Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1950, Qupperneq 34

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1950, Qupperneq 34
voru á góðum botni. Um klukkan 2 e. h. lögðu þeir af stað í land. Báturinn barði öldurnar hraust- lega, kastaði þeim frá sér svo að gusurnar gengu langt útf rá kinnungunum. Sjórokið dreif yfir hann jafnt og þétt, stefnan var beint í vindinn. Er þeir áttu nokkrar sjómílur eftir upp að víkinni kom maður hlaupandi frammí til Þórðar, sem var van- ur að sofa á landleiðinni og vakti hann. Það var asi á mannanum og hann stamaði út úr sér, „það kemur bátur siglandi út úr víkinni með pikkreistu rásegli og og stefnir beint yfir fjörð, það hlítur að vera vitlaus maður“ „Hvað ertu að segja maður, siglandi í gufu roki?“ sagði Þórður um leið og hann snaraðist fram úr. Hann flýtti sér aftur eftir, illur grunur læddist inn í meðvitund hans, það skyldi þó ekki vera. Nei það gat ekki verið, bát- skriflið var flóðlekt. Er hann kom upp í stýrishús, tók hann að rýna á þessa furðu sjón. Jú ekki bar á öðru bátur var það og — og var þetta ekki barkaða seglið af Öðling, jæja, fyrst það var seglið af honum hlaut það að vera báturinn og ef það var báturinn, þá var enginn á honum annar en Asmundur fóstri hans. Hann herti á vélinni eins og hún átti til og báturinn nötraði undarrn átök- unum, síðan breitti hann stefnunni í SV. og hugð- ist komast fram fyrir þennan fífldjarfa siglinga- mann. En báturinn með barkalitaða seglinu fór harðara en þeir héldu, það var sýnilegt, að með þessari stefnu myndi hann sleppa framhjá ef hann væri ekki kominn um áður. Þórður beit á jaxlinn og breitti um stefnu, SaV. Hvað ætlaði öldungur- inn eiginlega að fara, með þessu lagi myndi hann stýra beint á drottinsfund, hann sá ekki betur en að hann hefðu stefnu beint á boðana. Gammurinn gekk nú ágætlega með rokið á hlið, en ekkert dugði. Þessi litli árabátur fór eins og fugl flygi, hann nálgaðist óðum, hann sigldi sýnilega liðugra til að auka um hraðann. Mennirnir á Gamminum voru með hverja taug spenta. Þeir þóttust hafa ráðið í það hver þetta væri, af tauti Þórðar við sjálfann sig. Og nú gafst þeim tækifæri til að sjá gömlu sjóhetjuna í sínu rétta eðli. Er þeir áttu eins og 200 metra að bátnum þaut hann framhjá þeim með feikna hraða. Þeir sáu nú greinilega manninn í skutnum. Hann sat yfir í stjómborða teinréttur, berhöfðaður með andlit eins og meitlað í stein, þar bærðist enginn drátur. Augabrýrnar voru svo loðnar, að ekki sá í augun, það lak niður úr silfurhvítu hári hans og skeggi og þessi loðni hrammur, sem hélt um stýrissveifina, riðaði ekki. Seglið nam við hvítfyssandi öldurnar og var sem báturinn lægi á því, mastrið var þrístagað. Þeir sáu þeta allt í einum svip, því bátinn bar skjótt undan. Aldrei, aldrei mundu þeir gleyma þess- ari sjón. Öldungurinn hvíthærði, sem brunaði framhjá þeim á gnoðinni sinni gömlu og sigldi inn á lönd eilífðarinnar. Því að þeir vissu allir, að héðan af var ekki hægt að bjarga honum. Gamm- urinn hélt samt á eftir með fullri ferð. Hann var nú senn kominn að boðunum. Þeir sáu, að hann dró inn í skautið og beitti aðeins nær vindi. „Nú hann ætlar þá að reyna að leika sama bragðið og forð- um“, tautaði Þórður fyrir munni sér, „en veslings fóstri minn þú hefur það ekki í þetta sinn, það er ekki háflóð núna“, bætti hann við. Þeir sáu seglið á Öðling bera við boðann þegar hann reis og andartak síðar var allt horfið í brimsogið, segl og bátur“. Hinn hvíthærði öldungur var kominn heim. Þórður leitaði þarna í kring, fram í myrkur en sá ekkert nema nokkrar spýtur úr Öðling. „Jæja, vertu sæll gamli vinur, það er máske þetta sem þú hefir þráð, nú er þeirri þrá fullnægt“, sagði Þórður um leið og hann snéri Gamminum heim á leið og það var eins og hagl hrykki af aug- um hans. Fró Sjómannadeginum Öldungarnir í Öldunni fá sér sæti að lokinni göngu. 14 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.