Nýjar kvöldvökur - 01.04.1918, Qupperneq 32

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1918, Qupperneq 32
94 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. bón, sem hún bað þau. En svo var raunar eitt enn. — Hún gat gjört það, sem herra Hintz hefði minst á — í mesta grandleysi — og um það hafði hún aitaf verið að hugsa. Ketty prinsessa Iæddist upp stigann. Hann var hár. Pað sýndist langt þaðan ofan að gólfinu í anddyrinu. Líklega álíka hátt eins og úr glugganum í barnaherberginu og niður í garð- inn, þar sem visnu blöðin þyrluðust fram og aftur. Herra Hintz hafði eitthvað minst á »að detta út um glugga«. Ó, æ! Kanske það væri ekki eins vont að steypast út yfir lágu stiga- grindurnar? Og það var þó »að henda s!ys« engu síður en hitt. Hún horfði niður fyrir sig með mikilli at- hygli. Pað bar daufa Ijósglætu á þykku grænu gólfábreiðuna og hún þóttist vita, að hún mundi vera mjúk. Hún leit alveg eins út, eins og stóri grasflöturinn í garðinum. Guð einn vissi hvort hún gat meitt sig til muna, Hún hafði einu sinni dottið um hjólbörur út í garði og meitt sig á hnénu, en hér var enginn steinn og engin möl — aðeins hin mjúka og græna ábreiða. En þá gat pabbi hennar þó ekki farið til Parísar. Pessi hugsun var dæmalaust huggunar- rík. Og ef hún svo meiddi sig og yrði að liggja í rúminu? Kanske mamma hennar kæmi þá til hennar og léti vel að henni. Já, hún setti hana kanske í kjöltu sér eins og hún hafði gjört áður þegar hún — Ketty — var ósköp lítil. Annars mundi hún ekki eftir því, að mamma sín hefði verið sérlega góð við sig. Nú varð hún að herða upp hugann — svo litla stund og Iáta fallast niður á mjúku og grænu Bryssel-ábreiðuna. Pá mundi heitasta ósk hennar uppfylt verða, því Hintz hafði sagt, að ef að hún veiktist eða *henti eitthvert slys«, þá mundi hans hátign auðvitað fara hvergi. Ketty prinsessa steig öðrum fæti yfir grind- urnar. Henni sýndist nú samt nokkuð langt til gólfs og kanske — — Óp — hvelt og skerandi óp bergmálaði um alla höllina. Hans konunglega hátign sat einn í vinnu- stofu sinni. Hann heyrði ópið og þaut út. »Ketty! Guð almáttugur!« Hennar konunglega hátign heyrði það. Hún fór svo geyst niður stigann, að hún kom varla við þrepin. Fagra andlitið hennar var nærri því eins hvítt og silkiserkurinn hennar. Hún fjell á kné niður á grænu ábreiðuna við hliðina á máttvana barnslíkamanum. »Ketty! Ketty!« Hjónin horfðust í augu. Á milli þeirra lá einkabarn þeirra meðvitúndarlaust. Prins- sessan tók barnið í fang sér og þrýsti því að brjósti sér. Pað hafði hún aldrei gjört síðan myndin, sem áður er getið, var tekin. Og sú mynd var tekin til opinberrar birtingar í blöð- unum. »Ketty! Elsku litla Ketty mín!« Litla stúlkan lauk hægt upp augunum. Petta var altsaman eins og skemtilegur draumur og í þessum draumi rættist allar barnslegu óskirn- ar hcnnar. Hún hvíldi í faðmi mömmu sinn- ar og pabbi hennar hélt í hendina á henni. En hvað var nú þetta? — Hann var þó víst ekki að gráta? Hversvegna gráta? Nú áttu þau einmitt öll að vera svo glöð og ánægð. Ketty prinssessa reyndi að brosa við »falleg- asta manninum í heiminum«. Hún ætlaði að segja honum, að hann mætti ekki gráta. En þetta var eitthvað bogið — hún gat ekkert tal- að. Ó, hve hún var þreytt — svo hræðilega þreytt. Líklegast mundi hún sofna áður en hún gæti sagt þeim, hve glöð hún væri. Pjónarnir komu hlaupandi. Herra Hintz var náfölur. Hann sótti vín. Annar þjónn símaði til læknisins samkvæmt skipun prinsins. Hún heyrði að einhver var að tala við hana, en það var eins og röddin kæmi Iengst utan af víðavangi. Hún var víst alveg að sofna. En það var eitthvað, sem hún þurfti nauðsyn- lega að segja. Hvað var nú það? — Æi já. »Þú ferð líklega ekki til Parísar pabbi?« Stóru gráu barnsaugun horfðu spyrjandi á hans konunglegu hátign. Svo sigu augnalokin hægt

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.