Tjaldbúðin - 01.12.1900, Side 19
17
alveg hárrjett og óræk, ef ekkert fjelagslíf væri
til meðal manna, og ef maðurinn hefði enga aðra
skyldu en skylduna við sjálfan sig. En bind-
indismálið er fjelagsmál. T’að er eitt af mann-
kærleiksmálum mannfjelagsins. Boðorðið, er leggur
mönnurn bindindismálið á hjarta, er þetta: Elska
skaltu náunga þinn eins og sjálfan þig. Flestir
þeirra, sem ganga í bindindi, gjöra það eigi vegna
sjálfra sín. Þeir gjöra það vegna þeirra með-
bræðra sinna, sem ofdrykkjan hefur fengið hald
á. Þeir gjöra það af kristilegum kærleika til
drykkjumannsins, vandamanna hans og mannfje-
lagsins, er ofdrykkjan eitrar. Þeir ganga í bind-
indi, af því að þeir vilja eigi leiða veikari bræður
sína í freistni. Þeir fylgja þannig fyrirmælum
heilagrar ritningar. Frelsarinn hrópar vei yfir
þeim, sem hneykslupum valda. Og Páll postuli
segir: oÞað er gott, hvorki að eta kjöt nje
drekka vín, eða (gjöra) neitt, sem bróðir þinn
steytir sig á eða hneykslast eða veiklast af« (Róm.
14, 21). Sami postuli segir einnig, þegar hann
talar um fórnarkjötið: »Ef jeg með nautninni
hneyksla bróður rninn, skal jeg aldrei að eilífu
kjöt eta, svo jeg ekki hneyksli hann« (1. Kor.
8, 13). Kristilegur bróðurkærleikur knýr þannig
hófsemdarmanninn til að ganga í bindindi. Hann
gjörist bindindismaður til að efla og styrkja heill
mannfjelagsins og veikari meðbræðra sinna.