Stjarnan - 01.01.1897, Blaðsíða 45
41
Ferhyrningsmíilið, eða flatarmálið er miðað
við “are.” Og 1 are er ferhyrndur flötur sem er
] 0 metrar á hvern kant,_ eða 100 ferhyrnings-metr-
ar áð flatarmáli.
Teningsmálið er miðað við “litre,” og 1 litri
er einn þúsundasti úr tenings-meter.
Yygtin er miðuð við ‘ gramme,” eitt gramme
vegur einn þúsundasta úr einum litrtaaf hreinsuðu
vatni á því hitastigi sem það er þyngst og fyrir-
ferðarminnst.
GYLLINITAL.
Á flmmtu öld fyrir Krist var það uppgötvað aí
Grískum stjörnufræðingi, Meton að nafri, að nýtt
tungl (og þá einnig fullt tungl) ber ávalt upp á
sama mánaðardag nídjánda hvert ár. Þetta letraði
hann með gullnum stöfum í mustirinu i Minerva.
Er þetta nítján ára tímabil siðan kallað eftir
höfundinum “Metons-tímabil,” eða tungl-tímabil, og
talan 1 —19 hin gullna talaeða “Gyllinital.” í ár
(1898) er gyllinital XVIII (18). Árið 1917
verdur aftur hið sama gyllinital og í ár, og einnig
hið sama og fyrir 19 árum síðan eða árið 1879 o. s-
frv., þ. e. þau ár eru hin átjándu í Meton-tímabilinu.