Tjaldbúðin - 01.12.1900, Blaðsíða 18

Tjaldbúðin - 01.12.1900, Blaðsíða 18
16 — umar, svo ofdrykkjan stendur eptir nakin og varnarlaus, dæmd til dauða. Með því að bind- indisþörfin er mikil og málstaðurinn góður, þá er það eigi að undra, þótt þjettskipaðir mannflokkar streymi daglega undir merki bindindismanna um allan heim. Það er eigi að undra, þótt margir kristnir menn og konur láti »krossast í krossferðina« gegn ofdrykkjunni. En eitt er að undra: Vegna hvers koma ekki allir sannkristnir menn undir eins undir merki bindindismanna ? Það kemur að eins af misskilningi. Margir góðir og guðhræddir menn vilja eigi taka þátt í bindindismálinu. En ástæður þeirra eru byggðar á eintómum misskilningi. Þetta eru hóf- semdarmennirnir. Og skoðun hófsemdarmannsins er þannig: Auðvitað rita jeg undir dóm þann, sem ritningin, sagan og lífsreynzla manna hefur kveðið upp yfir ofdrykkjunni. Jeg játa, að of- drykkjan cr »lands og lýða tjón«. Jeg vil, að drykkjumennirnir gangi ( bindindi, því reynslan hefur sýnt, að þeir geta eigi að öðrum kosti stjórnað sjálfum sjer. En jcg vil ekki sjálfur ganga í bindindi. Jeg þarf þess ekki. Jeg get bæði bragðað vín og látið vera að bragða það, þegar mjer sýnist. Að bragða vín er í sjálfu sjer engin synd. Vegna sjálfs rníns þarf jég eigi að vera í bindindi. Og vegna þess er jeg það ekki og vil ekki vera það. Röksemdaleiðsla þessi væri

x

Tjaldbúðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tjaldbúðin
https://timarit.is/publication/530

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.