Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1972, Síða 20

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1972, Síða 20
VIÐFORULL SJOFARANÐI Sigurður Þorsfeinsson, skipsfjóri, segir frá. Sigurðnr í brúnni á Hafeminum. Það er varla ofmælt að flestir íslenzkir sjómenn kannist við Sigurð Þorsteinsson skipstjóra. Oll síldarárin miklu var hann jafnan í sviðsljósinu, sem skipstjóri fyrst á Dagstjömunni frá Bolungarvík, en þar var sem kunnugt er unnið mikið þjóð- nytja- og brautryðjandastarf f að flytja síld af miðunum og notuð til þess að ný tækni. Sigurður tók svo Haföminn, þegar hann var keyptur til landsins og var með hann allt til loka sfldartimabilsins. Þessi staða Sigurðar, á skipi sem stöðugt var í fréttum fjölmiðlanna um fleiri ára bil, leiddi að sjálfsögðu til þess að hann varð landskunnur og einnig til þess að hann hafði miikið saman að sælda við alla síld- arskipstjóra og skipshafnir þeirra og út- gerðanmenn. Erindin vom mörg fyrir flot- ann fjarri heimahöfnum og það mæddi mikið á starfinu. Það er óhætt að fullyrða að Sigurður og rnenn hans unnu sér al- mennt vinsældir í starfinu og það var mjög áfallalaust. Óneitanlega þurfti bæði lag og útsjónarsemi til að dæla úr bát- um úti á rúmsjó oft í misjöfnum veðrum. Síldarflutningarnir af miðunum er merk- ur þáttur í atvinnusögu landsmanna, þáttur sem ekki fellur í gleymsku og þá fekki heldur skipstjórinn. En Sigurður Þor- steinlsson er einnig frægur af öðm, hann er nefnilega einhver mesti ævintýramaður í íslenzkri skipstjórastétt sem uppi hef- ur verið. Hann hefur alltaf verið að rata í einhver ævintýri og sjómannsferill hans er orðinn æði litrikur. Stundum hefur Sigurður sjálfur stofn- að til ævintýranna, því að honum er það í iblóð borið að sigla djarft, en stundum 'hafa ævintýrin borið honum að höndum án hans tilverknaðar, sennilega af því að hann er fæddur undir ævintýrastjörnunni. Við erum nefnilega öll fædd undir einni eða annarri stjömu. Sú aiþýðutrú er ekki eins mikil hégilja og vísindamenn héldu um tíma. Sigurður er Vestfirðingur í báðar ættir, móðir hans ættuð af Hornströndum en faðir hans úr Djúpinu. Hann fluttist 3ja ára gamall til Reykjavíkur og ólst þar upp. Til sjós fór hann 13 ára gamall, sem hjálparkokkur á togara og sjómennska hefur síðan alfarið þar til nú, verið hans starf. Hann var fyrst á togurum, en síðan 1948 hefur hann verið á flutninga- skipum. Ævintýrin létu ekkert á sér standa. Átj'án ára gamall réðist hann til þeirrar sögufrægu farar að sækja Hæring, síld- arverksmiðjuskipið, sem keypt var á aust- urströnd Bandaríkjanna og var fyrsta ís- lenzka skipið sem sigldi undir íslenzku flaggi um Panamaskurð og í þeirri sömu ferð flaug íslenzk flugvél í fyrsta sinn með hóp manna til Bandaríkjanna. Þeir fóru alla leið til Portland í Oregonfylki og dvöldust þar í tvo mánuði. Ferðin upp gekk ágætlega, Ingvar Einarsson var skip- stjóri og skipstjórnarmennirnir voru all- ir þaulvanir menn. 1952 útskrifaðist Sigurður úr Stýri- mannaskólanum með farmannaprófi, og var þé eitt sumar stýrimaður á hvalbáti en réðist því næst til Ríkisskip og þar var hann lengst af með Ásgeiri Sigurðssyni stýrimaður eða í um 5 ár og hlaut þar sína skólun og hana ekki af verra tag- inu, að hann telur. 1962 fór Sigurður fvá Ríkisskip til að taka við skipstjórn á Hjvítanesinu, flutningaskipi, sem þá var keypt til landsins. Það rúma ár sem Hvítanesið var í eigu þeirra sem keyptu það til landsins, var það lengst af í flutningum utan lands, því að það var leigt frönsku skipafélagi. Meðan skipið var i þjónustu Frakkanna, sigldi Sigurður bví upp Amazonfljótið í Suður-Ameríku og lestaði þar farm að segja má inn í sjálf- um frumskóginum á slóðum, sem ekkert stórskip hafði áður komið á og lænan, sem M útúr aðalfljótinu og Sigurður varð að þræða eftir var loks orðin svo þröng að þegar hann var að reyna að snúa skip- inu til brottfarar aftur, varð hann að keyra inní skóginn, sem óx út í rennuna. Frá þessari ferð hefur verið sagt í blöð- um. Einnig hefur litillega verið sagt frá annarri ferð Sigurðar og þá til Ceylon, en þá lenti hann í ýmsum ævintýrum. Það hafði verið venja meðan Bretar og Frakk- ar ráku Suezskurðinn, að skip mætlu skjóta sér inni löðina, á eigin ábyrgð, ef þau gætu það. Sigurður hafði orðið að bíða í þrjá daga á leið sinni eftir að fá leyfi til siglingar um skurðinn á leið sinni austur, það er ekki hægt að mæta.st í skurðinum nema á einum stað og skip- 6 SJOMANNADAGSBLAÐIÐ

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.