Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1950, Síða 52

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1950, Síða 52
Slíkt er sjómanna þýdd saga af hafinu Skylduræknin er góðum sjómönnum mjög í blóð borin, þeir láta ekki persónulega hræðslu sína varna sér að gera það, sem skyldan býð- ur þeim. Stórt barkskip var að hrekjast í stormi á hafinu fyrir sunnan suðurodda Ameriku, sem er mjög ömurleg og fáfarin siglingaleið. Veðrið virtist vera orðið eins vont og það gat verst orðið, en þó hélt loftvogin áfram að falla, svo að horfurnar voru sízt góðar. Alla síð- ustu viku hafði ástandið verið mjög slæmt um borð í skipinu, stöðugt erfiði, nístandi kuldi, að- eins örstut matarhlé með löngu millibili, mjög lítill og óreglulegur svefn og sífelld vosbúð. „Þetta er nú 23. ferðin mín fyrir Horn, og ég hefi aldrei fengið annað eins óveður“, sagði skip- stjórinn við stýrimanninn. Margan sjóinn höfðu þeir fengið á sig, en þessi sem nú nálgaðist var ennþá ægilegri en nokkur hinna. Hvílík holskefla, himinhá og hvítfyssandi í toppinn, gnæfandi yfir skipinu. Þegar holskeflan nálgaðist og skipið komst niður í öldudalinn, var sem lygndi augnablik. Ýms venjuleg hljóð, sem ekki höfðu heyrst í langan tíma, marrið og brakið í skipinu þegar það erfiðaði í sjónum og sjó- skvampið á þilfarinu heyrðust nú greinilega. Afturhluti skipsins hóf sig upp, fyrst hægt og silalega, síðan örara og örara, þar til svo virtist sem skipið ætlaði að kollsteypast. Nú reið hol- skeflan froðufellandi yfir skipið. Tvo björgunar- báta tók út af þilfarinu og bakborðs öldustokkur- inn sópaðist burtu. Það braut á skipinu sem á blindskeri, en mennirnir á þilfarinu svömluðu í sjónum uppundir hendur, en þeim tókst þó að bjarga sér undan. Skipstjórinn mjakaði sér fram með kappanum og til stýrimannsins og hrópaði í eyru honum: „Kallið alla út og látið taka saman seglin. Við verðum að leggja henni til. Ef við fáum annan slíkan brotsjó þá er úti um okkur“. Myrkrið skall nú yfir, en skipshöfnin stritaðist við að ná seglunum saman. Á þilfarinu var allt á floti og aðstaðan við vinnuna var hin versta. Meðan stórseglið var tekið saman varð skips- höfnin að vinna miðskipa, en þar var sjórinn aldrei grynnri en uppundir hendur og stundum dýpri. 32 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.