Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1950, Síða 51

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1950, Síða 51
hugsa um, hve gaman væri að fá að vita eitthvað meira um þessa glæsilegu konu. Svo að hann fór að sveigja talið að henni sjálfri. En hann var árans klaufalegur og hún feimin og orðfá. Þegar þau komu niður á Lækjargötu-vegamótin herti hann upp hugann og bauð henni suður í Hljómskála- garð. Hún afþakkaði fyrst og bar við tímaleysi. Hon- um datt í hug, að láta hana fara. En hann þráaðist við og hún lét tilleiðast. Þau settust á lítinn bekk í garðinum, og Sterkvindur fór að tala um Tívólí, sem átti að opna daginn eftir. En ókunnugleikinn var eins og múrveggur á milli þeirra. Og áður en langt leið var samtalsefnið á þrotum, og Vestan- gola fór að gjóta augunum til borgarinnar. Hún stakk töskunni sinni undir handarkrikann, eins og hún væri á förum. Þá fór hann að tala um skipið Hæring og segja sögur af ýmsu skrítnu hjá stjórnarráðinu. En hún jánkaði dauflega. Sterkvindur var allt í einu orð- inn bálvondur við sjálfan sig. En sú déskotans vitleysa að fara að tala um Hæring við fallega stúlku! Nú var hún í þann veginn að standa upp! Hann greip það fyrsta, sem honum datt í hug: „Hafið þér komið austur yfir Hellisheiði?" Já, hún hafði verið á Selfossi og í Gaulverjabæ. „Og fanns yður fallegt þar?“ „Ónei, ég held varla. Þar vantar há fjöll.“ „Er mikil fjallasýn, þar sem þér eigið heima?“ „Já, þar sjást fjöll í öllum áttum. En hæstur er Súlutindur! Það er líka svo ljómandi fallegt fjall!“ „Súlutindur“! Hann nærri því hrópaði nafnið UPP yfir sig. Hann leit á hana. Allur múrveggur- inn var hruninn. Hún, sem þekkti Súlutind! Hún hlaut að vera úr sama plássi og hann. Um stund sagði hann ekkert. Hann var sjálfur að dást að Súlutindi. „Súlutindur“! Vitið þér að ég er fæddur og alinn upp þarna undir Súlutindi, rétt að segja við fjallsræturnar — sjómannssonur úr Helga- magrastrætinu á Akureyri?“ „Nei, er það mögulegt", sagði hún. Henni fannst strax annar blær koma á Sterkvind og feimnin var að hverfa. „Já, Súlutindur er fallegt fjall“, hélt hann áfram, „langfallegasta fjallið, sem ég hefi séð. Munið þér eftir hellinum í hamrabeltinu? Þar bjó Súla.“ „Nei, það sést ekki heiman að frá mér. En hver var Súla?“ „Súla var tröllskessa. Kunnið þér ekki söguna um hana?“ „Nei, í öllum bænum segið þér mér hana“. „Súla var nátttröll og bjó í Súluhelli vestan í tindinum. Hún var mesti meinvættur og drap fén- að fyrir bóndanum í Lögmannshlíð. En svo var hún vör um sig, að hún kom aldrei út meðan sól var á lofti. Eitt sumarkvöld fór bóndi uppeftir um sólsetursbil og byrgði strompinn hjá kerlingu. Hún var einmitt að sjóða smalann úr Lögmanns hlíð, sem hún hafði gripið þá um daginn. Nú hélt hún að kvöldkulið slægi reyknum niður um strompinn, og fór út til að skýla hjá. En um leið kom miðnætursólin undan fjöllunum í norðri og skein beint framan í skessu. Þreif hún þá bónd- ann, sem húkti á hellisþakinu og þeytti honum móti sólinni og sagði: Ertu nú líka farinn að koma upp á kvöldin, skitan þín! — Lét bóndi þar líf sitt, en Súla varð að steini, sem stendur þama enn!“ Ungfrú Vestangola hafði nú lagt frá sér tösk- una og hlustaði með athygli. Allur deyfðarsvip- ur var horfinn af Sterkvindi, og hann talaði af miklu fjöri. Hann hélt áfram að tala um Súlutinda og hve oft hann hefði staðið þar uppi og horft yfir Eyjafjörðinn. Þá vildi Vestangola fá að vita hvort hann hefði séð bæinn hennar, og nefndi hann svo greinilega, að Sterkvindur var ekki í vafa um, að hún var dóttir óðalsbóndans á Öngulsstöðum. Svo héldu þau áfram að tala um sveitina sína og um dvölina í Reykjavík. Fögnuðinn yfir að þekkja fjarlæga landshluta og söknuðinn eftir heimahögunum. Sterkvindur var gjörbreyttur á þessari stundu. Návist Vestangolu andaði um hann eins og sólvermdur blær um knappana á trjánum við Laufásveginn. Og Svipvindur Skýjabólstron fylgdi Vestan- golu Kvöldroðasen heim, og þau ákváðu að verða samferða í Tívólí næsta kvöld. Og hálfum mánuði síðar voru þau trúlofuð. En þetta var líka í maí! Sigurður Dramnland. (þýddi og staðfesti) SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 31
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.