Sjómannadagsblaðið - 04.06.1950, Side 63
Þröngt fyrir dyrum
„Fyrir nokkru var nægur fiskur í þessum sjó,
er var björg í búi og fæddi fjölda fólks; nú er
hér fisklaus sjór!“
I. Astandið á fiskislóðum Vestfirðinga.
Það er rétt að skjalfesta ofanritaðar setningar, því þær
eru þegar orðinn áþreifanlegur raunveruleiki, og munu
verða það í vaxandi mæli hverja líðandi stund, ef svo
heldur fram, sem nú horfir í þesum málum.
Það er ekki óeðlilegt, að ég í þessu sambandi líti ó
það dæmi, sem nærtækast er okkur Vestfirðingum, en
því miður er líka sögu að segja víðs vegar við strendur
landsins. Dæmin eru mörg og af nógu að taka.
Isafjarðardjúp var að fornu og nýju nefnt gullkistan,
og það var sannnefni. Að vísu var þessi gullkista mis-
gjöful, en aldrei brást hún. Þar mátti ganga að gullinu
vísu, ef atorka og forsjá fylgdi. Þessi gullkista fæddi ekki
aðeins fólkið við Isafjarðardjúp, heldur sóttu þangað
einnig björg hundruð manna ó vetrar- og vórvertíðum
víðs vegar að úr Húnavatns-, Stranda- og Barðastrand-
arsýslum og af Vestfjörðum. A þeim tímum var allur
þessi afli fenginn innan Djúpmynnis. Nú aftur á móti
má Djúpið heita fisklaust við það sem áður var, og sí-
minnkandi afla verða ísfirðingar nú að sækja langt út
fyrir Djúpmynni, sífellt lengra og Lengra. Síðastliðin þrjú
vor og fyrrihluta vetrar hafa vélbátar frá ísafirði sótt
mikið af afla sinum alla leið austur í Drangaál, og taka
þær sjóferðir 22—24 klst., ef allt gengur í bezta lagi.
Þessa löngu leið er sótt til þess að komast út úr togara-
girðingunni, sem umlykur hafið, nær því grunnt sem
djúpt hér út af Vestfjörðum.
Svipuð dæmi þessu mætti nefna um sjósókn frá öðr-
um Vestfjörðum. T. d. brást ekki áður fiskigengd í Pat-
reksfjarðarflóa, og var þá venjulegast sótt beint út eða
norður og suður á við eftir fiskistöðu. Nú er oft fisklaust
á þessu víðlenda svæði langt á haf út. Þá er alkunnugt
um fiskisæld norðan og sunnan Látrarastar. Þilskip, vél-
skip og árabátar fengu þar stöðugt góðfiski síðari hluta
vetrar og langt fram á vor. Enn skýzt í góðan afla á
þesum slóðum, en er svipur hjá sjón við það, sem áður
var. Alkunnug er og fiskisæld Arnarfjarðar, oft inn í
fjarðarbotna, allt fram yfir 1930. Undanfarin ór hefur
fiskur mjög þverrað innfirðis, djúpt og grunnt, og fiski-
sældin út af Kóp og Sléttanesi má nú heita að mestu
gömul saga. Svipuðu máli gegnir einnig um fiskimið
Dýrfirðinga, Onfirðinga og Súgfirðinga. Alls staðar hefur
langræði stóraukizt vegna árvaxandi fiskfæðar á heima-
miðum, en langræðið getur ekki bætt úr lengur vegna
þess, að á sjálfu úthafinu verður fiskfæð meira og meira
áberandi með ári hverju.
Togaragirðingin er hvergi umhverfis iandið jafn sam-
felld og víðfeðma sem hér fyrir Vestfjörðum. Heita má,
að þessi girðing sé aldrei rofin allt árið, og nú nær hún
yfir langtum stærra hafsvæði en áður. Togararnir veiða
nú ekki lengur á Halanum einum, heldur eru að jafn-
aði dreifðir, djúpt og grunnt, á svæðinu á móts við
Straumnes (norðan Aðalvíkur) og alla leið suður á
Látraröst.
