Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1950, Qupperneq 35

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1950, Qupperneq 35
Þorvarður Björnsson, yfirhafnsögumaður: Dvalarheimili aldraðra sjómanna ó að vera í Laugar- nesi — og hvergi annars staðar Að byggja dvalarheimili og hvfldarstað fyrir aldurlúna sjómenn er höfuðmarkmið Sjó- mannadags samtakanna, í þessu augnamiði hafa sjómennirnir áhuga fyrir einum stað — Lauganesinu. — Þorvarður jörnsson, yfir- hafnsögumaður og gjaldkeri Sjómannadags- ráðsins, sem skrifar þessa grein og hefur eld- legan áhuga fyrir þessu máh, segir: „Dvalar- heimili aldraðra sjómanna á að vera í Laugar- nesi — og hvergi annarsstaðar. Ég vil biðja ykkur að skyggnast svolítið með mér inn í framtíðina. Það er fyrsti sunnudagur í júní, sjómannadagurinn. Við erum í hátíðaskapi. Úr suðri andar þýður blær og sól skín í heiði. Það er vor í lofti og jörðin er að íklæðast sum- arskrúða sínum, og vorhugur ríkir í hugum okkar. Það eru nokkur ár síðan lokið var við bygg:ngu Dvalarheimilis aldraðra sjómanna og við skulum bregða okkur í skyndiheimsókn til íbúanna þar og samgleðjast þeim í tilefni dagsins, og líta yfir umhverfið og sjá hvernig þeir gömlu hafa það. Húsið sjálft vitum við hvernig er, höfum svo oft séð hinar rúmgóðu vinnustofur og horft á öldung- ana vinna þar við hin ýmsu verkefni af eldmóði æskunnar og athafnaþrá eljumannsins. Við höfum komið í samkomusalina, bókasafnið og hin ein- stöku herbergi og þar ríkir friður og ánægja. Inngönguhliðið er stórt og veglegt, útflúrað alls konar myndum, er tákna atburði úr lífi og baráttu íbúanna við Ægi. Vegurinn heim að hús- inu er með þéttskipuðum trjám og blómabeðum beggja vegna, svo unun er að. Þar eru ótaldir garð- ar með alls konar grænmeti og jarðarávöxtum, er þetta í smáhverfum og hefir hver sérgrein sjó- mannastéttarinnar sitt hverfi til umhugsunar og keppir hver við, að hafa sitt hverfi sem fallegast og notadrýgst. Vel skipulagðir og fagrir gangstígar liggja nið- ur að og meðfram sjónum. Fjaran er vel rudd og slétt. Þar standa bátar allmargir, vel hirtir og mál- aðir. I bátunum eru veiðarfæri alls konar, og þótt þau séu ekki notuð til veiðifanga, er afla landinu gjaldeyris, þá eru þau notuð íbúunum til ánægju og dægrastyttingar, en gefa samt oft nýjan fisk í soðið. Þótt þessi dagur sé og ekkert farið á sjó, eru þeir gömlu samt á rölti kringum báta sína og athuga að allt sé í lagi. Við göngum meðfram sjónum, fram á nestána. Þar hafa margir þeirra safnast saman, því einmitt nú er hið nýjasta skip Eimskipafélags Islands að sigla framhjá og heilsar með fánanum. Þetta er stórt og veglegt skip 10.000 tonn og heitir náttúr- lega Tröllafoss. I þögulli aðdáun horfa þeir gömlu á hið fagra skip, dást að línum þess og útbúnaði . . . Er skipið er komið framhjá, setjast þeir gömlu á bakkana þar og hvíla sig. Við gefum okkur á tal við þá. Innum þá eftir hvort þeir kunni ekki vel við sig hér og hvort þeir séu ekki ánægðir með staðinn, þótt landrými sé nokkuð þröngt. Þeir ségjast ekki svo mjög finna til þess, úr því að útsýni til sjávar sé vítt og fagurt og að sjá blessuðu skipin sigla hér hjá nesinu og inn í höfnina. Og þegar veður er svo gott að við getum verið úti við, er okkur alltaf heilsað með fánanum. Jú, við höfum það gott hér, og nú sjáum við að erfiði og basl okkar á sjónum fyrr var ekki árangurslaust, og við erum þeim mönn- um þakklátir, sem gáfu okkur Nesið, Lauganesið. Og við erum þakklátir þeim ýmsu mönnum og útgerðarfélögum, sem með peningjagjöfum og á SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 15
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.