Stjarnan - 01.01.1897, Blaðsíða 51
47
eldtryggt. Það er borið á með busta eins og ann-
ar farfi, en þornar fljótara, og er ódýrara en nokk-
ur aunar farfi.
Monfi ættu að reyna það.
ÝMISLEGT.
AÐ MÆLA ÚT VINKIL MEÐ TOMMUSTOKK.
Legg fyrst niður tvö vel bein borð sitt á hvern
kant frá því horni sem mælast á', og negl þau sam-
an á þeiin endunum sem saman koma á horninu.
Mæl síðan 3 fet nákvæmlega frá skörpu horninu
þar sem borðin eru negld saman, annars vegar, og
4 fet hins vegar. Negl síðan fimm feta borð eða
lista þvert yfir hornið milli markanna á báðum
örmum, svo að milli markanna séu nákvæmlega 5
fet þverbeint yfir hornið, og er þá kominn réttur
vinkill. í stað gess að mæla 3, 4 og 5 fet, eins og
að fráman er sagt, má alveg eins hafa 6, 8 og 10
fet, eða 9, 12 og 15 fet, alt eftir því hve stór sá
grunnflöfur er, sem maður vill mæla á vinkil. Þessi
aðferð er einkar hentug við að setja hornréttar
undirstöður undir hús af öllum stærðum o. fl. Söm-
uleiðis má viðhafa þessa aðferð til þess að mæla
út rétta lóðlínu frá láréttum fleti, og lárétta línu frá
réttri lóðlínu, ef mann t. a. m. vantar vinkil, o°-
annaðhvort lóðbretti eða lábretti. Hafi maður lóð