Barnabók Unga Íslands - 01.01.1910, Page 19

Barnabók Unga Íslands - 01.01.1910, Page 19
19 Þar leikur hvíta hjarðfjeð kátt Við hagans gróðursældir, Og breiðir lækir bruna dátt Um blómgrund, klappir, dældir, Og mörg ein birkihríslan há Á hraunborg þaktri mosa, Og grænna bakka gullblóm smá, í gljástraum spegluð hrosa. Uns straumur hrynur stríðum nið Af stall með fossfalls hviðu, Þar bjarktrje standa á hvora hlið Og hallast fram á iðu; Hvort öðru mót þar yfir llaum Með örmum seilist þöndum, Sem þau, er yfir örlögstraum í elsku takast höndum. Þei, þei! jeg heyri harðan gný, Sem hrynji skriða’ um grundir; Að hraunsnös ystu hratt jeg sný, Þar hyldjúps flug er undir. Sjá, Hvitá fram í fossi hrýst Úr fjalíagljúfrum þröngum Og blágræn, hvítfreydd hart fram knýst í heljarkletla göngum. Og stríðan svo i stokki fram Hún strauminn lætur sjóða, Uns neðra þjett við hlíð og hvamm

x

Barnabók Unga Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Barnabók Unga Íslands
https://timarit.is/publication/564

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.