Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1950, Síða 42

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1950, Síða 42
aftur við dyrnar á hásetaklefanum og hélt báðum sínum löngu handleggjum utan um hana eins og hann væri að faðma lengi þráða unnustu, stóð gleitt og spyrnti öðrum fæti í mastrið. Var þetta allkátleg stelling og hefði ég getað hlegið ef öðru- vísi hefði staðið á. Nú kom það, báturinn stóð upp á endann, ég hélt satt að segja að hann ætlaði yfir sig, en aldan braut ekki fyr en undir honum miðjum og það kom ekki dropi á stýrishúsið, en fyrir framan þilfarsdæluna sá ég ekki annað en græn golandi hafið, ég tók ósjálfrátt í líftaug félaga míns og dró inn slakann. Allt í einu var línan rif- in úr höndum mér og mátti þakka fyrir að hend- urnar fóru ekki með. Jæja far vel vinur, hugsaði ég það verður víst ekki langt þangað til ég kem á eftir. Önnur smærri alda reið undir og lifti bátn- um að framan svo að hann þurkaði sig alveg. Hvor tveggja var horfið, hinn hrausti vélamaður og tunnan. Eg starði á blettinn, sem hann hafði staðið á, þar til væta kom í augun, þar var ekkert að sjá nema brotin hurðin á hásetaklefanum, sem var stór vængjahurð og undarlegt fyrirbrigði á jafn gömlu skipi. Eg fór að skima allt umhverfis hvort ég sæi ekki að minnsta kosti tunnuna á floti, en þar var ekkert að sjá nema hamfarir höfuðskepnunnar, sem bylti sér í tröllslegum jöt- un móði. Er ég leit við tók ég kipp af undrun. Félagi minn kom sem sé gangandi upp úr háseta- klefanum í mestu rólegheitum með tvö fjalar- brot undir hendinni og keðjulás í hinni, nú sá ég að hann byrjaði að negla spíturnar fyrir opið. Mér varð svo mikið um, að ég stökk í loft upp af eintómri gleði og ég hélt nærri að mér hafi vökn- að um augu. Er hann kom aftur fyrir, dró hann hálft rúgbrauð upp úr vasa sínum og smjörlíkis- stykkið upp úr hinum. Mér lá við að faðma hann, ekki fyrir rúgbrauðið og smjörlíkið, heldur aðeins fyrir að sjá hann heilann á húfi. „Hvernig gat þetta skeð“, sagði ég er ég mátti mæla fyrir geðs- hræringu og brauðinu, sem ég hafði bitið góðan bita af. Ja, svaraði hann, ég vissi eiginlega ekki fyr en ég og tunnan vorum stödd á gólfinu í hásetaklefanum eins og okkur hefði verið rent þar niður í kaðaltrissu ásamt tilheyrandi sundiaug, sem var furðu grunn því sjórinn náði tæplega upp í kojurnar“. Og tunnan var þá innanborðs líka, þvílíkt lán. Félagi minn hafði sagt frá þessu eins og um ópersónulegann atburð væri að ræða, sem hefði skeð fyrir löngu síðan. Já, þvílík dásemdar rósemi. Við slömpuðumst svona áfram áfalla lítið, um hádegið gekk hann norðan á og lægði heldur og um klukkan tvö um daginn sá ég að sjólagið batnaði til muna. Það hlutu að vera fallaskifti. Við höfðum lent í harðasta austurfallinu og því höfðu straumvindarnir verið okkur svona erfið- ir. En aldrei sást land, okkur fannst þetta all ískyggilegt. Það var nú farið að rofa svo til, að skyggni var um tvær til þrjár sjómílur. Við vorum búnir að halda lengi í suður og suður að austri og nú síðast í SA. en ekkert dugði. Við vorum búnir að sigla svo margar sjómílur eftir vegmæl- inum, að við gátum verið komnir inn á poll á Isafirði. Attavitinn hlaut að vera sjóðvitlaus og lík- lega vegmælirinn líka, ég var það kunnugur á þessum slóðum, að ég vissi nákvæmlega um stefnu og vegalengdir og þurfti því lítið að gá í kortið, enda ekki þægilegt að færa út stefnur við þessar aðstæður. Um klukkan 4 fórum við að ráðgast um hvort ekki væri rétt að saga mastrið af og nota það með tilheyrandi, gaffli, bómu og segl- druslum, fyrir drifakkeri og láta reka yfir nóttina, þar sem við vorum búnir að losa alla olíuna sem til var á geyminum. Hún átti að geta nægt í 8—10 tíma. Við ákváðum að gera þetta ef við hefðum ekki séð land fyrir myrkur. Sjór var nú farinn mikið að smækka og vind- ur á hlið. Um klukkan 6 var aðeins stinningskaldi og rigningarsúld, ég starði og starði, hvergi var land að sjá, það var að byrja að bregða birtu og ég kallaði niður til félaga míns að við skyldum fara að undirbúa okkur til að fella mastrið og reyna að ná upp tómu tunnunni og bora göt á botninn á henni, en ég hafði hugsað mér að nota hana ásamt mastrinu fyrir drifakkeri. Er ég hafði hægt á vélinni þóttist ég sjá móta fyrir landi beint frammundann, eftir skamma stund rofaði betur til og sá ég þá að þetta var „Kerlingin11, fjallsendi innan við Skálavík. Mér brá í brún, stefnan var SA. en eftir afstöðunni til fjallsins hefði hún átt að vera SSV. „Ekki skal mig kynja þótt keraldið leki,“ sagði ég. „Attavitinn er snarvitlaus, við höf- um tekið á okkur krók langt Vestur í haf. „Þá er þetta orðið í lagi,“ sagði hinn, nú getum við stýrt eftir fjöllunum, „já, máske“, svaraði ég fýlulega. Mér fannst það ekkert eftirsóknarvert að eiga að stýra eftir fjöllunum í kolsvarta myrkri og í þessu skyggni. En hvað um það, við héldum inn með Stigahlíð eins grunnt og ég þorði, ég leit varla á áttavitann, ef ég gerði það, var það með hálf- gerðri fyrirlitningu. En þetta gekk allt slysalaust, 22 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.