Nýjar kvöldvökur - 01.04.1918, Qupperneq 23

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1918, Qupperneq 23
KYNJALYFIÐ. 85 meinsærismaður, og eg krefst þess að hann vinni eið að sakleysi sínu.« »Tortryggið hertogann eigi uin of, konung- ur, því að enn er hulið hver sá seki er,« sagði einbúinn. Svo stóð hann um stund sokkinn ofan í hugsanir sínar og horfði til jarðar og mælti síðan: »Himininn, sem þekkir vanmátt vorn í hinu góða og göfuga tekur oft viðleitni vora til að lúta hans vilja, fyrir fulla hlýðni, og hann hefir nú frestað lífs þíns sorglegu endalokum. Mað- urinn með ljáinn bíður við, þótt ráðið sé að gera konunginn með ljónshjartað eins lítilmót- legan og hinn aumasta alþýðumann.* »En Ijóma skal af æfibraut minni leggja, þótt stutt verði,« sagði Ríkarður. »Æ, göfugi konungur,« sagði einbúinn, og tár komu í augu hans, sem þó eigi var algengt. »Stutt og ömurleg verður æfi þín hér eftir, niðurlæging, slys og fangavist bíða þín áður en þú leggst í gröf þína án afkomenda, og án þess að nndirsátar þínir syrgi þig, því þú hefir fátt unnið þeim til hagsælda, en þreytt og útpínt með hernaði. »Frægðarorð mun þó fylgja mér í gröfina og tár drotningar hjarta míns. Sú vissa er huggun, sem þú þekkirekki munkur.« »Heldur þú að eg viti ekki eða skilji, hvers virði lofstýr skáldanna og ást konunnar er?« svaraði Theodorik með leiftrandi augnaráði, Hann rétti frá sér sína horuðu handleggi og mælti »Hið sjóðheita blóð í æðum Ríkarðar konungs er ekki göfugra en mitt eigið dauða- blóð. Pví þótt það sé lítið og kalt er það þó frá Lúsignans konunglega blóði og af sömu ætt og hinn heigi og hrausti Gottfreð. Eg er — það er að segja eg var meðan eg ferðað- ist meðal manna í þesum heimi — Alberik af Mortemar.« »Alberik af Mortemar«, hrópaði konungur, »hvers hreystiverk svo mjög hafa verið róm- uð getur það verið? Gat slík stjarna á himni riddaraskaparins fallið þannig niður, að mönn- um væri hulið, hvaraska hennar geymdist?* »Ef þið leitið eftir hrapaðri stjörnu, mun- uð þið eigi finna annað en ösku og önnur óhreinindi, sem áður, litla stund, leiftruðu sem ljósrák á himninum. Ríkarður konungur, hefði eg von um að geta fengið hið stolta hjarta þitt til þess að beygja sig undir allar kirkjunn- ar fyrirskipanir með því að opinbera þér hin sorglegu éndalok mín og æfislys, mundi mig fýsa að segja þér sögu mína, sem eg hingað til hefi látið óþekta í leyni naga rætur hjarta míns. Sagan ætti að geta verkað sem vek- jandi orð á jafngöfugan en þó viltan mann og þig. — Já eg mun gera það. Eg ætla að rífa upp sár það, sem svo lengi hefir verið dulið, enda þótt eg eigi á hættu að mér blæði til ólífis fyrir augum þínum.« Sagnirnar um Alberik af Mortemars höfðu haft mikil áhrif á Ríkarð konung á hans æsku- árum, þegar sögur voru sagðar um hann og aðrar hetjur frá fyrri krossferðatímum. Hann hlustaði.því með lotningu á hina slitróttu og óskýru frásögu einsetumannsins, sem bar vitni um að þéssi óhamingjusami maður, mundi eigi ávalt hafa verið með fullu ráði. »Rað er óþarfi að taka það fram, sem þér er fullkunnugt um, konurgur,« sagði hann, »að eg var af höfðingjaættum. Hamingjan brosti við mér. Eg var manna vopnfimastur og ráð- snjall. Göfugustu ungfrúr Palestinu keptust um að binda kransa um hjálm minn. En þeg- ar í öndverðu hafði ást mín ókvikul og bjarg- föst fest sig við stúlku af lágum ættum. Faðir hennar, sem var gamall krossfararhermaður varð var við samdrátt okkar, og þar sem honum var kunnugt um hinn mikla mismun á ætt okk- ar, þótti honum sá kostur vænstur til að frelsa sæmd dóttur sinnar, að Iáta hana ganga í klaust- ur. Litlu síðar kom eg úr löngum leiðangri með mikið herfang, ágætan orðstýr og aukna frægð, og fékk þá að heyra hvernig komið var, og fanst mér þá að hamingjusól mín vera gengin til viðar. Eg gekk þá líka í klaustur, en djöfullinn, sem þóttist eiga ítök í sál minni blés mér í brjóst drambsemi og léttúð, sem eigi gat stafað annarsstaðar frá en hans hel- vísku heimkynnum. Eg steig brátt eins hátt

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.