Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1950, Qupperneq 64

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1950, Qupperneq 64
Eftir því sem gæzlusvæðið stækkar þarf að sjálfsögðu einnig fleiri skip og betur útbúin skip til gæzlustarfsins. Og það er bæði einkennilegt og furðulegt, að í sambandi við landhelgisgæzluna er stöðugt talað um þann mikla kostnað, er eftirlitinu fylgir, en enginn hefur orð á hinum síaukna lögreglukostnaði í landi, og ber þó ekki síður knýjandi nauðsyn til aukinnar löggæzlu á hafinu en í landi. IV. AHt verður að eiga sín eðlilegu takmörk. Það er sjálfsagt að eiga vinsamleg skipti við erlendar fiskveiðiþjóðir, að svo miklu leyti sem þau samskipti eru nauðsynleg og báðum aðilum að meinalausu. Lengra en þetta fer engin nágrannaþjóð okkar, og eru fiskveiðar þeirra þó ekki jafn nátengdar þjóðarhagsmun- um sem hjá okkur. Engin nágrannaþjóðanna sýnir er- lendum skipum slíka ofrausn sem afnot hafna sinna og mannvirkja í landi sem við Islendingar, nema nauðsyn beri til sökum hraknings, skipbrots eða ofviðris. Hér vaða útlendingar uppi á höfnum inni og nota þær af svo mikilli áfergju, að íslenzkuin skipum er þráfaldlega bolað frá bryggjuplássi og öðrum hafnarnotum af hálfu út- lendinga, og er slíkt látið óátalið af hafnaryfirvöldum, jafnvel í aðalhöfnum landsins. Það er t. d. alkunnugt, að erlendir síldveiðimenn, aðallega Norðmenn og Svíar, hafa notað Siglufjörð sem útgerðarstöð um síldviðitímann. Hin síðari ár hafa Færeyingar einnig notað Siglufjörð sem fiskveiðistöð fyrir sinn fjölmenn fiskiflota. Þessi mikilsverðu fríðindi til erlendra ríkisborgara hafa verið látin í té án þes að nokkuð kæmi í staðinn, nema greiðsla venjulegra hafnargjalda, en slík greiðsla mun stundum hafa brugðizt. Með þessu og öðru hliðstæðu framferði höfum við sett hina erlendu ríkisborgara, sem gista land til þess að keppa við okkur um atvinnu og arð, jafnfætis íslenzkum ríkis- borgurum eða jafnvel skör hærra, og má í því sambandi minna á það, að hinir útlendu menn borga enga skatta af sínum athöfnum og atvinnurekstri, enda ætlast til að það fari fram utan íslenzkrar landhelgi. V. Veiðitakmarkanir. Þeim, sem hafa fylgzt með hinu merka starfi annarra þjóða um verndun fiskistofna, og má þar í fremstu röð nefna Kanada og Bandaríkin, mun ljós nauðsyn þess að slíkt starf hefjist sem fyrst hjá okkur Islendingum. Dýr- mætustu fiskistofnum umhverfis Bandaríkin og Kanada hefur verið viðhaldið og fjölgað með skynsamlegum veiðitakmörkunum, sem borið hafa betri árangur fyrir hlutaðeigendur eftir því sem þær hafa staðið lengur. Þær hafa gert veiðarnar miklu öruggari en áður, og þær hafa gefið betri arð og afkomu. Þessa leið verðum við einnig að fara, ef takast á að rétta sjávarútveg okkar úr því ófremdarástandi, sem hann nú er kominn í. Við getum ekki leyft takmarkalausa veiði á hrygningar- stöðvum nytjafiska meðan hrygning stendur yfir. Má hér rétt aðeins minnast á hina nýjustu atburði af slíku tagi. Tökum þá fyrst veiðarnar á Selvogsbanka á nýliðnum vetri. Ég man þá tíð, að Magnús Sigurðsson bankastjóri taldi Selvogsbanka stórum þýðingarmeiri en gullforða