Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 08.06.1941, Side 58

Sjómannadagsblaðið - 08.06.1941, Side 58
i4 H.)6M A N N A í) A G S lí L A » 1 í) í flestum eyjunum í kring væri refarækt, og væri bannað að fara þar um. Refaræktin þarna er með mjög frumlegum hætti. Maður helgaði sér eyju, helzt sem stærsta, flutti þangað refi, sem sleppt var lausum. Síðan var gætt að því, að þeir yrðu ekki fyrir styggð, og fóður fiutt til þeirra á einn ákveðinn stað. Síðan voru ref- irnir drepnir, þegar þeir þóttu orðnir nóg-u marg- ir og tími var tilkominn. Á meginlandinu, skammt þaðan sem við lág- um, var mikil koparnáma og þorp í sambandi við hana, sem heitir La Touche. Við sáum hvergi meiri síld vaða en meðan við dvöldum á þessum slóðum, en veiddum hvergi minna. Nótin hjá »Sunset« festist í botni í fyrsta skipti, sem henni var kastað, svo aðhún stóreyði- lagðist. Þarna dvöldum við í þrjár vikur, en fluttum síðan alla útgerðina til Kodiak og settumst þar að í firði einum miklum, sem kallaður er »Djöf- ulsfjörður« (Devils Bay). Ekki get ég hugsað mér neitt nafn jafn óviðeigandi, en brezkir ferðalangar hafa oft verið gjarnir á að ausa ónefnum yfir staoi, sem þeir hafa nefnt. Að því eru þeir ólíkir íslenzku landkönnuðunum miklu, sem kepptust um að velja löndum og stöðum hin fegurstu nöfn, eins og Grænland og Vínland hið gcða bera vott um. Réttmætara hefði verið að kalla þenna fjörð Paradísarfjörð. Þeir Jón Ölafsson og félagar hans komu til þessa fjarðar og skírðu hann óðara upp, og köll- uðu hann Króksf jörð. Þeir lýstu honum þannig: »Gengum við inn með firði, þar er grösugt milli skógar og sjávar og landið hið frjósamasta og fegursta að sjá. Er það hið björgulegasta land, er við höfum enn séð í landi hér. Hinu megin fjarðarins og inn með honum var lítill skógur að sjá, en allt grösugt, fjöllin há og grasi þakin. Fjörðurinn er tiltakanlega vikóttur cg krók- óttur«. Við þessa lýsingu hefi ég litlu. að bæta, nema við mér blasti allt í sínu fegursta sum- arskrúði. Við settumst að í fagurri vík norðan til í firðinum, þar sem Jón ölafsson kallaði hinu megin. Víða hafði skógurinn vikið fyrir grös- ugum engjum, og á mörgum stöðum voru stór og fögur rjóður í skóginum, þar sem mittis- hátt grasið bylgjaði í iithafi hinna fegurstu rósa, sem á fslandi vaxa ekki nema í gróður- húsum. Ef ég hefði mátt gefa þessu landi nafn, myndi ég ekkert hafa kallað það annað en Blóm- land hið fagra. Allsstaðar var fullt af berjum. Mest bar á tveimur tegundum, stórum, rauðum, keilumynd- uðum berjum, sem á bragðið líktust jarðarberj- um, en voru þrisvar sifinum stærri. Minnir mig að þau hafi verið kölluð Cranberry. Hitt voru bláber, samskonar og vaxa hér heima. En blá- berjalyngið, sem hér varla reisir höfuð frá jörðu, myndaði þarna heila runna, sem náðu manni í öxl, en stærðin á berjunum og bragðið var hið sama. Á hverri tjörn og hverri móðu synti mik- ið af allskonar öndum. I víkinnj, þar sem við lágum, var eitt hús og bjó þar Rússi með tveimur börnum sínum um fermingu, kona hans var látin. Húsdýr hafði hann engin nema einn hund, enda alls staðar næg villibráð til að skjóta sér til matar. Rússi þessi var listasmiður, og hafði hann þarna 30 tonna bát í smíðum, sem hann var langt koon- ijnn með. Efnið sótti hann í skóginn þarna rétt hjá sér, og naut ekki aðstoðar annara en barn- anna. Skógurinn þarna var aðallega skrúðfura, pílviður og baðmur. Meðalþykkt trjástofna var um tvö fet. Skammt frá Víkinni bjó sérvitringur nokkur, einsamall og konulaus. Mér fannst hann minna mig ákaflega mikið á Sólon gamla í Slunkaríki. Hann hafði það að markmiði að koma sér upp nautgripastofni. Þegar hér var koimið sögu, átti hann tólf nautgripi, þar á meðal fjórar mjólk- andi kýr og gengu, kálfarnir undir þeim. Ekki fékk karlinn að njóta mjólkurinnar, því þegar hann nálgaðist beljurnar, hi’inguðii þær upp haiann og sýndu honum í rassinn á sér. Aldrei voru, þessar skepnur teknar í hús, en á vetrum sagðist hann gefa þeim baunir og rúg á klakann. Þrjá stórgripi höfðu bjarndýr drepið fyrir hanum. Höfou kýrnar eitthvað verið að hnus- ast í afkvæmi birnu einnar, en hún rétti þeim hramminn með þeim krafti, að ekki þurfti um að binda. Kodiakbjörninn er svartur að lit með langan haus og hæruskotið andlift, er hann tal- inn stærsti landbjörn í heimi. Hann rseðst ekki
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.