Nýjar kvöldvökur - 01.04.1918, Page 16

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1918, Page 16
78 NÝJAR K ÖLDVÖKUR. gryfju niður í gegnum frosna mold, komu þeir ofan á möl og var hún líka frosin. Rá fór að verða óþægilegra að vinna. En þeim lærðist skjótt að hagnýta eldinn betur, og tókst bráð- lega að þýða 5 til 6 þuml. þykka skán í einu. Rað var smátt gullduft í þessari möl, og þegar komið var tveimur fetum lengra niður, tók enn við moldarlag. Regar gryfjan var orðin sautján feta djúp, fundu þeir mjóa malarrák og í henni var stórgerðara gullduft og fengust sex til átta dollara virði úr hverri pönnu. Rar undir var enn moldarlag og voru þar í sanianfergðir stofnar af gömlum trjám og steingjörðir bein- köglar úr ófreskjum, sem uppi höfðu verið endur fyrir löngu. En gull höfðu þeir fundið — stórgert gullduft — og var ekki ástæða til að ætla að þykk gullskán hefði myndast ofan á klöppinni, sem tók við einhversstaðar þar fyrir neðan? Og þeir ætluðu sér að komast ofan á klöpp, þó það væru fjörutíu mílur þangað niður. Peir skiftu liði og grófu nú tvær gryfjur og unnu nótt og dag og sífelt lagði reykinn af báli þeirra til himins. Pá varð það litlu síðar, að baunabyrgði þeirra tók mjög að ganga til þurðar. Var þá Elías sendur til aðaldvalarstaðarins að sækja mat. Pað var hundrað mílna ferð frani og aft- ur, en hann hét þeim að koma aftur á þriðja degi. Hann bjóst við að komast þangað á dag af því sleðinn var tómur og heim aftur á tveimur dögum, því þá gjörði hann ráð fyrir að hafa þungt æki. En það fór svo, að hann kom aftur að kvöldi annars dags. Peir voru nýlagstir fyrir, þegar þeir heyrðu til hans. »Hver skrattinn gengur nú 'að?« spurði Henry Finn, þegar Elías kom með tóman sleð- ann inn í eldsbirtuna, og hann sá að langa og alvarlega andlitið á honum var ennþá lengra og alvarlegra, en það var vant að vera. Jói Hines fleygði spýtum á glóðina, og þeir vöfðu allir um sig svefnpokunum og færðu sig nær eldinum á meðan Elías sagði þeim sögu sina. »Munið þið eftir stóru furutrénu, sem mest- ur þungi forðabúrs okkar hvíldi á, þeim meg- in, er að fljótinu vissi?« spurði hann. Óhappasagan var fljótsögð. Þetta stóra tré, er virtist svo traust að það átti að geta staðið öldum saman, hafði verið eitthvað veiklað, þó ekki bæri á því og ekki verið svo rótfast orð- ið sem skyldi. Forðabúrið og vetrarsnjórinn höfðu reynst því of þungbyrði. Pað hafði mist jafnvægið og oltið um koll með braki og brestum og forðabúrið hafði orðið því sam- ferða. Og af þessu leiddi svo að horfur þess- ara fjögurra manna og ellefu hunda breyttust mjög til hins verra. Peir höfðu mist matar- forða sinn. Búrið hafði brotnað. Urðarkettir höfðu komist í matinn og etið sumt, en spilt hinu. »Peir hafa etið alt fléskið og plómurnar, sykrið og hundamatinn,* sagði Elías. »Og það veit hamingjan, að þeir hafa nagað göt á pok- ana og dreift mélinu, baununum og grjónun- um út um alt. Eg fann tóma mjölpoka, sem þeir höfðu dregið langt burt.« Svo leið alllöng stund, að enginn mælti orð. Petta var í raun og veru stórslys, er þá hafði hent, að missa matarbyrgðir sínar um hávetur og vera staddur í helköldu landi Iangt frá öllum mannabygðum. Þeir þögðu ekki fyrir ótta sakir, en þeir urðu að gjöra sér grein fyr- ir hættunni og hugsa um hvað gera skyldi. Jói Hines tók fyrstur til máls: »Við getum skolað snjónum burt og náð í baunirnar og grjónin þó ekki væru eftir nema 8 — 10 pund.« »Og einhver okkar verður að taka hundana og aka ofan til Forty Mile,« sagði Elam Harnish. »Pað get eg gjört,« sagði Finnur. Svo hugsuðu þeir málið enn um stund. »En á hverju eiga hundarnir, setn eftir verða, og þrír menn að lifa á meðan?« spurði Hines. »Pað er ekki nema eitt, sem hægt er að gjöra,« sagði Elías. »Pú verður að taka hinn hundahópinn, Jói, og aka upp eftir Stewart þar til þú finnur þá þessa Indíána. Svo kemur þú aftur með sleðann hlaðinn kjöti. Pú verð- ur kominn aftur löngu áður en Henry er vænt- anlegur frá Sixty Mile. Á meðan þið eruð á ferðalagi þarf ekki að hugsa fyrir mat handa fleirum en okkur Lofteldi, og við verðum að komast af með lítið.« »Og svo förum við allir saman snemma í fyrra málið niður þangað, sem forðabúrið er og skolum snjónum burt til þess að vita hvað eftir er af mat,« sagði Elam Harnish. Að því mæltu hallaði hann sér út af og sveipaði um sig pokunum. »Okkur væri betra að fara að sofa, svo við gætum farið snem na á stað,« bætti hann við. »Pið Jói og Finnur getið fylgt hundunum eftir. Við Elías tökum á okkur smá króka til beggja hliða og reynum að ná okkur elgsdýr.« (Framh.)

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.