Sjómannadagsblaðið - 08.06.1941, Side 82
38
S J 6 JI A N N A D A G S B L A Ð 1
ORYGGID Á SJÓMUM.
Oft hefi,r verið nauEsyn á að auka öryggi
sjómanna á hafinu, en sjaldan jafnmikil og nú.
Hinir sorglegu atburðir, er urðu í marzmánuði
síðastliðnum, munu. ,h,afa fært mönnum heim
s,anninn um, hve öryggistæki sjómanna, er sigla
á hættusvæðinu, eru gagnsmá, þegar í raunir
rekur. Við þá reynslu, er fengizt hefir í þess-
um hildarleik tortímingarinnar, hefir nú verið
stuðst, þegar skipin hafa á ný verið útbúin i
millilandasigiingar. En þess verður að gæta, að
um leið og auk:ð er öryggi til handa áhöfnum
og skipuim, þá séu ekki vitandii vits gerðar aðr-
ar ráðstafanir, s,em líklegar eru til að draga
úr gildi öryggisins. öllum mun ljcs, sú hætta,
er af því getur stafað, að flytja benzín eða önn-
ur eldfim efni á þilfari kaupskipa og farþega-
skipa. Með slíku ráðslagi er boðið heim nýjum
hættum, sem brýn nauðsyn er á að koma í veg
fyrir, að svo miklu leyti sem þess er kostur.
Stéttarfélög sjómanna hafa sent atvinnumála-
ráðh.erra bréf viðvíkjandi, þe,ssum efnum, og fer
það hér á eftir. Það skal tekið fram, að ekkert
svar hafði borizt, við því, þegar þetta er skrifað.
»Þegar umræður fóru fram, — nú fyrir
skömmu — um siglingar kaupskipanna, var það
ein af kröfum sjómanna í öryggismálum, að
ekki væri flutt á þilfari eldfim efni eða sprengi-
efni, sem valda mundi mikilli hættu fyrir menn
og skip, ef á þau væri skotið. Þessi krafa var
bunclin jafnt við siglingar hér við land á far-
þegaskipum, sem cg öllum kaupskipum í utan-
landssiglingum. Krafa þessi var viðurkennd af
útgerðarmönnum í utanlandssiglipgum. Aftur
á móti sætti það allmikilli mótspyrnu meðal út-
gerðarmanna eða nokkurs hluta þeirra, að fall-
ast á þessa kröfu í innanlandssiglingum, og þá
sérstaklega til benzínflutnings. á farþegaskipum.
Að lokum var því þó lýst yfir ag staðfest bréf-
lega, að dregið skyldi úr benzínflutningum á
farþegaskipum í innanlandssiglingum. Þessi
lausn þótti svo loðin oig tvíræð og mundi vart
verða fullnægt svoi að haldi kæmi, að við borð
lá ao samningar strönduðu á þessu atriði. títaf
þessu var þess óskað, að sáttanefndin beitti á-
hrifum sínum otg aðstöðu, ásamt stéttarfélögun-
um, við atvinnumálaráðherra á þá leið, að sett
yrði reglugerð um flutning á benzíni á farþega-
skipum fyrst og fremst, og svo um flutning
þeirrar vöru almennt á sjó.
Aðalkrafa farmanna er sú„ að flutningur á
benzíni á farþegaskipum verði hér eftir ekki
leyfður. Þessari kröfu virðist erfitt að fá full-
nægt eins og sakir standa.
Rök sjómanna fyrir þessari kröfu, sem einnig
gilda fyrir þeirri miölunartillögu, sem hér er
farið fram á að verði fullnægt, eru í aðalatrið-
um þessi:
1. Benzín er einhver eldfimasta vara, sem flutt
er hér hafna á milli, og er ekki leyft að flytja
hana undir þiljum, sökum uppgufunar, sem
myndar lofttegundir, er tíðast valda spreng-
ingu í hinu birgða farmrúmi.
2. Þótt umbúðir séu stáltunnur, eru, þær oft rak-
ar á botnum og hliðum, og veruleg upjDgufun
á sér stað í heitu veðri, svo og, að tunnurnar
hitna við sólarhita, svoi að kælingu þarf að
viðhafa með sjó, til þess að draga úr spreng-
ingarhættunni. Þá er leki á tunnum alltíður.
3. Eld- og sprengingarhætta er því mjög mikil
af benzíni. Ber því að forðast að eldur komi
nærri því. Eldspýta, vindlingur, sem eldur
lifir í, er nægilegt til þess að setja allt í bál.
4. 1 hafnarreglugerð Reykjavíkur eru ákvæði,
sem leggja ríkt á um meðferð benzíns og
steinoJíu við fermingu. og affermingu, og er
skylt að kalla brunavörð til eftirlits, svo eng-
in eldhætta geti átt sér stað meðan varan
er flutt að og frá skipi og meðan skipið ligg-
ur í höfn, fermt slíkri vöru. Um leið og skip
leggur frá hafnarbakkanumi, fer vörðurinn í
land, og vörður er enginn framar til. Þilfarið
er þakið benzíni, skipið fullt farþega; annar-
hver farþega verður að leggja leið sína yfir
benzínið eða meðfram því. Skipverjum er því
miður ekki hlýtt sem skyldi, um að kasta frá