Nýjar kvöldvökur - 01.04.1918, Blaðsíða 6
68
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
klukkan mundi vera hér um bil sjö. En stjörn-
urnar leiftruðu og tindruðu jafnskært og áður
og grænleitt norðurljósið kvikaði jafnt og jrétt
yfir höfðum þeirra, með daufum blossarákum.
Regar birta tók, sáu þéir hvar gaupa kom
hlaupandi. Hún stökk yfir slóðina rétt fyrir
framan trýnið á fremsta hundinum og hvarf
inn í hinn hvíta skóg. Rándýrseðlið í hundun-
um magnaðist við þessa sjón. Þeir ráku upp
öskur, lögðust fast á aktaugarnar og beygðu
til hliðar á eftir gaupunni. Elam Harnish veitti
örðugt að stilla æði þeirra og endaði su við-
ureign þann veg, að hundarnir veltu sleðanum
um koll. Ró urðu þeir loks að láta undan og
labba á slóðina og tóku síðan á sprett eins
og ekkert hefði í skorist. Gaupan var sú eina
lifandi vera, sem þeir höfðu séð þarna í auðn-
inni í tvo daga. Hún var léltstíg og mjúkfætt
og leið áfram eins og svipa.
Um hádegisbilið, gægðist sólin upp fyrir
jarðbunguna. Þá námu þeir staðar og kveiktu
eld þar á ísnum. Elam Harnish hjó með exi
sinni nokkra bita af gaddfreðnum baunapokan-
um og þíddu þeir baunirnar á pönnu. Annað
höfðu þeir ekki til matar. Peir hituðu ekki
kaffi, því Elam Harnish fanst ekki borga sig
að eyða tímanum í slíkan óþarfa.
Að kvöldi hins næsta dags höfðu þeir enn
farið fimmtíu mílur og tóku sér næturhvíld ná-
lægt Iandamerkjum Alaska og norðvesturlands-
ins. Pað, sem eftir var af leiðinni lá að mestu
leyti um Kanadaströnd. Elam Harnish hafði
gjört ráð fyrir að komast til Forty Mile á
fjórða degi ef vegurinn yrði góður og eigi
hamlaði illveður. Kama var kalinn nokkuð í
andliti og sár fyrir brjósti. En eigi lét hann
það á sig fá. Lofteldur var stálhraustur og
þótti Kama það enginn vegsauki, að bera sig
miklu ver enn hann.
Kvöldið sem þeir tóku sér náttból við
mynnið á Klondike-ánni, fór Elam Harnih ekki
strax að sofa eftir að lokið var venjulegum
kvöldverkum. Ef einhver hvítur maður hefði
verið þar nærstaddur, mundi hann hafa sagt,
að það væri gróðavonin, sem varnaði honum
svefns. Hann batt á sig þrúgurnar, og skund-
aði burt þaðan er hundarnir lágu samanhnipr-
aðir, Kama svaf í poka sínum og dróg djúpt
andann. Fyrst lá leið hans upp bratta brekku
og svo kom hann á breiða sléttu. Óx þar svo
þéttur furuskógur að hann byrgði alt útsýni.
Hann fór yfir þvera sléttuna og tók að klifra
upp bröttu fjallshlíðina hinumegin. í austur gat
að líta Klondike-ána og í suðri Jukanfljótið,
sem rann í latigri bugðu og myndaðist rétt
horn við ármótin.
Elam Harnish gaf fjallinu lítinn gaum, því
hann hafði allan hugann við hina miklu sléttu,
er var umkringd vötnum til beggja hliða og
mátti þar verða hið bezta skipalægi.
»Já, þetta er gott bæjarstæði,* tautaði hann.
»Hér er nóg rúm fyrir verbúðir handa fjöru-
tíu þúsundum manna. Finnist gull, þá er alt
gott.« Hann varð hugsi um hrt'ð. »Fáist tíu
dollara virði af gulli í hverja pönnu mun það
duga. F*á munu verða meiri fólksflutningar en
þekst hefir áður í Alaska. Og verði ekki reist-
ur bær hér, þá verður það einhversstaðar hér
á næstu grösum. Það mun áreiðanlega borga
sig að hafa augun á byggingalóðum hér upp
eftir öllum götum.
Hann stóð kyr um hríð og horfði yfir
hina eyðilegu sléttu og var að hugsa um,
hvernig alt svæðið mundi iíta út, þegar menn
færu að þyrpast þangað og setjast þar að.
Hann ákvað í huganum sögunarmillunum stað,
sömuleiðis búðunum, geymsluhúsunum og
gildaskálunum og gjörði ráð fyrir löngum stræt-
um með gullgrafarahúsum til beggja hliða.
Hann sá þúsundir manna á gangi fram og aft-
ur um götur þessar og fyrir framan búðirnar
voru stórir sleðar hlaðnir farmi og gengu marg-
ir hundar fyrir þeim. Já, hann sá menn aka
þessum þungu ækjum niður aðalstrætið og
stefna upp eftir Jukonfljóti til þess staðar, er
gullið mundi finnast á.
Hann hló, og hratt frá sér hugsýn þessari.
Svo labbaði hann aftur ofan á sléttuna og til
náttbóls síns. Fimm mínútuin síðar en hann
fór í hvílupoka sinn, opnaði hann augun og