brjótast áfram heila stund yfir jakaruðning, áður en hann fann það, sem hann leitaði að, en það var tré, er lá þar fallið á fljótsbakkanum. Þeir viku sleðanum til hliðar og fóru upp á bakkann. Kama rumdi ánægjulega og þeir fóru að koma sér þar fyrir. Verkum var haganlega skift og vissi hver um sig vel hvað hann álti að starfa. Harnish tók sér öxi í hönd og hjó furutréð fallna til eldsneytis. Kama tók hina öxina i aðra hönd sér og þrúgu í hina og sópaði snjónum ofan af ísnum á litlum bletti. Var snjórinn tveggja feta djúpur. Svo hjó hann upp dálítið af klaka er nota skyldi til mat- suðu. Svo var kynt bál og þur birkibörkur notaður til uppkveikju. Elam Harnish sauð mat- inn, en Indíáninn leysti af sleðanum og gaf hvérjum hundi sinn skamt af þurrum fiski. Hann hengdi nestismalina upp í tré og bjó svo um, að hundarnir gætu ekki náð í þá. Svo feldi hann ungt furutré og hjó af því grein- arnar. Síðan tróð hann snjóinn á litlum bletti nærri bálinu þar til myndaðist harður flötur og raðaði greinunum þar ofan á. Þar á bar hann farangur þeirra Harnish og voru það þurrir sokkar, þur nærföt og hvílupokar.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.