Landsbankans. Hann væri lifandi gullhnúður, sem legði til mikinn hluta bjargar og brauðs í þjóðarbúið. Þá héldu menn, að þesi gullhnúður gæti hvorki brugðizt né orðið uppurinn. Svo skeði það, að þetta heimsþekkta fisksvæði var eyðilagt. í meira en 20 ár samfleytt hefur þar mátt heita fisklaus sjór. Undanfarin ár hefur mátt sjá þess vott, að bankinn væri að lifna aftur. Fiskgullið fann þar aðstæður sér til ávöxtunar. Síðastliðinn vetur var mikil fiskigengd á Selvogsbanka, og erlend og íslenzk skip létu greipar sópa um fiskinn. Ekkert var skeytt um að hrygning fiskjarins stóð sem hæst, og ekkert skeytt um neina framtíð, aðeins um líð- andi stund. En höfum við efni á því að eyðileggja þennan mikilsverða framtíðar gullhnúð íslenzkra fiskveiða aftur? Ég segi hiklaust nei. Selvogsbanka verður að friða meðan á aðalhrygningu fiskjarins stendur. Annað dæmi er frá Skjálfandaflóa. Það gerist síðari hluta aprílmánaðar nú í ár, eða meðan ég skrifa þetta. Óvenjuleg fiskigengd hefur komið í flóann. Togarar, ís- lenzkir og erlendir, og togveiðibátar streyma hvaðanæva frá til veiðanna. Nú skal nota vorbirtuna og hagstætt tíðarfar til þess að innbyrða sem mest. En aflinn er svo smár, að oftast verður að kasta nær helmingnum í sjó- inn aftur, auk ungviðann'a, sem fljóta með þegar vörp- urnar eru innbyrtar. Hvað um það. Hamast er við afla- brögðin; hamast við að drepa „kóðin“, þangað til skip- stjóranum finnst nóg komið af þessum hryggilegu aðför- um, sem eru nakin mynd af hámarki rányrkjunnar. Þessi tvö dæmi sýna ljóslega nauðsyn skynsamlegra veiðitakmarkana; ekki eingöngu á fyrrgreindum svæð- um, heldur á sem flestum svæðum umhverfis landið, sem eru hrygningarstöðvar nytjafiska og uppeldisstöðvar ung- fiskjar. Þótt slíkt þyki súrt í broti í byrjun, mun það álit fljót- lega breytast, þegar menn sjá það framtíðargagn, sem af slíkum ráðstöfunum myndi leiða. VI. Herðum sóknina. Þótt verndun fiskisvæða og landhelgisgæzla séu vissu- lega sameiginlegt mál allrar þjóðarinnar, eru þessi mál fyrst og fremst mál sjómanna og útvegsmanna. Þau eiga að vera þeirra höfuðmál, og það eru þessir aðilar, sem eiga að sjá um að sókninni í þessum málum sé haldið áfram með fullri festu og einurð. Allir flóar og firðir og lögfest hafsvæði, til þess að byrja með 4 sjómílur, eiga að vera til nota Islendinga einna. Frá þeirri lágmarks- kröfu má ekki hvika, heldur gera meiri kröfur eftir því sem aðstæður leyfa. Geta má nærri, að kröfum okkar um verndun fiski- miðanna verður ekki vel tekið af erlendum þjóðum, sem að sumu leyti hafa vaðið hér meira uppi en víða annars staðar, þar sem veiðar eru stundaðar á óbyggðum svæð- um. En slíku verður að mæta með einhuga samtökum og festu, sem hvorki undirlægjuháttur eða gylliboð geta unnið bug á. Hér er ekki um það að ræða, að leggja hnefana á borðið eða fara með rasandi ráði, heldur hitt, að við setjum hér hliðstæð ákvæði um rétt útlendinga til fiskveiða, sem gilda í heimalöndum hlutaðeigandi manna. Að athuguðu máli getur enginn sanngjarn maður ætlazt til, að hann njóti hér meiri fríðinda eða réttar heldur en t. d. ís- 44 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.