Nýjar kvöldvökur - 01.04.1918, Qupperneq 29

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1918, Qupperneq 29
LITLI PÍSLARVOTTURINN. 91 Hinlz lét síðustu skyrtuna ofan í ferða- skrínuna. »Já, yðar hátign, mörg eru slysin minni en þessi,« svaraði hann. Hátignin spurði einskis frekara. Hún sat grafkyr nokkra stund. Svo klifraði hún niður af stóru kistunni og gekk til dyra. »Verið þér sælir, herra HintzU »Verið sælar, yðar hátign!« Litla prinsessan lokaði dyrunum á eftir sér. Ketty prinsessa gekk niður stigann. Alt var hljótt í hinni stóru höll. Pað var æfinlega svo hljótt, þegar hans konunglega hátign var heima. En á morgun þegar hann væri farinn, þá mundi alt lifna við. Hennar konunglega tign geðjað- ist vel að glaumnum og hjá henni var ætíð mesti sægur af gestum. Ketty datt í hug, hvort hertoginn af Bels mundi koma, og hvað hann mundi gefa henni. Hún óskaði að það yrði ekki »Chokalade« því hún átti svo mikið af því. Pegar hún var að laumast ofan á neðsta þrepið, gekk hans konunglega hátign um and- dyrið. Hann var kjólklæddur og litlu prinsess- unni fanst nú sem fyr, að hann vera »fallegasti maðurinn í heiminum«. Hann varð hennar var og nam staðar. »Komdu hingað, Ketty.« Prinsessan steig niður af þrepinu og nam staðar þar á gólfinu. »Ætlar þú til Parísar á morgun?* spurði hún. »Já,« svaraði hann. Hann var fljótmæltur og svipurinn einbeittur. Ketty prinsessa horfði á hann og var alvar- leg í bragði. »Pú fer æfinlega burt þegar mamma kem- ur heim,« sagði hún. Hann hló, en hláturinn var óeðlilegur. »Svo, — gjöri eg það?_— Jæja, hvað á eg svo að kaupa handa þér? Já, nú man eg það, að við ætluðum í skemtireið í morgun. Pað veit trú mín, að eg var búinn að gleyma því. Hvers vegna komst þú ekki til að minna mig á það?« »Eg var búin að búa mig,« sagði litla stúlkan hikandi — »en,« henni varð orðfall — »þú heyrðir ekki þegar eg barði að dyrum,« bætti hún við og sýndi meiri nærgætni, en vænta mátti af barni. — »Svo hugsaði eg að þú ættir svo annríkt, að þú gætir ekki farið með mér.« Prinsinn blés mæðulega. »Við getum farið einhverntíma síðar,« sagði hann. Hún horfði svo eink'ennilega á hann, að hann komst í bobba. • Hvenær kemur þú aftur?« spurði hún snögglega. »Bráðlega! Ef til vill að hálfum mánuði liðnum.« »Og svo,« — það vottaði fyrir hrukku á milli augnabrúnanna, — »svo fer mamma burt. Pað er eg viss um. Hversvegna getið þið ekki æfinlega verið bæði heima?« Hún fékk ekkert svar. Prinsinn horfði út í bláinn og lýsti alt í einu þrá úr augum hans. Svo tók hann hana í fang sér og bar hana í gegnuin anddyrið inn í lestrarstofu sína. Hann slepti henni ekki fyr en hann var búinn að loka dyrunum. »Hver hefir spjallað við þig, Ketty,« spurði hann blíðlega. Hún hristi höfuðið. Hann breytti spurn- ingunni. »Hefir nokkur sagt þér eitthvað um mömmu — og mig?« »Nei, það var nokkuð, sem mér datt í hug.« »Nokkuð sem þér datt í hug.« Hann end- urtók orðin eins og þulu. »Já.« Hún færði sig að honum og lagði höndina á handlegg honum. »Mér finst það mundi verða svo gaman, ef þú yrðir heima, þegar mamma kemur,« sagði hún stillilega, »af því nú er afmælið mitt.« »Afmælið þitt! Hvað gömul ert þú, Ketty?« »Tíu ára.« »Aðeins tíu ára.« Prinsinn kendi sárt í 12'

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.