Nýjar kvöldvökur - 01.04.1918, Síða 18
80
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
ha, ha!« Ríkarður hló hátt, því ofsi hans var
farinn að lægjast. Reiði hans var venjulega of
æst til þess að hún gæti orðið langgæð.
Læknirinn horfði á hann undrandi með svip,
sem eigi var laus við fyrirlitningu. Svona snögg
umskifti á skapsmunum eru eigi almenn í Aust-
urlöndum. Hlátur karlmanna þykir þar og frem-
ur auðvirðilegur. Þykir hann einkum eiga
heima hjá kvenfólki og börnum.
Regar konungur hafði sansað sig og var
orðinn spakari, tók læknirinn aftur til máls:
»Líflát ætti enginn að láta fara fram með hlæj-
andi andliti. Lát því þjón þinn vona, að þú
gefir honum líf þessa manns.*
^Rú skalt fá þúsund fanga leysta út i stað
hans, og geta þannig látið farafjölda landa þinna
frjálsa til heimila sinna,« sagði konungur. »Af
Iífi þessa manns hefur þú ekkert gagn, enda
hefur hann fyrirgert því.«
»Allir menn hafa fyrirgert lífi sínu,« svaraði
Hakim og lyfti upp hendinni. »En hinn mikli
dómari er miskunsamur og gengur eigi ríkt
eftir skuldinni fyrir afbrot vor — eða á versta
tíma.«
»Þú getur eigi sannfært mig um, að þú hafir
nokkurn ávinning af því að þrengja þér milli
mín og réttvísinnar, sem eg sem krýndur kon-
ungur hefi svarið að halda uppi.«
»Með eiði hefir þú jafnhliða heitið því að
sýna miskunsemi. En hlustaðu nú á mig, mikli
konungur: Þú hefir mikla ástríðu til að lúta í
engu annara vilja en þínum eigin, en eg get
gefið þér gilda ástæðu fyrir, að mér hlýtur að
liggja þetta mál mjög á hjarta, og hún er sú,
að það getur varðað líf margra manna að þú
gefir mér líf þessa eina manns.«
»Skýrðu þetta nánar, en ímyndaðu þér samt
ekki, að þú getið gabbað mig með uppspuna
frásögnum.«
»Ekkert er fjær þjóni þínum,« svaraði lækn-
irinn. »Svo vil eg skýra þér frá því, herra
konungur, að lyf það, sem hefir gefið þér
heilsuna, og mörgum á undan þér, er framleitt
af töfragrip, sem hefir undraverð yfirnáttúrleg
áhrif, og sem stjórnast af ósýnilegum verum
eftir ákveðnum reglum. Eg er aðeins vesælt
verkfæri, sem hef fengið nokkra þekkingu og
reynslu að nota þennan töfragrip mönnum til
heilsubótar. Reynslan hefur sýnt, að það er
hægt að setja saman töfragrip, sem hefir þessa
eiginleika; en fáir hafa árætt að taka þennan
hulda kraft í sína þjónustu. Hver sá sem áræð-
ir að nota slíka lækninga-aðferð, verður að búa
sig lengur undir það með föstum og bæna-
haldi og strangri reglusemi í öllum lifnaðar-
háttum, svo verður hann að lækna eða hrifsa
úr dauðans greipum að minsta kosti tólf menn
mánaðarlega, annars missir töfragripurinn sín
læknandi áhrif og ekki einasta það heldur mun
sá er síðast var læknaður bíða bana innan árs.
Yfirstandandi mánuð vantar mig eitt mannslíf
að frelsa til að ná fullri tölu og nú bið eg um
líf hins dómfelda riddara.*
»Farið út í herbúðirnar, minn góði læknir,
þar er nóg af sjúkum mönnum. Það sæmir
eigi jafnmerkum lækni og þú ert að gera lil-
raun að svifta böðulinn vellaunaðri atvinnu.
Svo fæ eg heldur eigi skilið, hvernig lífgjöf
glæpamanns getur fylt tölu þeirra, sem fá dá-
samlega lækningu fyrir kraft kynjalyfsins.*
»Það er svo margt, sem við fáum eigi skil-
ið. En það vil eg segja þér, að í morgun varð
mér það á að snerta óhreint dýr og það útaf
fyrir sig, gerir mig ófæran til að framkvæma
fleiri Iækningar að svo komnu. Spurðu mig
því eigi frekar, það ætti að vera nægilegt að
eg fullvissa þig um, að með því að gefa mér
líf riddarans, með því víkur þú af braut þinni,
mikli konungur, og af vegi mínum, þíns auð-
mjúks þjóns, stórri yfirvofandi hættu.«
»Taktu eftir orðum mínum, Hakim,« svar-
aði konungur. »Mig undrar það eigi, að lækn-
ar tali á huldu og miklist af því að sækja að
nokkru leyti vísdóm sinn til stjarnanna, en eigi
þarft þú að ímynda þér, að þú skelfir Ríkarð
Plantagenet með því að spá honum óhappa.
Og vita mátt þú, að þú talar hér eigi við neinn
óvita eða gamalmenni, sem farið er að ganga
í barndómi og hrekkur við, ef héri stekkur
fram hjá honum eða hrafn gargar.«