Sjómannadagsblaðið - 04.06.1972, Qupperneq 27
— svipuð tilmæli berist fjárveit-
ingavaldinu um fjárhagsstuðning
vegna námskeiðshalds um málefni
aldraðra og undirbúning undir
elliárin.
Hér fer á eftir útdráttur úr fram-
sögu Kaare Salvesen deildarsjóra, en
mörg merk fræðsluerindi voru flutt
á ráðstefnunni.
Mig langar til að fara nokkr-
um orðum um það hlutverk
sem ellimálaupplýsingastarfsemi get-
ur haft á félagssálfræðilegum grund-
velli, hvemig hafa megi áhrif á fast-
mótaðar skoðanir eldra fólks á ýms-
um vandamálum sem koma í ljós á
eftirlaunaaldri. Það fyrsta er kynn-
ing og samband. Þeir sem enn eru
ekki komnir á eftirlaunaaldur verða
að gera sér grein fyrir að auðvelt er
að einangrast í ellinni, en einnig er
hægt að komast hjá því á ýmsan hátt
t. d. með félagsstarfsemi (klúbbum)
á árunum fyrir og eftir að eftirlauna-
aldri er náð. Næsta atriði sem ég
nefni er tómstundaiðja. Ellimála-
upplýsingar eiga að taka það skýrt
fram að slíkt starf er mikils virði
sem tilbreyting til skiptis við starf
sem veitir tekjur eftir að eftirlauna-
aldri er náð. Þriðja atriðið, sem
nauðsynlegt er að taka með, er að
fjarlægja beyg manna við félags-
legar stofnanir, en sá beygur mun
aukast eftir því sem menn nálgast
elliárin. Hönnungarlýsingar frá elli-
heimilum fortíðarirmar munu eiga
sinn snara þátt í þessum ótta.
Við erum öll sammála um það
að roskið fólk eigi að fá að búa á
heimilum sínum eins lengi og það
óskar þess sjálft, en þegar aðstæður
eru orðnar þannig að ekki verður
komizt hjá dvöl á stofnunum eða
elliheimilum er ekki ástæða til að
beygur og kviði fyrir aðstæðum sem
enga stoð eiga sér í veruleikamnn
bætist ofan á erfiðleikana við vista-
skiptin.
Það er staðreynd að margt roskið
fólk unir betur á stofnunum er það
hefir vanizí dvölinni þar, heldur en
það hefir nokkurn tíma dreymt um,
og þess vegna ber að veita þessar
upplýsingar til þess að bægja frá
ótímabærri sút og vanlíðan.
Að lokum vil ég nefna upplýsing-
ar fyrir aldrað fólk, sem sennilega er
ekki auðvelt að koma í kring en það
er það sem kalla mætti ,,Listin að
lifa í ellinni.“ (Lífslist að liðnum
degi mun Hamsun hafa nefnt þetta
skeið).
Ekki hef ég hér í huga jafnvægi
hugans og sálarró, sem sumir hafa
fengið í vöggugjöf og aðrir áunnið
sér á langri ævi. Eg er að hugsa um
þesskonar menningu sem allir geta
tileinkað sér með þægilegri um-
gengni við aðra, eðlilegri hjálpsemi,
snyrtilegheitum og að nokkru leyti
sjálfsstjórn. Ekki mun standa á því
að sagt sé Ekki er hægt að ætlast
til þess að gamalt fólk byrji á sjálfs-
stjóm og sjálfsaga af tillitssemi við
aðra. Það er að sjálfsögðu satt, en
það er hægt að ætlast til þess að
þeir sem nálgast eftirlaunaaldurinn
athugi sinn gang og hugi að umhverfi
sínu, með það í huga að margt roskið
fólk verður meira einmana en efni
standa til vegna þess að það kvart-
ar um eitt og annað án afláts. Fólk
missir vini og sambönd af því ekkert
er gert til að halda slíku, er til
óþæginda fyrir umhverfið vegna
skorts á nákvæmum persónulegum
þrifum o. s. frv.
Mér verður hugsað til þess, sem
elskuleg forstöðukona elliheimilis
einusinni sagði: „Hvers vegna er
gamalt fólk oft svona vont hvað við
annað?“ Þessu má eflaust svara með
sálrænni skilgreiningu og breytingu
er fylgir elliárum. Hrörnun mun í
mörgum tilvikum leiða til framkomu
sem engin upplýsingastarfsemi fær
breytt. En ekki fæ ég annað skilið
en dálítið sé hægt að stuðla að
hömlum ef við sem erum á miðjum
aldri segjum við sjálfa okkur. Sann-
arlega skal ég á eftirlaunaaldri gera
mitt til þess að sýna öðrum þá fram-
komu, sem ég óska eftir að aðrir sýni
mér. Það er ef til vill ósennilegt að
siíkur undirbúningur geti haft
nokkra þýðingu þegar líkamleg
hrörnun á sér stað, en ég held —
þar til annað sannast — að einnig
þetta atriði ætti að vera með í upp-
lýsingum fyrir aldi’aða.
Og þar sem við nú að meira eða
minna leyti erum búin að koma okk-
ur saman um starfsgrundvöll fyrir
clliupplýsingamiðstöð, mun á hin-
um Norðurlöndunum, eins og í Nor-
egi, verða uppi á teningnum ýmis-
leg skipulagsvandamál og spurning-
ar varðandi stjómun.
Fyrsta spumingin er: Hvort upp-
lýsingaráð eða nefnd varðandi upp-
lýsingastarfsemi ellimála á að vera
tengd aðhlynningu aldraðra eða at-
vinnulífinu, eða menntun fullorð-
inna og alþýðuupplýsingastarfsemi.
Sérfræðingar frá Bretlandi, sem
við höfum haft samband við telja
að ekki eigi að standa í neinu sam-
bandi við aðhlynningu aldraðra,
vegna þess að slíkt starf sé ekki að-
laðandi í augum þeirra, sem helzt
þarf að ná til með upplýsingastarf-
semi, það er fólk á miðjum aldri. I
Noregi höfum við ekki verið eins
viðkvæmir fyrir því að nokkurt sam-
band við starfsemina er stuðlar að
umönnun aldraðs fólks fæli áhuga-
menn frá upplýsingastarfinu. Eins
og fjármálaráðherrann sagði mun
yfirleitt vera litið á ellimálastarfsem-
ina sem fyrirbyggjandi. En ellimála-
nefndin hefir heldur ekki orðið neitt
útibú frá hjúkrunarstarfi fyrir aldr-
aða. Það sem einkennir samstarfs-
nefndina er að hún er sjálfstæð með
eins góðu sambandi við upplýsinga-
starfið eins og umönnun aldraðra og
samtök atvinnulífsins. Þegar um er
að ræða atvinnulífið stendur og fell-
ur starf nefndarinnar með fram-
kvæmdasemi þessara aðila. I Noregi
hefir „Alþýðusambandið“ falið
skyldri starfsemi „Upplýsingasam-
bandi alþýðu“ að vera málsvari
vinnuveitenda þegar um er að ræða
undirbúning elliáranna og viðskipti
þess við sameiningarnefndina eru
SJOMANNADAGSBLAÐIÐ 13