Nýjar kvöldvökur - 01.04.1918, Side 15
HETJAN I KLONDIKE.
77
stórt spilahús. Himininn var þakið, suðurland-
ið annar stafninn, og norðurljósið hinn. Par
mundi verða spilað stórkostlegt spil, svo stór-
kostlegt, að engan annan þarlendan mann hafði
dreyrnt um því líkt. Og Elam Harnish ætlaði
sér vissulega að taka sjálfur þátt í því spili.
Annars gat hann ekki skýrt þetta með öðr-
uin hætti en þeim, að hann fyndi það á sér.
Og vissulega mundi þetta koma fram. Ef hann
hafði góð spil á hendi, þá tefldi hann seinasta
skilding sínum í tvísýni, og á sama hátt tefldi
hann lífi og heilsu í tvísýni í þeirri von að
síðar mundi finnast mikið gul! þar í grend.
Og þess vegna þrammaði hann með félögum
sínum á þrúgum og með hunda og sleða upp
eftir Stewart-fljótinu, braust áfram lengra og
lengra yfir hina hvítu eyðimörk. Par ríkti há-
tíðleg þögn og var aldrei rofin, hvorki af
mannamáli, axarhljóði né byssuskotum ífjarlægð.
Alstaðar hátíðleg dauðaþögn og alt keyrt í
klakadróma. Engar lifandi verur á ferli, nema
þeir, agnar litlar mannskepnur, sem skriðu
nokkra tugi mílna á dag, bræddu ísinn til
drykkjar, og gjörðu sér náttból í snjónum. Pá
hnipruðu hundarnir sig saman alhélaðir og átta
þrúgur voru reistar upp á endann á hlið við
sleðana.
Hvergi sáu þeir neitt til mannaferða, en
fundu þó einusinni flatbotnaða ferju, sem hafði
verið skilin eftir á hæð við fljótið og var flaust-
urslega smíðuð. Sá, sem hafði skilið þarna við
hana, hafði aldrei komið aftur að sækja hana,
hver sem það nú var. Pá furðaði á þessu og
þeir héldu áfram. Einu sinni fundu þeir rústir
af Indíánaþorpi, en Indíánarnir voru horfnir.
Þeir voru sjálfsegt komnir upp að upptökum
Stewart-árinnar á elgsdýraveiðar. Tvöhundruð
mílum ofar en Jukon og Stewart renna saman,
fundu þeir sandrif og sagði Elías að það hlytu að
vera rif þau, sem A1 Majo hafði minst á. Og
þarna settust þeir svo að og bjuggust við að
dvelja þar um tíma, og bjuggu til einskonar,
byrgi upp í trjátoppum á hæð einni mikilli og
létu þar í matvæli og höfðu þennan umbúnað
til þess, að hundarnir næðu ekki í matinn.
Svo fóru þeir að vinna þarna í rifunum og
vinna þeirra var slík, að höggva klakann ofan
af malarlaginu.
Pað var erfitt líf og lítilþægt. Pegar búið
var að snæða morgunverð, var tekið til vinnu,
í daufri morgunskýmunni, og þegar nóttin skall
á, bjuggu þeir til matinn og unnu önnur nauð-
synjaverk, reyktu og röbbuðu stundarkorn og
skriðu svo í hvílupokana og sofnuðu. Norður-
Ijósin loguðu upp yfir þeim og stjörnurnar
glitruðu og sindruðu í hinu mikla frosti. Fæð-
an var einskorin. Peir borðuðu brauð og var
degið sýrt, »fleskc og baunir og einstaka sinn-
um hrísgrjón blönduð þurkuðum plómum.
Nýtt kjöt fengu þeir ekki, því þar er mjög fá-
skúðugt dýralíf. Við og við fundu þeir hreysi-
kattar og snæhéraslóðir, en að þessu undan-
teknu var því líkast sem allar lifandi verur hefðu
flúið úr landi. Peim kom þetta ekki á óvart.
Pað hafði hent þá áður hvað eftir annað, er
þeir voru á ferð, að alt var krökt af villidýr-
um, hvar sem þeir fóru, en árið eftir, er þeir
komu á sömu slóðir, sást ekkert einasta lifandi
kvikindi.
Peir fundu gull í rifunum, en ekki svo
mikið, að það borgaði sig að grafa. Einn góð-
an veðurdag var Elam Harnish að eltast við
elgsdýr og var kominn 50 mílur burt frá að-
seturstað þeirra. Kom hann þá í vík eina stóra,
tók þar sand, hafði heim með sér og þvoði
og leist vel á. Þeir beittu síðan hundunum
fyrir sleða og héldu þangað, en höfðu lítinn
farangur meðferðis. Par kyntu þeir elda og
reyndu að þýða jörðina og grafa göng niður. Eru
líkindi til að þeir hafi verið fyrstu mennirnir,
sem reyndu þelta þar við Jukon. Elam Harnish
átli þessa hugmynd. Fyrst pældu þeir mosann
og grasrótina ofan af og síðan báru þeir að
þurrar furugreinar og kveiktu í þeim. Pegar
eldurinn hafði brunnið 6 stundir, var þiðnuð
átta þumlunga þykk skán af malarlaginu. Peir
mokuðu því burt, sem laust var orðið, og
kyntu svo bál á ný. Þeir unnu hvíldarlaust frá
morgni til kvölds. Hepnin fylti þá eldmóði.
Pegar þeir voru búnir að grafa 6 feta djúpa