Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1950, Síða 50

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1950, Síða 50
SÚLUTINDUR Akjireyrarsaga i\r Rcy\javíJ{ Það er komið fram í maí. Loksins eru trén í húsgörðunum við Laufásveginn farin að laufgast. Þarna höfðu þau hímt allan þenna langa vetur, dökk og harðneskjuleg, eins og þau væru dauð- ar eikar; næstum því eins lífvana og grindurnar kringum garðana, eða gangstéttarnar. En í apríl, þegar sólin tók að ráða ríkjum, gægðust hvítleitir angar út um greinarnar. Þeir uxu og tóku litbreytingum, svo að brátt sló mó- grænum litblæ á trjáraðirnar. Brumknaparnir sprungu út í maí. Fyrst voru blöðin veikluleg, en þroskuðust og þöktu loks allar greinarnar. Og húseigendurnir, sem reika um garðana, til þess að þamba í sig vorblæinn, horfa hissa upp í ljósgrænt laufþakið, og finst þeir ekki muni verða meira hissa að sjá dúfu koma úr hrafnseggi. Vorið kom úr vetraregginu. Fuglarnir syngja ástakvæði fullum rómi, svo að kveður við í hverri trjágrein. Og bárurnar á Nauthólsvíkinni dansa í faðmlög- um, en gefa þess á milli hver annari olnbogaskot. En svo er það dásamlegasta: Ungu stúlkurnai. í Reykjavík springa líka út á vorin. Aldrei eru þær fallegri en í vorbyrjuninni. Það er eins og himin og haf og jörð hafi sameinað sig um að gefa þeim allt það bezta, sem þau eiga til, blóma í augum, bárusöng í röddina og blóm í hárið. Og stúlkurnar svífa um göturnar í léttum sumarföt- um, eins og vorblær um vængi. helgislínu, auk þess er það rétturinn, sem er okkar meginn. Því við höfum aldrei samið um núgild- andi landhelgislínu. Það gerðu Danir. Ef þjóðir þær, sem fiska við ísland eru ákveðnar í því að neyta aflsmunar og rýja af okkur dýrmætustu landsréttindi, þá verður að hafa það, en gerum skyldu okkar og viðurkennum slíkt aldrei að eilífu. Grímur Þorkelsson. Undir trjánum og niður við vík er rólegt. En á Laugaveginum — jesús-maría, en sá mannfjöldi! Ekki skemmtilegri en Laugavegurinn er nú á heit- um sólskinsdegi, þegar gufar up af malbikinu, sem er komið á suðumark, eins og sunnudagskaffi. Allur þessi líka mannfjöldi með hatta; eins og stormkast milli húsveggja leiki að hrossataðs- kögglum. En þarna eru líka ungar stúlkur, eins og glæsilega epli úr Paradísargarðinum. Vei, þeim sem ekki kann skil góðs og ílls, áður en hann legg- ur út á Laugaveginn! Einn góðan veðurdag hangslaðist Sterkvindur Skýjabólstron niður þenna veg, og horfði mest á það, sem honum stóð stuggur af, eins og kálfarnir. Hann sletti fótunum hvorum fram fyrir annan og gaf bílunum hornauga. Vinstri höndin dinglaði, en hin var harðkreppt um göngustaf. Allt í einu hrökk hann við, því eitthvað datt ofan á tána á honum. Og nú var hann ekki eins sparsamur á fimina, og virst gat í fljótu bragði um þann mann. Hann beygði sig snarlega og varð fyrri en tvær smáar hendur með ljósbrúna hanska, til að grípa það sem dottið hafði, ofurlitlar öskjur í snyrtileg- um umbúðum. Hann rétti sig, og sá unga og fallega stúlku framan við sig. Sterkvindur rétti stúlkunni böggulinn og hún þakkaði fyrir, með því að roðna feimnislega. Það var auðséð að hún var ekki mjög Reykjavíkur- vön. Hann nefndi nafn sitt. Hún varð bæði hissa og vandræðaleg, en kvaðst þó heita Vestangola Kvöldroðasen. Sterkvindur gat ekki fengið af sér, að skilja strax við hana, og bað því um leyfi til að verða henni samferða spölkorn. Hún sagði að sér væri það mesta ánægja. Hann var óvanur að tala við konur. En nú lagði hann sig allan fram. Talaði um vorið og Laufásveginn, og borgarloftið og Korpúlfsstaði og vatnsgeymana á Öskjuhlíðinni. En í raun og veru var hann með hugann við allt annað. Hann var að 30 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.