Nýjar kvöldvökur - 01.04.1918, Side 7

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1918, Side 7
HETJAN í KLONDYKE. 69 reis upp og furðaði stórum, að hann skyldi ekki vera sofnaður. Hann leit á Indíánann, sem lá sofandi við hlið honum, eldsglóðirnar, sem voru að kulna, hundana, sem lágu þar skamt frá og huldu trýnin undir kafloðnum úlfaskott- unum og á þrúgurnar, sem stóð upp á end- ann í snjónum. »F*að er þessi árans gróðavon, sem aldrei iætur mig í friði,« taulaði hann. Svo fór hann að hugsa um »poker«-spilið. »Fjórir kóngar!* Hann glotti við. »Já, það var geysilegt happ!« Svo lagðist hann aftur niður, dró poka- opið saman um háis sér og lét eyrnhlífarnar koma þar undir, og nú sofnaði hann. 5. KAFLI. Þeir fengu sér nesti í Sixty Mile, bættu nokkrum pundum af bréfum við og héldu svo hiklaust á stað. Þaðan lá engin slóð ogbjugg- ust þeir ekki við að geta notið neinnar slóðar til Dyea. Elam Harnish barst vel af, en Kama þoldi öllu miður þetta afskaplega áframhald. Honum þótti ekki sæma að kvarta, en lungu hans höfðu ofkælst dagana, sem kaldast var, og bar hann þess nú svo óræk merki að eigi var hægt að leyna því. Kuldinn hafði deytt yztu frumurnar í Iungnavefnum og þegar þær fóru að detta af, fékk hann vondan, þurran hósta, Fór hóstinn vaxandi og varð að lokum óþolandi. f*ó bar hann sig vel og vildi ekki láta hlífa sér við neinu af því, er honum bar að gjöra. Og svona héldu þeir áfram dag eftir dag. Stundum skilaði þeim vel áfram, en stundum komust þeir ekki nema örfáar mílur sökum ó- færðar. Altaf varð annar þeirra að troða slóð fyrir hundana og altaf urðu þeir að ganga á þrúgum. Þegar þeir komu til Selkirk, sem er kaupstaður nálægt Þelly-ánni, stakk Élam Harn- ish upp á því, að Kama settist þar að og hvíldi sig þar til hann kæmi aftur frá Dyea. Þar var á flækingi Indíáni nokkur frá Le Barge vatni og kvaðst hann fús til að fara með Harn- ish. En Kama vildi ekki heyra það nefnt. Hann rumdi óánægjulega og þar við sat. Elam fékk þar aðra hunda og skildi sína hunda þar eftir, því þeir voru langþreyttir orðnir og þörfnuð- ust hvíldar. Svo ætlaði hann að nota þá þaðan á heimleiðinni. Nú hafði hann sex hunda ó- lúna, en þó gekk ferðin oft ógreiðlega sökum þess, að engin slóð var. Hann ákvað nú að halda skyldi áfram þrettán stundir á dag, en áður höfðu þeir haldið áfram 12 stundir. Þeir voru að vísu komnir lengra áleiðis, en ráð var fyrir gjört að þeir yrðu þann dag, en El- am Harnish vissi að færðin mundi verða enn verri með köflum og þá mundi sá tími eyðast, er þeir höfðu sparað til þessa. Og nú héldu þeir enn áfram dag éftir dag. Kuldinn var altaf geysimikill og stundum var færðin svo slæm, að þeir urðu að bera sleð- ann á milli sín því hundarnir gátu ekki dreg- ið hann. Svo þegar vegurinn batnaði á köfl- um, reyndu þeir að vinna upp tafirnar með því að hraða sér enn meira og vera lengur á ferðinni dag hvern. Heilsa Kama fór sí hnignandi og kom þar að lokum, að hann gat ekki farið á undan og troðið slóðina. Varð því Elam Harnish að gjöra það allan daginn. Hann virtist ódrepandi og bar aldrei á, að hann þreyttist til muna. Slíkt þrek og slíka þrautsegju hafði Kama al- drei þekt, enda var hann farinn að dást að hon- um og tigna hann eins og guð. Einu sinni hreptu þeir stórhríð, og þann dag fóru þeir lengra en fyrirhugað var. Það var í Chilcootskarðinu. Elam Harnish vildi ekki hafa þar náttból í slíku veðri og bjóst við að betra mundi hinumegin skarðsins. Þessi fjalla- för varð Kama svo örðug að daginn eftir gat hann í hvorugan fótinn stigið. Elam Harnish varð nú að gegna störfum þeirra beggja á án- ingarstað. Að þeim loknum týgjaði hann hund- ana, vafði öllum svefnpokunum utanum Kama og batt hann ofan á sleðann. Nú gjörðist veg- urinn greiðari, enda var þá skamt ófarið til Dyea. Eigi hægði hann heldur á sér við þetta, en ók á harða spretti og létti eigi förinni fyr en þeir kornu til Dyea, sem stendur við sjó.

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.