Nýjar kvöldvökur - 01.04.1918, Page 30
92
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
brjósti um dóttur sína litlu. Aðeins tíu ára og
var þó farin að brjóta heilann um sambúð for-
eldra sinna, sem einu sinni hafði vakið umtal,
en sem enginn gaf gaum nú. Hvílík fyrirmynd
fyrir hana! Og hvernig skyldi uppeldi hennar
verða undir þessum kringumstæðum?
»Vilt þú ekki vera kyr heima?* spurði litla
stúlkan aftur. »Rað væri svo fjarska gaman, og
við gætum leikið okkur svo mikið — þú og
eg og mannna og hertoginn af Bels kanske
Iíka.«
Prinsinn stjakaði hönd hennar frá sér bein-
línis hrottalega. Hann gekk hratt um gólf. And-
lit hans var verulega afmyndað.
»Eg er hræddur um að eg geti ekki verið
heima, Ketty,« sagði hann.
En hve röddin var kuldaleg.
»Eg er búinn að undirbúa ferðina að öllu
Ieyti, svo það er ekki svo þægilegt að breyta
þvf.«
Hún horfði á hann með hrygðarsvip. Eftir
þessu hafði Hintz sagt satt. Prinsinn gat ekki
frestað för sinni þegar alt var undirbúið, jafn-
vel þótt einka dóttir hans bæði hann þess.
Hún staldraði við stundarkorn, en prinsinn
leit ekki við henni. Svo labbaði hún á stað og
fetaði hægt upp stigann aftur. En í brjósti litlu
stúlkunnar lifði ennþá ofurlítill vonarneisti, sem
styrkti hana.
Prinsessan! Hún gat farið til hennar kon-
unglega hátignar prinsessunnar, hinnar fögru
móður sinnar og beðið hana að reyna að fá
pabba til að fara hvergi að þessu sinni, af því
nú var afmæli hennar.
Ketty prinsessa hafði ekki séð mömmu sína
í þrjá mánuði. En á leiðinni upp stigann, er
var allur þakinn dýrum dúkum, og til herbergja
prinsessunnar, gægðist fram í huga hennar
myndin af mömmu hennar eins og hún var
þegar hún sat með hana í kjöltu sér og hún
var lítið barn. Litlu stúlkunni var bannað að
fara ein um göng og stiga hallarinnar. Fóstra
hennar mundi hafa bálreiðst, ef hún hefði vit
að um það, Litla stúlkan litaðisfr því vei um
og fór varleSa. Brátt kom hún að stórum dyr-
um. Vængjahurðir voru fyrir dyrunum og fyrir
þeim héngu flauelsdyratjöld. Herbergi mömmu
hennar voru hinumegin við þessar dyr.
Hún ýtti tjaldinu gætilega til hliðar og opn-
aði hurðina. Pegar hún kom inn í fremsta her-
bergið, var herbergisþerna prinsessunnar þar
fyrir. Hún beiddist inngöngu til móður sinnar.
Rernunni varð allhverft við og hún hristi höf-
uðið.
»Hennar konunglega hátign er að búa sig
til miðdegisverðar. Hennar konunglega hátign
vill aldrei láta ónáða sig á ineðan hún er að
búa sig og hún mun spyrja, hvort fóstran hafi
leyft yðar hátign að ganga ein um höllina á
þessum tíma dags.«
Ketty Iitla rétti úr sér og varð svo tignar-
leg ásýndum að furðu sætti, annað eins barn
og hún var. »Eg fer inn til mömmu minnar
hvað sem þér segið,« mælti hún af miklum
myndugleik. Svo gekk hún fram hjá þernunni,
sem ekki vissi hvaðan á sig stóð veðrið og
inn í búningsherbergi hennar konunglega há-
tignar.
Prinsessan sat við búningsborð sitt og var
það alþakið dýrum kristals og silfurmunum.
Herbergið var skrautlýst, og brann þar
glaður eldur í stórum, hvítum arni. Sætan ilm
lagði fyrir vit hennar úr öllum áttum. Hús-
gögnin voru klædd ljósrauðu silki, og margt
var þar af dýru skrauti, en það, sem þó var
fegurst af öllu inni þar, var prinsessan sjálf.
Hún sat á stóli, klædd síðum silkiserk, stúddi
hönd undir kinn og var hugsi. Hún var alveg
eins og kornung stúlka. Hún sá Ketty prins-
essu í speglinum, er stóð fyrir framan hana.
Hún rak upp hljóð og snjöri sér að henni.
»Ketty! Barn! Drottinn minn dýri! En
hve þú ert orðin stór. Komdu hingað og kystu
mig.«
Litla stúlkan hlýddi, en þó seinlega. Hinar
mjúku barnsvarir snertu munn móðurinnar.
Hennar konunglega hátign tók utan um litlu
stúlkuna.
»Hvernig komst þú hingað? Rú áttir að
vera háttuð.«