Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1950, Blaðsíða 22

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1950, Blaðsíða 22
markvissar lýsingar á andstæðum hafsins úr nægtabúri slíkra mynda í kvæðum Einars Bene- diktssonar. Seiðmagn hafsins sleppir aldrei tökum á þeim, sem á uppvaxtarárum komast undir áhrifavald þess. Söngvar sævarins eru undirspil í sálum okk- ar allra Islandsbarna, hvert sem sporin kunna að liggja um heiminn, því að við hlutum „útsæ í vöggugjöf". En sjómannadagurinn gerir miklu meira en það rifja upp gamlar og hugþekkar minningar og leiða hugann að áhrifum hafsins á íslenzka þjóðar- sál. Um annað fram minnir hann á það grund- vallarhlutverk, sem sjómannastéttin innir af hendi í atvinnulífi þjóðarinnar, á þá miklu skuld, sem þjóðin í heild sinni á „hermönnum hafsins“ að gjalda fyrir það, eins og Orn Arnarson orðar það fallega og réttilega, að „flytja þjóðinni auð, sækja barninu brauð, færa björgin í grunn undir framtíðarhöll.“ Og sá auður, það lífsins brauð, eru keypt við dýru verði „svita, blóðs og tára“, því að Ægir gamli er hvergi nærri alltaf ljúfur eða laushentur á gull sitt. Hann heimtar fórnir á altari sitt, ósjald- an fórnina mestu og ómetanlegustu, líf sjómanns- ins sjálfs. Þetta hafa skáldin okkar skilið manna bezt, og því segir Davíð Stefánsson í Alþingis- hátíðarkvæði sínu: „Brennið þið, vitar. Út við svarta sanda særótið þylur dauðra manna nöfn.“ Þess vegna er sjómannadagurinn einnig að eigi litlu leyti minningadagur, helgaður, í djúpri þjóðarþökk, minningu hinna mörgu, sem „fyrir utan yztu sker eiga leiðin bláu“, eins og Þorsteinn Erlingsson sagði fagurlega. Blessuð sé minning þeirra allra! Og vel sé þeim, sem að þessum degi standa, fyrir að hafa jafnframt gert hann meginþátt í þeirri viðleitni að byggja hvíldar- og dvalarheimili fyrir aldurhnigna sjómenn, sem sett hafa nú, ef svo má að orði kveða á þessari öld, bát sinn í naust. Þeir eru fyllilega slíkrar umhyggju maklegir, og þess með, að alþjóð veiti þessu máli heilhuga stuðning sinn. Sú þakkarhöll, sem þar er um að ræða, ætti sem fyrst að rísa frá grunni. Það er þjóðarsómi. En samtímis því sem sjómannadagurinn minn- ir á fórnir, minnir hann jafn kröftuglega á unnin afrek í þjóðar þágu, glæsilegar sigurvinningar á baráttuvelli hafsins. Þess vegna er hann í ríkum mæli fagnaðardagur og dagur, sem miklar fram- tíðarvonir eru tengdar við. Og íslenzkir sjómenn hafa sýnt það í liðinni tíð, að þeir munu ríkulega láta rætast í verki þær vonir, sem þjóðin tengir við hið mikilvæga starf þeirra í framtíðinni. Fastrúaður á, að svo muni reynast, og minn- ugur gamalla og góðra kynna við íslenzka sjómenn frá fyrri árum, sendi ég heiðursdegi þeirra inni- legar kveðjur og blessunaróskir, og segi með Jóni Magnússyni í „Sjómannaljóðum" hans: „Heim að landi hugur flýgur, heim í kæra vina sveit. Göfugt starf um arð og yndi öllum gefur fyrirheit. Stendur vörð hin vaska drótt. Ruggar alda kjölnum kalda. Dregur mökk úr djúpi skjótt. Brýtur sjó á breiðum herðum. Beitir knörrinn undir strönd. Himinglæfur háar rísa. Hvar er íslands móðurhönd? Rýkur gráu drifi Dröfn. Gnoð úr voða brims og boða fylgdu, Drottinn, heim í höfn.“ Frá Sjómannadeginum Skipverjum b.v. Fylkis afhentur lárviðarsveigur dagsins. 2 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.