Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1950, Blaðsíða 53

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1950, Blaðsíða 53
Einn hásetanna kastaðist á þilfarsstoð og við það brotnuðu í honum þrjú rifbein. Annar slengd- ist niður og brákaðist svo á handlegg að hann gat ekki hreyft hann, en þrátt fyrir þetta héldu báðir mennirnir áfram við vinnu sína. Þeim þriðja skolaði útbyrðis þegar hann ætlaði að hlaupa í skjól undan sjó, en honum tókst að ná í borð- stokkslokuop á móts við framsigluna og halda sér þar föstum. Tókst honum síðan að komast aftur upp á þilfar. Þaðan komst hann aftur á til félaga sinna. Stýrimaðurinn ávítaði hann fyrir klaufa- skapinn, en hásetinn setti upp afsökunarsvip eins og að hann hefði framið eitthvað ódæði. Ekki var aðstaðan við vinnuna betri uppi í reiðanum, en niðri á þilfarinu. Það var niðamyrk- ur og stormurinn og kuldinn var svo sárbitur að menn gátu varla horft í veðrið. I éljunum voru höglin stór og komu af svo miklum krafti, að það var eins og að þeim væri skotið úr byssu. A meðan þau stóðu yfir var ekkert annað að gera, en að reyna að halda sér föstum og snúa sér und- an veðrinu. Oll tóg voru yfirísuð og seglin sömuleiðis, og stóðu eins og stokkur. Við þessa ömurlegu að- stöðu strituðu mennirnir og hömuðust löðursveitt- ir, þrátt fyrir hinn nístandi kulda, í stöðugri lífs- hættu, því að þá og þegar gátu þeir fallið niður á þilfarið eða henzt fyrir borð. Eftir 3 klukkustunda þrotlaust erfiði tókst þeim að ná saman seglunum og binda þau föst. A meðan að á þessu stóð hafði skipstjórinn staðið aftur á og fylgst með holskeflunum, sem stöðugt ógnuðu skipinu og gátu á hverri stundu hvolft sér yfir það. Strax og lokið var við að festa seglunum, og áður en mennirnir voru komnir niður úr ránum, var skipinu snúið upp í vind og sjó, en um leið og það varð flatt fyrir, lagðist það svo mjög á hlið- ina að neðri rárnar námu við sjó á hléborða, en mennirnir héldu sér föstum hinumegin. Þeir misstu sjónar á þilfarinu og sáu ekkert nema niður í ógn- andi hafið. Brátt tók skipið að reisa sig við aftur, en lá þó lengi svo illa að lúgurnar voru í kafi í sjó. Tókst þó brátt að ná skipinu uppað vindi og var nú lagst til drifs. Ekkert frekar var unnt að gera, og var því bakborðsvaktin látin fara niður. Mennirnir sættu nú lagi milli sjóa, til þess að opna kappann að hásetaklefanum og skjótast nið- ur. Þegar niður í hásetaklefann kom, var þar ömurlegt um að lítast. Á gólfinu var 1 til 2 feta djúpur sjór og ægði þar öllu saman. Fatadruslum, dósum, matarílátum, stígvélum, húfum, eldspýtum, kexkökum og allskonar dóti. Á snúrum héngu sokkar, peysur, vetlingar og hálsklútar og slógst allt þetta til eftir því sem skipið valt. Hásetarnir höfðu hengt þetta upp í þeirri von, að það þornaði, en það var öðru nær að svo væri, því allt var rennandi blautt, og hver einasti staður og hlutur þarna niðri var gegnsósa af bleytu. í loftinu hékk óþrifalegur og reykjandi lampi og sló daufri birtu á umhverfið. Hið megnasta óloft var, sem von var, því að kappinn hafði ekki verið opnaður alla síðastliðna viku, nema augnablik í senn, í þau fáu skifti sem mennirnir skutust upp og niður. Hávaðinn var hræðilegur. Það brakaði í hverri spýtu, sjórinn gnauðaði við bóginn að utan, uppi yfir var brimgnýrinn, á gólfinu urgaði í dótinu, sem þar flaut og vindurinn gnauðaði á lokuðum kappanum. En þrátt fyrir allt þetta, þá var hátíð fyrir hina dauðþreytu menn að komast í skjól. Þama gátu þeir þó þurrkað af sér blóð og svita, blásið í kaun sín og barið sér, og það sem bezt var, þeir máttu leggja sig um stund og hvílast. Neðri hvíl- urnar á bakborða voru fullar af sjó og þegar skip- ið valt skvettist sjórinn upp í efri hvílurnar. Mennirnir, sem voru svo máttfarnir, að þeir höfðu ekki rænu á að tala saman eða reykja, klifr- uðu þunglamalega upp í kvílurnar á kulborða, í öllum fötunum, eða eins og þeir komu niður, fóru ekki einu sinni úr olíufötunum eða tóku af sér sjóhattana. Ungur piltur, sjálfandi og blár í gegn af kulda fór að gera tilraun til þess að fara úr sjóstígvélun- um, en gekk það illa. Einn af eldri hásetunum leit á hann og muldraði: „Láttu nú þetta vera dreng- ur minn, það tekur því tæpast, því að ef til vill verðum við kallaðir upp aftur eftir litla stund“. Drengurinn lét sér þetta að kenningu verða og fleygði sér upp í hvílu sína. Annar háseti, sem var að japla á blautri kex- köku tautaði: „Hvenær skyldum við nú fá eitthvað volgt ofan í okkur aftur?“ En hásetinn, sem hafði ávarpað drenginn sagði gremjulega: „Þú ættir heldur að spyrja um hvenær við fengjum vatns- sopa að drekka, ég mundi þakka fyrir það. En eins og er, þá er engin leið að komast í vatnsílát- in, nema að eiga það á hættu að eyðileggja allt vatnið“. Sá þriðji gall við: „Ég er allur blautur SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.