Sjómannadagsblaðið - 08.06.1941, Side 72
28
SJóMANNADACfS BlAÐI i)
síðan eru liðnir, hafi, loftskeytastöoin í Reykja-
vík — útvörður íslenzkra sjómanna ■—■ orðið
þeim og starfsbræörum þeirra, erlendum sem
innlendum, ómetanlegur bjargvættur í baráttu
þeirra á hafinu.
Með opnun loftskeytastöðvarinnar í Reykja-
vík var að nckkru leyti rofin hin geigvænlega
þögn, er ríkt hafði frá öndverðu yfir auönum
hafsins. Framfarir þær, er síðan hafa órðið á
sviði loftskeytatækninnar almennt, hafa mark-
víst stefnt að því að auka öryggið á sjónum og
skapa tilbreytni í lífskjörum þeirra, er þar
dvelja að staðaldri.
Um leið og sjómennirnir íslenzku. minnast
stöðvarinnar með þakklæti, fyrir unnin afrek á
liðnum árum, senda þeir forstjóra hennar, Frið-
birni Aðalstejnssyni, og öðrum starfsmönnum
hennar í heild einlægar árnaðaróskir fyrir vin-
semd þá og greiðvikni, sem gætt hefur frá upp-
hafi í garð sjómannastéttarinnar almennt í við-
skiptum hennar við stöðina.
Á síöari árum hafa verið reistar loftskeyta-
stöðvar, til við,skipt:a við skip, á fsafirði, Siglu-
firði, Seyðisfirði og í Ve,stmannaeyjum. Er því
nú orðið sæmilega séð fyrir viðskiptaþörf þeirra
skipa, er sigla á höfunum umbverfis fsland.
Það er á fjórum sviðum, sem lcftskeytatæknin
hefur valdið straumhvörfum að því er sjóferðir
varðar og siglingar. Má í fyrsta lagi nefna ncttk-
un þeirra til almennra viðskipta., þá öryggis-
gildi þeirra, þegar háska ber ao höndum, í þriðja
lagi hlutdeild þeirra í þágu, siglinga og staðar-
ákvarðana, síðan farið var að nota þau tiJ mic-
ana og djúpmælinga, og loks, menningar- og
fræðslugildi þeirra, gegnum starfsemi útvarps-
ins.
Gildi loftskeytanna til almennra viðskipta er
í rauninni það verkefnið, sem mestu varðar sjó-
mennina. Loftskeytatækin eru eini sambands-
miðillinn, sem enn er kunnur til að tengja þá,
sem um úthöfin sigla, við þá, sem clvelja á
landi., Og hagnaðurinn af því er auðsær fyrir
útgerðarfélög til dæmis, að geta ráðstafað frá
skrifstofum sínum ferðalögum skipa sinna,
hvort heldur er ,með tilliti til farms eða fisk-
veiða, sent þeim afla- og markaðsfréttir, þegar
svo ber undir o. s. frv., o. s. frv.
Opnun loftskeytastöðvarinnar í Reykjavík
markar því að þessu, leyti tímamót í sögu ís-
lenzkra siglingamála, Sícan hefur þeim skipum
fjölgað ótrúlega ört, sem búin hafa verið lcft-
skeytatækjum og er nú komið svo fyrir löngu,
að í öll kaupskip okkar og botnvörpuskip hafa
slík tæki verið sett, starfrækt af sérstökum
mcnnum, er halda við þau ákveðinn vörð sam-
kvæmt alþjóðalögum.
Með reglugerð, er gefin var út árið 1938,
eru ákvæði sett um það, að öll íslenzk skip, sem
í förum eru mdlli Islancls og annara landa og
hafa a. rrí. k. 12 manna áhöfn og farþegaskip
öll, bæði, í innan- og utanlands-siglingum, sem
stærri eru en 200 smál. brúttó, skuli hafa full-
komlega starfrækta loftskeytastöð.
Talstöðvar hafa ve-rið settar í fjölda vélbáta
'og línuveiðaskipa; hefur Landssími Islands
annazt smíði stöðvanna og leigt þær viðkomend-
um fyrir ákveðið gjald. Munu nú alls vera í
ncitkun um 350 slíkar stöovar.
Fyrstu tilraunir, sem gerðar voru hér á landi
með stöðvar þessar um borð í skipum, gerðu þeir,
hvor í sínu lagi, loftskeytamennirnir Snorri Arn-
ar og Henry Hálfdansson. Var stöð, er Snorri
hafði byggt, reynd í fyrsta sinn um borð í tog-
aranum Hannesi ráðherra árið 1927. Tilraunum
Henrys var aftur á móti beint fyrst cig fremst
að smábátaflotanum, og varð hann fyrstur til
að setja talstöð í vélbát hér viö land árið 1928.
Það var vélbáturinn Auðbjörn, eign Samvinnu-
fél. Isfirðinga, sem fyr'ir valinu varð, og fékk
Finnur Jónsson, forstjóri félagsins, slcömmu síð-
ar, sérstakt leyfi hjá Landsslmanum til að setja
upp á Isafirði aðra samskonar stöð, sem einnig
var smíðuð af Henry — til viðskipta við bátinn.
Með opnun talbrúarinnar í Reykjavík, árið
1938, voru þær umbætur gerðar á talstöðvavið-
skiptunum, að símnctendur gátu framvegisi feng-
ið samband við skipin og rætt við kunningja
sína á hafinu, eins og um venjulegt talsíma-
samband væri að ræða, ef skipin aðeins voru
innan þeirra f jarlægðartakmarka frá loft-
skeytastöoinni í Reykjavík, sem langdrægi stöðv-
anna leyfði viðskipti á.
Um annað atriðið, öryggisgildi loftskeytanna,
verður ekki deilt. Með hlutdeild sinni í slysa-