Tjaldbúðin - 01.01.1900, Page 5
Inngangur.
Hugmynd Tjaldbúðarsafnaða er í því fólgin
að koma á fót söfnuðum, er í sannleika geta
verið »tjaldbúð guðs meðal mannanna« (Jóh.
Opinb. 21. k. 3. v.). Auðvitað getur enginn
söfnuður orðið fullkominn hjer á jörðu. En full-
komnunin er þó það takmark, er starfsemi Tjald-
búðarsafnaða stefnir að.
Tjaldbúðarsöfnuður er eptir hugmynd sinni
sjerstakt kirkjufjelag. Hann getur eigi gengið inn
i önnur kirkjufjelög. Ef hann gjörir það, þá er
hann eigi framar Tjaldbúðarsöfnuður. Tjaldbúðar-
söfnuðir kenna sig við þann stað, þar sem þeir
hafa aðsetur sitt t. a. m. Tjaldbúð Winnipeg-
bæjar. Þeir taka lifandi þátt í velferðarmálum
þjóðar sinnar og elska ættland sitt. Þeir reyna
á allan hátt að færa krislindóminn inn í mann-
lífið. Þeirra takmark er að gjöra mennina að
sannkristnum mönnum og sönnum mönnum. Söfn-
uðir þessir fylgja ákveðnum trúarjátningarritum,
en veita þó inngöngu kristnum mönnum frá öðr-
1*