Nýjar kvöldvökur - 01.04.1918, Qupperneq 28

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1918, Qupperneq 28
90 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. Skæru barnsaugun horfðu á hann. »Langar yður til að fara til Parísar?« spurði hún. »Eg fer þangað, sem mér er skipað að fara,« sagði hann hvatlega. »Pegar hans kon- unglega hátign vill að við förum til Parísar, þá fer eg.« Prinsessan varð hugsi. Hún þekti engann, sem var jafn nákunnugur föður hennar eins og herra Hintz. »Já, en eg held nú ekki að hans konung- lega hátign Iangi til að fara til Parísar,* sagði hún. Hintz sat hálfboginn og var að strjúka skyrt- urnar. Honum varð svo hverft við, að hann var nærri dottinn. Hann leit á hátignina. »Langar hann ekki tipþess, yðar hátign?* »Nei, eg held að hann fari bara af því að mamma— eg meina hennar konunglega hátign, ætlar að koma heim, eða kanske hún sé kom- in?« »Já, yðar hátign.« Hintz var ógnar vandræðalegur. Hann var nýkominn ofan úr þjónaborðstofu og hafði heyrt allskonar slúður, og meðal annars þær nýungar, sem hann hafði þó lengi átt von á, að prinsinn ætlaði nú loks að fara að ráðgast við lögfræðisráðunaut sinn um hjónaskilnað. Hann opnaði munninn og ætlaði að segja eitthvað, en hætti við það, beygði sig niður að kistunni og hélt áfram að Iaga skyrturnar. Pað var líka öldungis ómögulegt fyrir hann að tala við prinsessuna um hinn göfuga föður hennar. En það var ekkert þægilegt að vísa henni á bug. »Búa pabbi yðar og mamma ekki æfinlega í sama húsinu?« spurði hún áfjáð. Hintz brosti í laumi og hugsaði hlýtt til gömlu hjónanna, sem höfðu búið í sama litla húsinu öll sín hjónabands ár. Og þaðan höfðu þau líka verið borin til hinnar hinstu hvíldar með stuttu millibili. »Jú, yðar hátign,« sagði hann aftur. Ketty prinsessa fór að leiðast þessi stuttu svör. Hana langaði til að heyra álit einhvers um smágreinarnar í myndablaðinu, og hún hafði hugsað sér að spyrja Hintz, af því hún hélt að hann væri gáfaðri en fóstran. Hún sett- ist á stóra kistu, sem samkvæmt áritun, er á henni var, átti að fara til eins fínasta og stærsta gistihússins í París. Litla stúlkan studdi hönd- um á kné sér. »Eg hefði gaman að vita hvort pabbi og mamma vildu bæði vera kyr heima, ef eg bæði þau þess,« mælt hún alvörugefin. »Eg skal segja yður eitt, herra Hintz: Afmælið mitt er í dag.« »Eg skal leyfa mér, lotningarfylst, að óska yðar hátign til hamingju og eg vona að þér fáið allar yðar óskir uppfyltar á komandi ári,« sagði Hintz og hneigði sig ofur prúðmannlega. »Kærar þakkir,« sagði litla stúlkan kurteis- lega. »Haldið þér að pabbi minn mundi hætta við að fara, ef eg bæði hann þess?« bætti hún við. Herra Hintz roðnaði við. »Um það get eg ekkert sagt, yðar hátign,« svaraði hann hikandi. »Pað er búið að undir- búa ferðina og það er mjög athugavert að breyta ráðagjörðum sínum.« Prinsessan stundi. »Já, það er þá líklega ekkert til, sem gæti orðið til þess að hann hætti við ferðina,« sagði hún og félst hugur. »0, það vil eg nú ekki fullyrða, yðar há- tign. Ef — til dæmis að taka — yðar hátign yrði veik, þá er eg viss um að hans konung- lega hátign mundi hvergi fara og eins ef yður henti eitthvert slys.« »Eitthvert slys, hvernig?* spurði litla stúlk- an áköf. »Já, ef — til dæmis að taka — yðar hátign yrðuð undir vagni, dyttuð af hestbaki, eða féllið út um glugga. Pað er kallað að menn hendi slys.» »Væri það ósköp vont? Eg meina — ætli eg meiddi mig mikið?« Gráu augun hennar, sem voru alveg eins og augun í pabba hennar, stækkuðu af hræðslu.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.