Nýjar kvöldvökur - 01.04.1918, Side 12

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1918, Side 12
74 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. væri ekkert sérlega fágað. Tiilagan var sam- þykt í einu hljóði. Elam Harnish glotti, gekk að kúluborðinu og keypti stóra hrúgu af gulum spilapeningum. Tæpum tíu mínútum síðar fór hann þangað, sem vogin var. Rar var polci hans fyltur gull- sandi og annar í viðbót. Hann hafði unnið tvö þúsund dollara. Hamingjan var honum hliðholl, þó ekki væri nema um stundarsakir. Sigurfögnuður hans óx stórum. Hann naut lífsins og þetta kvöld var honum dýrðleg stund. Svo snjöri hann sér að félögum sínum, sem óskuðu honum að vísu allra heilla, en höfðu þó ýmislegt að athuga við framkomu hans. »Nú má sigurvegarinn borga,« sagði hann. Og þeir létu undan. Það var ómögulegt að hafa á móti því, sem Lofteldur vildi, þegar hann lét gleðibylgjur Íífsins hossa bátnum sín- um og knúði fast árarnar, Klukkan eitt um nóttina sá hann Elías Da- wis reka Henry Finn og Jóa Hines fyrrum skógarhöggsmenn til dyra. Harnish hefti för þeirra. »Hvert ætlið þið, piltar?* spurði hann og reyndi að tosa þeim að veitingaborðinu. »í rúmið,* svaraði Elías Dawis. Pað var holdskarpur maður og hann tók mikið upp í sig. Hann var frá Nýja-Englandi. Pað var eng- in ferðafýsn til í neinum í hans ætt, nema honum einum og var þó ættin fjölmenn. Hann hafði heyrt rödd kalla á sig úr vesturvegi og hann gegndi kallinu. »Nú skulum við fara,« sagði Jói Hines og var eins og hann væri að biðja afsökunar. »Við ætlum burt snemma í fyrramálið.« En Elam Harnish hefti enn för Jjeirra. »Hvert? Er það nokkuð æsandi?* »Ekki hið minsta,« svaraði Elías. »Við ætl- um aðeins að fara og vita, hvort við höfum nokkuð upp úr því, sem þú kallar gróðaviss- una þína. Vilt þú koma með okkur.« »Pað vil eg,« sagði Elam Harnish. En Elías hafði spurt hann í gamni og lézt ekki heyra svarið. »Við ætlum áð reyna við Stewartána,« sagði hann. »AI Majo hefir sagt mér, að þegar hann fór niður Stewartána fyrsta sinn, hafi hann séð rif þar í ánni, sem litu út fyrir að vera gull- auðug. Þangað ætlum við að fara og rannsaka þetta á meðan ís er á ánni. Heyrðu nú, Loft- eldur, og taktu vel eftir orðum mínum. Sá tími mun koma, að menn fara að grafa á vet- urna. Þá munu menn brosa að okkur fyrir það, að við skyldum vera að bagsa við þetta á sumrin og velta okkur í leðjunni.* í þann tíma datt engum Jukonbúa í hug, að vinna að gullgreftri að vetri til. Jörðin var ein klakahella neðan frá klöpp og upp úr, stál- hörð og óvinnandi reku og mölbrjót. A sumr- in var mokað ofan af jafnharðan og sólar- geislarnir unnu á klakanum. Pá var grafið gull úr jörðu. Á veturna fluttu þeir að sér matvæli, fóru á elgsdýraveiðar, undirbjuggu alt undir sumarvinnuna, og eyddu svo hinum leiðinlegu og dimmu dögum, sem afgangs urðu í slæpingi í hinum stærri verbúðum, eins og Cirkle City og Forty Mile. »Já, vissulega verður farið að grafa gull á veturna,« sagði Elam Harnish. »Bíðið við þangað til gullið mikla finst upp með fljótinu. Pá skulöð þið fá að sjá nýja aðferð við gull- gröft, piltar! Pví skyldum við ekki geta þýtt jörðina með viðareldi, grafið námugöng nið- ur á klöpp og svo útundir. Pað þarf ekki að fella tré. Leirinn og mölin, sem grafið verður undir, hrynur ekki niður, því það helst frosið þangað til sjálft Helvíti frýs og skólpið þar verður að ísrjóma. Já, á ókomnum tíma munu menn vinna að gullgreftri hundrað fet niðri í jörðunni og græða á því. Vissulega fer eg með ykkur, Elías.* Elías hló, náði í félaga sína og reyndi enn að komast út. »Bíddu við!« kallaði Harnish. »Petta er alvara.« Peir snjöru sér snögglega við allir þrír og litu á hann. Svipur þeirra lýsti gleði, undrun og efa. »Farðu burt, þú ert að gabba okkur,« sagði Finnur, annar skógarhöggsmaðurinn. Hann var

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.