Á tímabilinu frá 1. júní til nóvemberloka árlega sækja
svo á fiskislóðir Vestfirðinga fjöldi dragnóta- og togveiði-
báta víðs vegar að, og er því rányrkjan á fiskimiðunum
út af Vestfjörðum meiri en annars staðar á landinu,
enda horfir hér til landauðnar, ef ekkert verður að gert.
II. Friðunarákvæðin nýju.
Meðan ég er að skrifa þessar línur hlusta ég ó þær
gleðifréttir, að sett hefur verið af atvinnumálaráðuneyt-
inu reglugerð til friðunar á norðurflóanum, frá Horn-
bjargi til Langaness, fjórar mílur í haf út frá yztu töng-
um og skerjum. Þetta er að mínum dómi einn merkileg-
asti atburður í atvinnumálum okkar Islendinga, ef fram-
kvæmd hans svarar tilganginum, og það skulum við
vona. Þá verður hann upphaf að algerðri friðun flóa og
fjarða, og rýmkun á haflandhelgi þeirri, sem gilt hefur
nær 50 ára skeið, samkv. óheillasamningi þeim, sem
danska stjórnin batt okkur með við Breta. Er vonandi að
ekki þurfi lengi að líða að sá áfangi náist, að allir firðir
og flóar landsins verði alfriðaðir. En sú ráðstöfun mun
reynast hin traustasta vörn fyrir fiskistofn okkar, og
sem grundvöllur þess, að allt landgrunnið verði löghelg-
að Islandi og nytjar þess lúti eingöngu íslenzkri löggjöf.
Þótt land okkar sé gott að mörgu leyti, eru atvinnu-
hættir okkar fábrotnari en hjá flestum öðrum þjóðum.
Við lifum á landbúnaði og fiskiveiðum, og það eru fiski-
veiðarnar, sem eru og verið hafa okkar mikilvægasti at-
vinnuvegur. Má óhikað fullyrða, að við eigum meira
undir framtíð þeirra og árlegri afkomu en nokkur önnur
þjóð. Sé þeirri stoð kippt burtu, erum við bjargþrota. Þessi
staðreynd er nú fyrir hendi, sem afleiðing undanfarinna
fiskleysisára, og saga Islands frá liðnum öldum og árum
undirstrikar þessa staðreynd. Með friðun og vemdun
fiskistofnsins erum við að berjast fyrir lífi okkar og til-
veru.
Þess vegna er það mál málanna, sem við verðum að
sækja með þeim helgasta rétti, sem sérhver þjóð eða
einstaklingur á til, það er rétturinn til þess að lifa.
III. Löggæzla á hafinu.
Það er ljóst, að hin nýju friðunarávæði leiða af sér
aukna varðgæzlu landhelginnar. Annars verða friðunar-
ákvæðin bara pappírsgagn. Varðskip verða að vera stöð-
ugt á friðunarsvæðinu og fylgja veiðiflotanum eftir, og
nauðsyn ber til að setja lagaávæði um hin margvíslegu
samskipti manna varðandi veiðarnar. Þar verða að ríkja
ákveðnar réttarreglur, sem ekki er hægt að brjóta, nema
sektum varði.
Að því er síldveiðarnar varðar, hafa undanfarin sumur
farið í vöxt ýmislegar yfirtroðslur íslendinga og erlendra
manna, sem bæði hafa spillt veiði og veiðitækjum og
jafnvel valdið meiðslum á mönnum og líftjóni. Það er
algerlega ósamboðið menningarríki, að þetta megi lengur
svo til ganga, og það er sameiginlegur hagur allra hlut-
aðeigenda, að lög og réttur megi ríkja í þessum mikils-
verðu samskiptum, alveg jafnt sem þau ættu sér stað á
almenningstorgi á landi, enda tilheyra svæði þessi jafnt
íslenzku ríkisvaldi.
Til þessa höfum við verið allt of tómlátir um þennan
þátt löggæzlunnar, máske vegna vöntunar skýrra laga-
ákvæða. Þarf úr því að bæta hið bráðasta.
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 43