Tjaldbúðin - 01.12.1900, Qupperneq 21
— 19 —
ásökun mundi þá nísta sálu ykkar, ásökun þessi:
Við hefðum, ef til vill, getað komið í veg fyrir
ógæfu þessa. Við hefðum, ef til vill, getað frelsað
barn okkar, með því að ganga á undan því með
góðu eptirdæmi: Með því að ganga sjálf í bind-
indi og hvetja barn okkar til að gjöra það.
Hófsemdarmaðurinn og hófsemdarkonan ganga í
bindindi, til þess að engin slík óttaleg ásökun
geti í framtíðinni níst hjörtu þeirra.
Ritningin, kristilegi bróðurkærleikinn, föður-
og móðurástin, almennur mannkærleiki, siðgæðis-
meðvitund manna, mannúð, menntun og sagan,
allt þetta er samtaka og hrópar til vor einum
rómi: Stemmið stigu fyrir ofdrykkjunni, þessu
átumeini mannfjelagsins. — Belsasar skal vikið úr
völdum, og Sýrus komi í stað hans. — Hrindið
ofdrykkjunni úr hásætinu. Látið bindindið skipa
sæti hennar.