Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1950, Page 58

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1950, Page 58
Sjómannakirkja á Selási Vegleg sjómanna\ir\ja á mest ábreandi stað nálcegt Rey\javí\ er áhugamál sjötugs athajnamanns. Jens Eyjólfsson. Jens Eyjólfsson, byggingarmeistari hefur lagt á margt gjörfa hönd um dagana og var um skeið athafnamesti byggingarmeistari, sem kunnugt er. Hefur hann staðið fyrir byggingu margra stórhýsa, sem um langan aldur munu bera verkbragði hans vitni. Jens stóð fyrir byggingu Landakotskirkju, sem gerð er eftir teikningu Guðjóns Samúelsson- ar, prófessors. Einnig byggði hann St. Josefsspít- alan hinn nýrri. Hann byggði „Nathan og Olsens- húsið“, sem nú er Reykjavíkur Apótek og var mesta stórhýsi sem reist hafði verið hér á landi þá. — Önnur stórhýsi, sem Jens hefur byggt eru Pósthúsið, Eimskipafélagshúsið, Sambandshúsið og Egil Jacobssenshúsið við Austurstræti, sem hann teiknaði einnig og fleiri og fleiri, stærri og smærri hús hefur hann byggt í Reykjavík og annarsstaðar. Um tíma tók hann einnig að sér önn- ur verk, en húsbyggingar, lagði tildæmis vatns- leiðsluna frá Gvendarbrunnum að Elliðaám, í ann- að sinni, sem vatnsleiðslan varð stækkuð. Jens Eyjólfsson hefur fengist við húsabygging- ar og teikningar frá 1903 og það hefði verið æði fróðlegt að fá hann til að segja frá þróun bygg- ingariðnaðarins á Islandi, sem hann sjálfur hefur tekið þátt í og lagt fram sinn skerf til, er sú at- vinnugrein tók stærstu stökkin síðastliðin 40—50 ár. En Jens vill sem minnst um sjálfan sig tala, en þess meira um aðaláhugamál sitt, sem er Sjó- mannakirkja á Seláshæð, landi sínu ofan við Reykjavík. Þá kirkju hefir Jens hugsað sér sem vegleg- asta minnismerki um íslenzka sjómannastétt, sem standa myndi, sem óbrotgjarn minnisvarði um sjó- mennina íslenzku um aldir. Þegar hann ræðir um þetta áhugamál sitt, Ijómar hann af áhuga, athafna og framfaramannsins, sem ekki hikar, þótt hindr- anir og erfiðleikar virðist framundan og veit að hann mun komast yfir allar tálmanir að lokum og bera hið góða málefni fram til sigurs. Hugmyndina að því, að reisa ætti veglegt minn- ismerki fyrir íslenzka sjómannastétt fékk Jens Eyjólfsson fyrir um 30 árum. Hann keypti þá land í Selási við Rauðavatn. Þaðan er eitt fegursta útsýni til fjalla og út til hafs, sem til er í nágrenni Reykjavíkur. A hæðinni hugsaði Jens sér að reist yrði kirkja. Hæðin er 103 metrar yfir sjávarmál. Frá turni kirkjú, sem þar yrði byggð myndi vera hægt að beina ljósi út yfir Faxaflóa, sem lýsti sjómönnum í höfn er þeir kæmu velktir og veður- barðir af hafinu. i íyrstu mun Jens hafa hugsað sér að reisa kirkjuna að mestu fyrir eigið fé, en ótal verkefni kölluðu að. „Þá hefði ég getað komið kirkjunni upp, en nú er mér það um megn“, segir hann. „En íslenzk sjómannastétt á þau ítök í hugum íslenzku þjóðarinnar, að ég ber ekki kvíðboga fyrir því, að ekki takist að reisa sjómannastéttinni okkar veg- legt minnismerki með framlögum frá þjóðinni sjálfri. Og að því ráði verður nú horfið. Fyrir nokkrum árum hefir Jens lokið við að gera allar teikningar að hinni fyrirhuguðu sjó- mannakirkju. Er það að vonum mikið verk, sem hann gefur kirkjunni ásamt landi undir bygging- una. Kirkjuna hefir Jens teiknað í gotneskum stíl, en felt inn í hugmyndir úr íslenzkri náttúru og landslagi og sameinað hinum forna kirkjubygg- ingarstíl. Á framhlið kirkjunnar hefir Jens hugs- að sér að verði líkan af Kristi, þar sem hann 38 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.