Barnabók Unga Íslands - 01.01.1910, Blaðsíða 14

Barnabók Unga Íslands - 01.01.1910, Blaðsíða 14
14 Bifð af vængja blaki Báran vaknar köld. Man eg morgunsunna mærust þegar hló, Lönd og leiðir unna Logageislum sló; Gylti hnúkinn háa, Huldu dimman sal, Heiðabeltið l)láa Breiðan kringum dal. Fuglar foldu ofar Fagna’ í himinrann, Guðs þá gæslcu lofar Gjörvöll náttúran, Grænan mjúkur minnist Morgunblær við lauk, Sólvermd þoka þynnist Þykk, sem áður rauk. Fram með fjarðar-síðum Firðar róa’ á mið, Fjármenn hóa’ í hlíðum, Hljómar bergmál við. Út um dal með degi Dratta kýr á beit, Hnarreist hross á leigi Halda leika’ um sveit.

x

Barnabók Unga Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnabók Unga Íslands
https://timarit.is/publication/564

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.