Tjaldbúðin - 01.12.1900, Page 6

Tjaldbúðin - 01.12.1900, Page 6
4 hann er voldugastur allra konunga jarðarinnar. Það fær honum engrar áhyggju, þótt liann hafi frjett, að Sýrus Persakonungur fari nieð her á hendur honum. Oruggur drekkur hann full goð- anna. Hann gefur sig á vald vínguðsins. Hvað skyldi og konungur þessi hræðast? »Faðir hans« hafði hertekið Jerúsalemsborg, lagt musteri Gyð- ingaguðsins í eyði og flutt helgu kerin til Babý- lonar. Konungurinn vill nú minnast atburðar þessa. Undir vcrnd vínguðsins vill hann ögra guði Gyðinga, Hann lætur bera fram gullker musterisins. Ker þcssi voru helguð guði og að eins höfð við guðsþjónustu Gyðinga. Nú eru þau fyllt frcyðandi víni og gjörð að drykkjuker- um við drykkjusamkomur heiðingja. Gjörspilltir hirðsnápar og vændiskonur harðstjórans handleika heilög kerin og teyga úr þeim banvænan drykk, er firrir viti og velsæmi Menn gjörast ölvaðir. Vitið flýr, Drykkjulætin byrja. l’au lýsa sjer í ósæmilegum orðum og ósæmilcgu látbragði. Kon- ungurinn tekur þátt í öllu þessu. Hann svalar æstum girndum sínum í öldum vínguðsins. En brátt sigrar vínið hann. Höfuðið þyngist. And- litið fölnar. Móða sígur fyrir augun. Hugsunin verður óljós. Hann hallar sjer aptur á bak í sætinu. Og andlegt og líkamlegt magnleysi færist yfir hann. En hvað gengur að þjer Belsasar? Hvers

x

Tjaldbúðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tjaldbúðin
https://timarit.is/publication/530

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.