Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1950, Síða 66

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1950, Síða 66
ótakmarkaða lotningu fyrir foringjanum og hans meðstjómendum, að ég var mjög lengi að venja mig af gagnrýnislausri skoðun eða dýrkun, á öllu sem honum og flokknum viðkom. „Fatakistan mín, herra“. „Þú meinar fatakistan mín herra þriðji stýri- maður. Er það ekki?“ „Jú.“ „Jú, herra þriðji stýrimaður. Sko, þú ert svei mér gáfaður unglingur. Að vera búinn að læra að ávarpa yfirmenn skipsins, nú þegar.“ Strákurinn skellihló. Þriðji stýrimaður leit illilega til hans og sljákk- aði þá hláturinn fljótt. „Taktu líkistuna þína og komdu henni fyrir í lúkarnum mömmudrengur. — Þangað til þú þarft að nota hana“. Allir ræddu um ástandið heima í Þýzkalandi og foringjann, en aðfinnzlur voru ekki sparaðar, bæði á ástandið og Hitler. í fyrstu kunni ég þessu afar illa. Fannst það ganga guðlasti næst. Því næst hélt ég að allir væru brjálaðir um borð, eða jafnvel Gyðingar að ætterni. En síðast komst ég að þeirri niðurstöðu, að hér voru aðeins menn, sem höfðu ágæta yfirsýn, yfir alla hluti og atburði, yfirvegaða í fjarlægð og í kyrrð og tign hafsins. Enginn til að taka þá fasta fyrir ógætilegt orð, eða athöfn, sem fóru í bága við fyrirmæli foringj- ans eða flokksins. — Slíkur er máttur hins víð- áttumikla ríkis Neptunusar! Þannig voru þessir menn, sem ég kynntist nú, eftir harðann skóla í dýrkun á foringjanum og — Stór-Þýzkalandi. Stríðið var skollið á. Er við vorum ferðbúnir í Buenos Ayres á leið til heimalandsins. Með dýr- mætan farm. Fyrstu klukkutímana fyrir burtför- ina frá S-Ameríku, vorum við í algjörri óvissu um hvernig fólkið þar, sérstaklega þeir embættis- menn, sem við þurftum að skifta við, væru í okkar garð. Það er að segja í garð Þjóðverja og Þýzka- lands. En brátt komumst við að því, að fólkið var okkur ekki óvinveitt — svona almennt. — Og það nægði. — Hlutlaus þjóð á meginlandi Ameríku var okk- ur ekki óvinveitt — Það var nóg. Hafði Hitler á réttu að standa? „Við höldum auðvitað heim með farminn. sagði skipstjórinn, á ráðstefnu, sem haldin var í tilefni þess að viðhorfið í heiminum var breitt á þennan alvarlega hátt. Og orð hans voru lög um borð í þessu skipi, ein og í öllum annara þjóða skipum. — Að sið sjómanna. Og við héldum heim á leið. En ekki komumst við allir heim. — I þetta skiftið. Við sigldum norðarlega. Allt upp að ströndum Islands. Það land liggur langt í norðri. — Rétt við Norðurheimskautabaug, trúi ég. — Það ætti ekki að heita Island, heldur Paradís. Suðvestur af Islandi kom að hlið okkar skip. Ekki var gott að segja í fyrstu hverskonar skip þetta var. En skipstjórinn, hinn gamli sjóklár, var fljótur að átta sig. „Þýzkaland er í stríði. Hér er brexkt herskip. Við erum vopnlausir. Hver maður gæti skyldu sinnar í að bjarga sjálfum sér eins og hann hefur tök á. — Fyrir Þýzkaland.“ Þetta þýddi auðvitað að ekki átti að verjast og það líkaði mér að minnstakosti vel, því stríðs- maður hef ég aldrei verið. Skipið kom að hlið okkar (var miklu hrað- skreiðara) og skipaði okkur að stöðvast. Því var auðvitað ekki hlýtt. Fyrsta skotið drap skipstjórann og tvo háseta. Annað skotið aðra tvo háseta og annan stýrimann. --------Stríð er stríð! Þegar ég lenti í sjónum sá ég strax Laske, þriðja stýrimann, hangandi í einhverju grænum rekadrump. Og þegar ég var var búinn að átta mig í köldum sjónum, sá ég að þetta var líkkistan mín, sem hn-.n hékk nú á — upp á líf og dauða. — Guð fyrirgefi mér. Ég brosti. Laske var nefnilega ekki syntur. Við vorum aðeins fáir sem komumst að landi og vorum fluttir til höfuðborgar íslands, Reykja- vík (Rauchevig). Laske og margir aðrir voru ekki meðal okkar — því miður! Hann Laske var ekki þess umkominn að upp- lifa gestrisni saklausrar þjóðar sem hvorki vildi né gat viðurkennt ófrið og honum meðfylgjandi manndráp og aðrar verri fórnir, heldur synti á milli skers og báru í þessum heildarleik, sem og öðrum vandræðum sem upp hafa komið milli þjóða og heimsálfa í hundruði ára. Þjóðar sem sýndi gestrisni mest hötuðu þjóð heims á tímum, sem enginn gat hættulaust verið hlutlaus. Laske fórst, blessuð veri minning hans. En hann stal líkkistunni minni. Það verður þó aldrei af honum skafið. Þýtt: M. Jensson. loftskeytamaður. 46 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.