Nýjar kvöldvökur - 01.04.1918, Síða 22

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1918, Síða 22
84 NÝJAR KVÖLDVÖKUR.1 innilega og eg megna að vera miskunsamur gagnvart kristninni, Englandi og þér sjálfum.« »Upp með þig!« sagði konungur og rak munkinn á fætur. aRað sæmir ekki að kné þau, sem svo oft beygja sig fyrir almættinu, séu beygð fyrir dauðlegum manni. — Hvaða hætta vofir svo yfir oss, æruverði faðir, og hvenær hefur valdi Englands hnignað svo, að tómt mikillæti úr nýbökuðum hertoga skáki því og Englands konungi.« »Eg hefi frá mínum þrönga turnklefa á klettasnösinni athugað stjörnuskara himinsins, þegar hann um miðja nótt ræðir um vísdóms- full málefni og veitir þeim fáu, sem skilja þeirra tákn, vísdóm og þekkingu. Rar 'nefi eg' fengið vitneskju um, að óvinur situr á svikráðum við þig. Óvinur, sem vill niðurbrjóta sæmd þína og jarðneska velferð. Djöfullinn blæs honum þeim hrekkjabrögðum í brjóst, sem geta ollað þeim hættum er niðurbrjóti dramb þitt og þig sjálfan, ef þú eigi beygir þína óstýrilátu geðs- muni undir Iögmál skyldunnar og réttlætisins.* »Hættu slíku hjali, það eru heiðnir örlaga- dómar, sem þú ert að fara með. Kristnir menn fást eigi við þá og heilbrigðir menn trúa ekki á þá. Þú ert farinn að ganga í barndómi gamli maður.t »Eg að ganga í barndómi, nei, ekki er nú svo mikið um. Eg þekki ástand mitt til hlýt- ar og veit, að mér er lánað nokkurt vit, ekki til að hafa það til eigingjarnra framkvæmda, heldur til þess að vinna að eflingu og útbreiðslu kristilegrar kirkju. Eg er eins og blindi mað- urinn, sem heldur á blysinu fyrir aðra, en nýt- ur sjálfur einskis góðs af Ijósinu. Spurðu mig um hvað sem vera vill kristinni kirkju og þess- ari krossferð til gengis og eg mun svara, sem spakur ráðgjafi, en talir þú við mig, um mína auðvirðilegu persónu, þá mun eg svara sem geggjaður vesalingur og afhrak eins og eg aðsumuleyti er.« »Eg ætla mér ekki að þessu sinni að slíta einingarbandinu milli krossfararhöfðingjanna,« sagði konungur og var nú mýkri í máli. »En hvaða bætur getur þú boðið fyrir þá smán, sem mér hefur verið gerð?« »Einmitt um það atriði hefir höfðingjaráð- ið falið mér að tala. Filip Frakkakonungur kallaði ráðið saman, og það hefir gert sínar ákvarðanir í þessu máli.« »Rarna sér maður að eitthvað er hér á annan veg en eðlilegt væri — og merkilegt er, að aðrir en konungur Englands taki að ræða um úrlausn máls, sem snertir móðgun við Eng- landskonung. »Ef til vill er það áform þeirra að verða fyrri til að bjóða fullar móðgunarbætur, en þú að gera kröfur,« svaraði einbúinn. tRar eru allir sammála um að fáni Euglands verði nú þegar reistur aftur á hæð hins helga Georgs, og þeir lýsa banni og bölvun yfir hinum ó- svífnu glæpamönnum, sem svo fúlmannlega hafa móðgað England og þeir leggja háa fjár- upphæð til höfuðs óbótamanninum, sem þeir munu umsvifalaust lífláta, jafnskjótt og hann finst.« »Og hvað segir hertoginn frá Austurríki?* spurði konungur, »því á honum hlýtur að Iiggja sterkur grunur um, að hann sé foringi þessa skammarstryks.« »TiI þess að afstýra öllum flokkadráttum í hernum, býður hertoginn að vinna hverja þá sýknu athöfn, sem hinn æðsti biskup leggur á hann.« »Þorir hann að ganga á hólm upp á sýknu sína?« »Hann hefir svarið að bera eigi vopn á móti öðrum krossförum og ráðið leyfir eigi slíkt.« »Retta blessað ráð leyfir hvorki vopnavið- skifti við Saraceana eða nokkra aðra, en lát- um nú svo vera. Rér hefur auðnast að sann- færa mig um, að það væri hyggilegt að breyta þeirri aðferð, sem eg í fyrstu hafði hugsað mér, því léttara mun vera að kveikja blys í vatnspytti en vekja sannleiks.reista í tilfinninga- lausum þorpara. Frá Austurríki er engrar sæmd- ar að vænta. En réttast er að hertoginn verði

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.