Tjaldbúðin - 01.12.1900, Síða 8
6 —
grúfir yfir höllinni, þar sem konungurinn Belsasar
flýtur í blóði ásamt hirðmönnum og hirðkonum
sínum.
Þegar guð hafði skapað alheiminn, þá leit
hann yfir allt, sem hann hafði gjört, og sjá, það
var harðla gott. Allt, sem guð skapaði, var gott
og hlaut að vera það. Hcilagur, algóður og al-
máttugur guð gat eigi skapað annað en það, sem
er gott. Honum verður eigi kennt um hið illa.
Hinn vondi andi, óvinur guðs og manna, var
upphaflega góður, eins og hinir aðrir englar guðs.
En hann gjörði uppreisn gegn guði og varð (mynd
hins illa. Vorir fyrstu foreldrar voru sköpuð sak-
laus og syndlaus, Guð gaf þeim dýrmæta gjöf,
fijálsræðið, en þau misbeittu því. Þau hlýddu
eigi guði og urðu undirorpin synd og dauða.
Þannig hefur mannkynið varið dýrmætri gjöf guðs
sjálfu sjer til ómetanlegs skaða. Eins er því einnig
varið með vínið. Vínið er í sjálfu sjer saklaust.
Það er nytsamt, ef það er rjettiiega um hönd
haft. Guð hefur skapað þau efni, er mynda vínið.
Hann hefur og leyft, að hugvit mannsins byggi
það til. Vjer vitum allir, að frelsarinn breytti
vatni í vín. Og frclsarinn játar sjálfur, að hann
bragði vín. En þegar hinn eini heilagi og sak-
lausi meðal mannanna hefur bragðað vín, þá er
það í sjálfu sjer eigi synd. Vínið er gjöf guðs,